Feykir - 12.06.2019, Qupperneq 12
Hin árlega prjónahátíð,
Prjónagleði, var haldin á
Blönduósi um hvítasunnu-
helgina í fjórða sinn. Það er
Textílmiðstöð Íslands sem
stendur að hátíðinni.
Boðið var upp á fjölda
atburða alla helgina en á
Prjónagleði kemur fólk
saman sem hefur áhuga á
prjónaskap og skiptir þá engu
máli hvað mikil innistæða er
í reynslubankanum. Þema
hátíðarinnar að þessu sinni var „hafið“ en dagur hafsins er
haldinn hátíðlegur þann 8. júní ár hvert. /PF
Hvað er betra en að prjóna
í heita pottinum?
MYND AF FB-SÍÐU PRJÓNAGLEÐI.
Þann 6. júní lauk formlega
námskeiðum vetrarins í
Farskólanum, miðstöðvar
símenntunar á Norðurlandi
vestra, með útskrift úr Námi
og þjálfun í almennum
bóklegum greinum og úr
matarsmiðjunni Beint frá býli.
Brugðið var út af venjunni í
þetta sinn og fór útskriftin
fram í Eyvindarstofu á
Blönduósi.
Það var hátíðarstemning í
Eyvindarstofu en námsmenn úr
matarsmiðjunni komu með
sýnishorn af því sem þeir hafa verið
að búa til í vetur í tengslum við
smiðjuna. Var gerður góður rómur
að þeim kræsingum og námsfólk
hvatt til að koma vörum sínum á
framfæri. Meðal gesta voru Valdi-
mar O. Hermannsson, sveitar-stjóri
Blönduóss og Unnur Valborg
Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri
SSNV. /PF
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
23
TBL
12. júní 2019 39. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Síðasta útskrift Farskólans þetta vorið
Farskóli Norðurlands vestra
Hluti útskriftarnema úr Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum
og úr matarsmiðjunni Beint frá býli. MYND: PF
Prjónagleði í fjórða sinn
Fjölbreytt dagskrá alla helgina
Mfl. kvenna í körfubolta
Árni Eggert nýr þjálfari
Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls bauð í síðustu
viku vildarvinum og árskorthöfum til spjallfundar og
kynningar á nýráðnum þjálfara meistaraflokks karla,
Baldri Ragnarssyni í Síkinu. Þá var upplýst að Árni Eggert
Harðarson yrði næsti þjálfari mfl. kvenna og skrifað var
undir tveggja ára samning við hann.
Vel var mætt á fundinn en áður en þeir Baldur og Árni
voru kynntir til leiks var boðið upp á hamborgara og gos.
Þeir Baldur og Árni voru ánægðir með mætinguna og
sögðu hana sýna hve áhuginn væri mikill í körfubolta-
samfélaginu norðan heiða. Þeir voru sammála um að
Tindastóll ætti ætíð að berjast á toppnum og er það sýn
Árna að stelpurnar eigi heima í efstu deild.
Á Facebooksíðu deildarinnar segir að Árni hafi áður
þjálfað kvennalið Breiðabliks, karlalið Vængja Júpíters
ásamt því að hafa verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks ÍR
í Dominosdeild karla síðustu ár. Einnig hefur Árni Eggert
unnið mikið og gott starf fyrir KKÍ. /PF
Ingólfur Jón Geirsson formaður Kkd. Tindastóls og Árni Eggert Harðarson,
nýráðinn þjálfari, handsala samninginnn. MYND: PF
Þjóðhátíðarkaffi í Skagabúð
Hæ, hó, jibbí, jey og jibbí, jei
Kvenfélagið Hekla í Skagabyggð verður með sitt árlega og
sívinsæla þjóðhátíðarkaffi á þjóðhátíðardaginn 17. júní í
Skagabúð kl. 14:00 - 17:00.
Í tilkynningu frá félaginu segir að verð fyrir eldri en 12
ára sé 2.000 kr. en einungis 1.000 kr. fyrri 7-12 ára börn.
Frítt er fyrir yngri en 7 ára. „Við hlökkum til að sjá ykkur í
þjóðhátíðarskapi,“ segja kvenfélagskonur.
Feykir óskar öllum gleðilegs þjóðhátíðardags, 17. júní,
og hvetur það til að taka þátt í hátíðarhöldum. /PF
Hesteyri 1
550 Sauðárkróki
Sími 453 5923
DÖGUN AUGLÝSIR:
Gæðastjóri
Dögun leitar að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingi í starf
gæðastjóra. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.
Gæðastjóri Dögunar ber ábyrgð á rekstri og þróun gæða- og öryggis-
kerfa félagsins. Gæðastjóri sér einnig um ýmis önnur verkefni er
snúa að daglegri framleiðslu og vöruþróun.
STARFSSVIÐ:
• Ábyrgð á gæða- og öryggismálum félagsins.
• Gæðaeftirlit og framkvæmd gæðastefnu félagsins.
• Samskipti við erlenda viðskiptavini.
• Umsjón með úttektum viðskiptavina.
• Upplýsingagjöf og fræðsla um gæðamál.
• Ýmis önnur verkefni tengd framleiðslu og vörþróun.
HÆFNISKRÖFUR:
• Menntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla og þekking á matvælavinnslu æskileg.
• Þekking á gæðamálum.
• Mjög góð tölvukunnátta.
• Mjög góð enskukunnátta.
• Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Þjónustulund og fagleg framkoma.
• Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.
Vinsamlegast sendið umsókn á oskar@dogun.is.
Upplýsingar gefur Óskar í síma 892-1586 eða Hilmar í síma 898-8370.
Dögun sérhæfir sig í veiðum og vinnslu
á rækju og starfrækir mjög fullkomna
rækjuvinnslu á Sauðárkróki. Félagið
hefur nýlokið við miklar endurbætur á
framleiðslubúnaði með frekari tækni-
væðingu, sjálfvirkni og möguleikum á
aukinni vinnslu. Dögun gerir út rækju-
togarann Dag SK 17.
Dögun hefur starfað samfleitt í 35 ár.
Stefna félagsins er að auka framleiðslu
og sölu á næstu árum og vera áfram
leiðandi á sínu sviði.