Feykir


Feykir - 06.03.2019, Síða 8

Feykir - 06.03.2019, Síða 8
 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Árni Björn Kristófersson, sem kenndur var við Kringlu í gamla Torfa- lækjahreppi, sem er höfundur að fyrstu vísunum að þessu sinni. Gætu þessar vísur verið úr ljóðabréfi til kunningja án þess að ég viti það fyrir víst. Oft var fljóð í faðmi mér fáklæddara en skyldi. Fór ei svipað fyrir þér fékkst ei njóta, er vildir. Dagur styttist, kemur kvöld kvæði þrjóta, enda sögur. Hálfa lifað hef ég öld hugsað, skrifað margar bögur. Mætti ég ungur margri þraut mótgangs þungur róður. Fylgt hefur mér á farnri braut förunautur góður. Yfir djúpin byggði ég brú brattann kleif ég glaður. Ég er alveg eins og þú ævintýramaður. Friðbjörn Björnsson, sem kenndur var við Staðartungu í Hörgárdal, var þekktur hagyrðingur á sinni tíð. Bjuggu foreldrar hans á Barká, sem þá var kotbýli, við mikla fátækt með þrettán börn. Tókst Friðbirni að brjótast til betri kjara er hann eignaðist Staðartungu. Varð hann upp úr því víða kunnur fyrir sinn kveðskap. Um samferðamann, sem flutti úr sveitinni og fáum hafði líkað við, orti Friðbjörn: Þegar þú kveður þessa sveit þakinn lastamori, skilurðu eftir skítlegheit skrifuð í hverju spori. Einhverju sinni er Friðbjörn var í kaupstaðarferð á Akureyri, og apótekari þar í bæ synjaði honum um spíraglas, varð þessi til: Krepptar að mér krumlur skók kauðinn einskis nýtur. Húfa, skyrta, buxur, brók, beinagrind og skítur. Kannski hefur það verið í þessari sömu ferð sem nokkrir Hörgdælir á heimleið mættu nokkrum hóp ríðandi manna. Fylgdi þeim hundur ljótur, bæði aurugur og hrakinn því rigning var. Spyr þá Guðmundur, hreppstjóri á Þúfnavöllum, hvaða menn þetta séu. Svaraði Friðbjörn því svo: Þetta er Hlíðarhreppsnefndin hún er að skríða í kuðunginn. Ekki er fríður flokkurinn. Mér finnst hann prýða hundurinn. Minnir að hafa heyrt þá skýringu að húskofi, sem þá var fundað í, hafi borið nafnið Kuðungur. Að lokum frá Friðbirni þessi góða vísa fyrir okkur gleðimenn: Verum kátir öls við ál eyðum grát og trega. Vísnaþáttur 730 Nú má láta sál að sálsvigna mátulega. Sigurborg, systir Friðbjörns, var vel hagmælt eins og fleiri úr þessum systkinahóp. Trúlega er hún að hugsa til æsku sinnar er hún yrkir svo: Kringum mig var klaki og hjarn hvergi yl að finna. Ég var ekkert óskabarn átthaganna minna. Eftir að Sigurborg varð búsett á Akureyri, og fékk rukkara í heimsókn, varð þessi til: Settu upp hattinn, hnepptu frakkann hafðu á þér farasnið. Mér finnst betra að horfa á hnakkann heldur en sjá í andlitið. Á efri árum mun Sigurborg hafa ort svo beisklega: Sá er kannar kuldann hér kannski verður feginn, ef hann fær að orna sér við eldinn hinum megin. Hressum okkur þá næst með þessari limru Guðmundar Arnfinnssonar: Það er vorlegt og sólblik á sjónum söngfuglar kvaka í mónum, og raulandi lag eftir Rósu í dag hann gengur með grasið í skónum. Það er Guðrún V. Gísladóttir sem sendir svo fallega kveðju: Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. Hressandi að heyra næst af innkaupaferð Péturs Stefánssonar. Veit reyndar ekki hvað hann ætlar að gera með kókurinn. Ekki er ég í anda sljór ekkert hef að fela. Keypti ég mér kippu af bjór kók og vodkapela. Svo magnaða hringhendu mun Jón Gissurarson, bóndi í Víðimýrarseli, hafa ort: Flestum yndi blíðar binda bernsku myndirnar. Undir lindum unaðs kynda æskusyndirnar. Gott er þá að ljúka þættinum með vísu eftir snjalla hagyrðinginn Jón Pétursson. Grunar reyndar að hún flytji dýpri boðskap en sýnist í fyrstu, og er kannski ort við andlát. Senn er nótt og ljósar lendur liðins dægur hverfa í skuggann. Rökkurtjöldin herrans hendur hafa dregið fyrir gluggann. Veriði þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is Kannski skipta listir og menning hvergi meira máli en í dreifðari byggðarlögum, þar sem tækifæri til ástundunar atvinnulista takmarkast að nokkru sökum fámennis. Rannsóknir hafa sýnt að getan til að skilja og ræða menningu hefur bein áhrif á lífsgæði, samfélagslega samheldni, heilsu og lífsgæði, svo fátt eitt sé tínt til. Með því að upplifa menningu fjarlægjum við okkur úr hversdagsamstrinu, förum út fyrir þægindarammann og breytum um sjónarhorn. Með því að njóta lista, hverju nafni sem þær nefnast, öðlumst við dýpri skilning á mannkyninu í heild, og þeim hópum þess sem við búum meðal. Og af þessum ástæðum getur menningin líka hjálpað okkur að yfirstíga landamæri. Markmið listupplifunar og -þátttöku er alls ekki að búa til fleiri listamenn, heldur að búa til skarpari huga; víkka sjóndeildarhring okkar. Við gerum sjálfum okkur og samfélaginu sem við búum í mikinn grikk ef við leitum þessi tækifæri ekki uppi og sköpum umhverfi þar sem listir og menning dafna. Það hefur margsýnt sig að listir og menning eru einn mikilvægasti þátturinn í jákvæðri byggðaþróun. Listamenn eru nokkurs konar undanfarar í endur- lífgun samfélaga, skapa aðlaðandi og spennandi umhverfi sem svo lokkar til sín hefðbundnari fyrirtæki og frumkvöðla. Í þessu samhengi er mikilvægt að muna að þrátt fyrir að samfélagsleg samheldnisáhrif listaþátttöku í áhugasviði séu óumdeild og frábær, þá eru það atvinnulistirnar sem eru drifkraftur endurnýjunar samfélaga. Það er því mikilvægt að okkar landshluti viðurkenni þessa staðreynd, marki sér og fylgi framsýnni lista- og menningarstefnu sem laðar hingað listamenn, og tryggi búsetu þeirra til framtíðar í landshlutanum. Einn af stærstu takmarkandi þáttum dæmigerðrar listastarfsemi er erfitt aðgengi að vinnurými á viðráðanlegu verði. Landsbyggðin ætti að vera í aðstöðu til að leysa þetta vandamál. Það er mín trú, af öllum ofangreindum ástæðum og fleiri til, að listin sé framtíð landsbyggðarinnar, og landsbyggðin sé framtíð listarinnar. - - - - - Ég skora á Jessicu Aquino, ferðamáladoktor og æskulýðsfrömuð, að taka við pennanum. ÁSKORENDAPENNINN Greta Clough Hvammstanga Nokkur orð um menninguna... UMSJÓN Páll Friðriksson Greta Clough. AÐSEND MYND 8 09/2019 Feykir.is Bara nokkuð sprækur!

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.