Feykir


Feykir - 06.03.2019, Blaðsíða 10

Feykir - 06.03.2019, Blaðsíða 10
Karlakórinn Heimir Margir tónleikar framundan För kórsins til Ísraels túlkuð. MYNDIR: FE Karlakórinn Heimir er á faraldsfæti um þessar mundir. Á sunnudaginn var hélt kórinn tvenna tónleika, í Siglufjarðar- kirkju og á Hofsósi og var aðsókn með ágætum. Efnisskrá tónleikanna var að hluta til afmælisdagskrá sem flutt var á síðasta ári í tilefni af 90 ára afmæli kórsins þar sem þeir Agnar Gunnarsson og Björn Björnsson röktu feril kórsins á gamansömum nótum og nokkrir kórfélagar ásamt leikurum úr Leikfélagi Hofsóss túlkuðu nokkur atriði úr sögu hans. Um miðjan mánuðinn er svo ætlunin að halda í suðurátt og verður sungið í Langholtskirkju að kvöldi föstudagsins 15. mars. Sérstakur gestur á þeim tónleikum verður Elmar Gilbertsson sem syngur um þessar mundir í La Traviata í Hörpu. Þaðan verður haldið austur fyrir fjall og haldnir tvennir tónleikar á laugardegi, í Skálholtskirkju og í Selfosskirkju. Gísli Árnason, formaður kórsins, vill þó ekki taka neina ábyrgð á trúarhita sinna manna þó þrjár kirkjur séu heimsóttar í ferðinni, heldur segir hann að nýrri kirkjurnar séu undantekningalítið afbragðs góðar til tónlistarflutnings. Í byrjun apríl er svo ætlunin að halda í Húnaþing og sækja Hvammstanga heim og að vanda verður kórinn með tónleika á Sæluviku í byrjun maí. /FE Slagarasveitin. F.v. Stefán Ólafsson, Ragnar Karl Ingason og Geir Karlsson Á bak við sést í Skúla Þórðarson á trommum. MYND: GUÐMUNDUR JÓNSSON Efri mynd: Agnar Gunnarsson, annar sögumanna kvöldsins. Neðri mynd: Birgir Björnsson syngur einsöng. Vel var mætt á samkomuna. MYND: GUÐMUNDUR JÓNSSON Konur undirbúa veisluna. MYND: KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR Munir sem Bangsi smíðaði. MYND: KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR 10 09/2019 Kótilettukvöld/Bangsadagur á Hvammstanga Margt um manninn og vel heppnuð dagskrá Þann 23. febrúar sl. var haldið Kótilettukvöld/Bangsadagur í Félagsheimili Hvammstanga. Kótilettunefnd, sem skipuð er félögum úr Lionsklúbbnum Bjarma, Kvenfélaginu Björk og Húsfreyjunum á Vatnsnesi stóð fyrir degi og dagskrá. Var dagurinn og kvöldið fyrst og fremst helgað minningu Björns Sigurðssonar – Bangsa, sem fæddist á Hvammstanga 1935, bjó þar alla tíð og lést þar sl. haust. Bangsi var annálað góðmenni, gangandi kærleikur, sem brá birtu á hversdaginn og lagði sig eftir því að eiga góð og uppbyggileg samskipti við börn, fullorðna og eldri borgara. Markmiðið með dagskránni var að safna fjármunum til þess að láta gera minningar- og upp- lýsingaskilti um Bangsa á Bangsatúni á Hvammstanga og forverja og varðveita Bangsabát, bátinn sem Bangsi smíðaði fyrir 60 árum síðan og réri á um tæplega sextíu ára skeið. Á Bangsadegi var skemmti- dagskrá fyrir börnin þar sem þau voru frædd um Bangsa með viðtali sem tekið var við hann á fimmtugsafmælinu, sunginn var fjöldasöngur, farið í hóp- leiki og Krakka Zumba. Loks var boðið upp á Conga súkku- laði, gos, harðfisk og hákarl að hætti Bangsa. Um kvöldið var dagskrá fyrir fullorðna og var þar margt í boði. Kótiletturnar voru í boði SKVH og meðlætið í boði KVH. Vilko á Blönduósi og Kjarnafæði á Akureyri lögðu einnig hráefni á borð. Einnig var margháttað menningarefni í boði. Sýnd voru myndbrot úr fimmtugsafmæli Bangsa sem Birgir Karlsson hafði klippt saman. Þór Magnússon fyrr- verandi þjóðminjavörður flutti erindi um bernsku Bangsa og fólkið hans í Syðsta-Hvammi. Þorvaldur Böðvarsson fræddi fólkið um sögu Bangsabáts. Harpa Þorvaldsdóttir söng einsöng og stýrði fjöldasöng. Ólafur Rúnarsson söng einnig einsöng og stýrði söng hjá kór eldri borgara. Leikarar og söngvarar úr Hárinu fluttu eitt lag úr söngleiknum sem frumsýndur verður um páskana. Næturgalarnir, um þrjátíu ára gamall karlakvartett heldri borgara á Hvammstanga, rifjaði upp gamla takta og hljómsveitin Slagarasveitin flutti nokkra slagara undir forystu Geirs Karlssonar læknis. Inn á milli atriða var leikflokkur þorrablóts Hvammstanga með stutt innslög til gamans. Um 280 manns voru samankomnir í Félagsheimili Hvammstanga þetta kótilettu- kvöld og þótti kvöldið hafa heppnast vel í alla staði. Veislustjórar skyldu verið hafa Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Magnús Magnússon en Magnús forfallaðist á síðustu stundu og töldu gárungarnir að það hafi stytt dagskrána um tvær stundir! Magnús Magnússon

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.