Feykir


Feykir - 06.03.2019, Síða 12

Feykir - 06.03.2019, Síða 12
Skagfirðingurinn Kristinn Gísli Jónsson og Selfyss- ingurinn Hinrik Lárusson, tóku þátt í alþjóðlegri matreiðslukeppni sem klúbbur matreiðslumeistara í Norður Grikklandi stóð fyrir á dögunum og sigruðu með glæsibrag. Yfir 350 keppendur voru skráðir til leiks í mismunandi keppnisgreinum og kepptu þeir Kristinn Gísli og Hinrik í Liði ársins eða „Team of the year“. Á vefnum Veitingageirinn kemur fram að í keppninni hafi verið einboðið að nota bláskel, ólífuolíu, ólífur og rissotto grjón. Kristinn Gísli sagði, í samtali við Feyki, að þeir félagar hefðu lítið vitað við hverju var að búast í keppninni. Hann segir að þeir Hinrik hafi búið yfir meiri reynslu en keppendur hinna liðanna en þó hafi komið á óvart hversu hörð keppnin reyndist. Hann var ánægður með árangurinn og var þakklátur fyrir allan þann stuðning sem þeir félagar fengu til fararinnar. /PF Krabbameinsfélag Austur-Húnvetninga hélt veglega afmælisveislu í tilefni af 50 ára afmæli félagsins sl. sunnudag, þann 3. mars. Fjölmargir velunnarar félagsins mættu í Félagsheimilið á Blönduósi og samfögnuðu félaginu sem starfað hefur af miklum krafti í hálfa öld. Dagskrá samkomunnar samanstóð af tónlist og töluðu máli. Sveinfríður Sigurpálsdóttir, formaður félagsins, rakti sögu þess í stuttu máli og ávörp fluttu þær Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands og Halldóra B. Sævars- dóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Akur- eyrar og nágrennis. Tónlistaratriðin voru ekki af lakara taginu, Hugrún Lilja Pétursdóttir lék á píanó, trúbadorinn Friðrik Halldór söng af innlifun og hjónin Hugrún og Jonni frá Skagaströnd ásamt bakraddafélögum sínum, Siggu og Dóra, fluttu nokkur hugljúf lög. Botninn í dagskrána sló svo Kór Íslands, Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps sem söng af sinni alkunnu snilld. Að tónlistarflutningi loknum voru allir flytjend- ur leystir út með Mottumarssokkum. Kynningu dagskrár annaðist Birgitta H. Halldórsdóttir. Að dagskrá lokinni var svo boðið upp á glæsilegt veislukaffi. /FE Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 09 TBL 6. mars 2019 39. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Starflok nú í góðri sátt aðila Yfirlýsing vegna starfsloka dr. Hólmfríðar Sveinsdóttur KS og Hólmfríður Sveinsdóttir, fráfarandi framkvæmda- stjóri Iceprotein og Protis, hafa komist að samkomulagi um starfslok Hólmfríðar. Í nokkurn tíma hefur staðið yfir undirbúningur að samþættingu rannsókna-, nýsköp- unar-, markaðs- og sölumála hjá KS samstæðunni, sem til þessa hefur farið fram á nokkrum stöðum. Það er sýn aðila að breytingarnar leiði til markvissara starfs og sé tækifæri til að efla enn frekar þessa starfsþætti til framtíðar. Breytingarnar leiða óhjákvæmilega af sér breytt skipulag þeirra mörgu starfseininga sem undir eru. Hólmfríður mun verða fyrirtækinu innan handar á næstunni í þeim breytingum sem fram undan eru. Hólmfríður hefur starfað við rannsóknir og þróun hjá fyrirtækjunum um nokkurra ára skeið og eru starflokin nú í góðri sátt aðila og í takt við það sem þekkist hjá fyrirtækinu. Hólmfríður Sveinsdóttir þakkar samstarfsfólki og fyrirtækinu samstarfið á liðnum árum. KS færir Hólmfríði þakkir fyrir störf sín fyrir félagið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Sigurjón Rafnsson Hólmfríður Sveinsdóttir Fimmtíu árunum fagnað Krabbameinsfélag Austur-Húnvetninga Hinrik Lárusson og Kristinn Gísli Jónsson með sigurlaunin. MYND: VIKTOR ÖRN ANDRÉSSON Vel var mætt til veislunnar. MYNDIR: FE Kristinn Gísli í sigurliði Kokkalandslið í alþjóðlegri keppni Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Trúbadorinn Friðrik Halldór.Hugrún og Jonni ásamt Dóra og Siggu. Sveinfríður Sigurpálsdótttir, formaður Krabbameinsfélags Austur-Hún.Glæsilegt veisluborð.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.