Feykir - 16.10.2019, Side 2
Undanfarið hefur verið unnið
að nýjum sóknaráætlunum
landshlutanna sem munu ná
yfir tímabilið 2020-2024. Drög
að nýjum sóknaráætlunum eru
birtar í samráðsgátt stjórnvalda
og er það í fyrsta sinn sem mál
utan ráðuneyta eru birt þar.
Nú þegar hafa sóknaráætlanir
þriggja landshluta verið birtar
í samráðsgáttinni, Suðurlands,
Vestfjarða og nú síðast
Norðurlands vestra.
Í samráðsgáttinni segir að
við vinnslu sóknaráætlunar
Norðurlands vestra hafi mikil
áhersla verið lögð á samráð
við íbúa svæðisins enda séu
þeir sérfræðingar í málefnum
landshlutans. Einnig var gengið
út frá fyrirliggjandi gögnum
um stöðu svæðisins, svo sem
niðurstöðum íbúakannana,
fyrirtækjakönnunar, gögnum
frá þjóðskrá, Byggðastofnun o.fl.
Fjórir íbúafundir voru
haldnir í tengslum við gerð
Sóknaráætlunarinnar. Þrír
þeirra voru minni fundir sem
settir voru upp í hverri sýslu,
V-Húnavatnssýslu, A-Húna-
vatnssýslu og Skagafjarðarsýslu,
og komu um 20 manns á hvern
þessara funda. Einnig var
haldinn stórfundur fyrir allt
svæðið og sóttu þann fund um
70 manns. Þessu til viðbótar
var við upphaf vinnunnar gerð
íbúakönnun og tóku um 320
manns þátt í henni. Það má því
segja að á fimmta hundrað íbúa
Norðurlands vestra hafi komið
að gerð áætlunarinnar með
einum eða öðrum hætti. Allir
voru fundirnir opnir öllum
íbúum svæðisins. Sóknar-
áætlun Norðurlands vestra
mun stýra ákvörðun um val á
áhersluverkefnum og úthlutun
styrkja úr Uppbyggingarsjóði
landshlutans.
Lokað var fyrir athuga-
semdir og ábendingar í gær um
drög að sóknaráætlun Norður-
lands vestra. Aðeins ein ábend-
ing barst þrátt fyrir að íbúar
og aðrir hagaðilar hafi verið
hvattir til að kynna sér nýja
sóknaráætlun landshlutans.
Nánar á https://samradsgatt.
island.is. /FE
Margir eru þeir sem þekkja betur til í fjarlægum löndum
eða stöðum heldur en í sínu næsta nágrenni, kunna betur
skil á borgum í öðrum löndum en kaupstöðum á
Austfjörðum, veitingastöðum í London eða Róm en í
Reykjavík eða Hafnarfirði, boltabullum á Spáni en á
Íslandi og svo mætti lengi telja.
Víst er það að þekking er góð,
af hvaða toga sem hún er og
það er hér um bil sama hvert
við sækjum hana. Hitt er svo
allt annar handleggur að nú á
tölvuöld getur vissulega verið
erfitt að greina milli falsfrétta
og þess sem er sannarlega rétt.
Það að þekkja sitt nánasta
umhverfi er kannski ekki
lífsnauðsynlegur þáttur en
samt sem áður hlýtur það að vera allnokkuð skemmtilegra
að vera sæmilega með á því sem gerist í kringum mann og
að þekkja þá staði sem eru á næstu grösum við eigin
heimkynni. Þannig er bæði gott og gaman að skoða sig um
á erlendri grund en þó er ekkert síðra að ferðast um landið
sitt og kynnast þeim margbreytileika sem það hefur upp á
að bjóða.
Einhvern veginn verður það þó oft þannig að þeir staðir
sem næst manni eru verða stundum útundan. Kannski er
ástæðan sú að einmitt af því að þeir eru svo nærri hugsar
maður gjarnan sem svo að þetta megi alltaf gera seinna.
Þetta seinna kemur svo stundum alveg ótrúlega seint,
jafnvel aldrei. Ég verð til dæmis að játa það að ég hef alls
ekki kannað alla þá afkima Skagafjarðar, Húnavatnssýslna
og Strandasýslu sem í vegasambandi eru, þrátt fyrir að hafa
varið stærstum hluta ævinnar á þeim slóðum.
Ég fór að hugsa um þetta í framhaldi af því að nokkrir
aðilar hér í Skagafirði hafa tekið sig saman um að bjóða
upp á viðburði fyrir fjölskylduna í vetrarfríi skólabarna í
firðinum. Að heimsækja sögusvið Haugsnesbardaga og
fara svo aftur í tímann í sýndarveruleika í Aðalgötunni á
Króknum eða skreppa í listasmiðju og ratleik í Glaumbæ.
Þetta þykir mér afskaplega góð hugmynd og vona að hún
mælist vel fyrir og að fólk taki þessu framtaki fagnandi.
Það er nefnilega stundum algjörlega óþarft að sækja vatnið
yfir lækinn.
Fríða Eyjólfsdóttir,
blaðamaður
LEIÐARI
Að líta sér nær
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744,
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Auglýsingastjóri:
Sigríður Garðarsdóttir, nyprent@nyprent.is
Áskriftarverð: 555 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 685 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Sóknaráætlun Norðurlands vestra
Drög birt í samráðsgátt stjórnvalda
Mynd af vef Svf. Skagafjarðar.
Rétt rúm 72 tonn bárust á land á Skaga-
strönd í síðustu viku og á Sauðárkróki var
landað rúmum 662 tonnum.
Þá var rúmum 17 tonnum landað á
Hofsósi. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi
vestra í síðustu viku var 771.811 kíló. /FE
Aflatölur 6. – 12. okt. 2019 á Norðurlandi vestra
72 tonn til Skagastrandar
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
HOFSÓS
Þorleifur EA 88 Dragnót 17.168
Alls á Hofsósi 10.816
SAUÐÁRKRÓKUR
Dagur SK 17 Rækjuvarpa 12.313
Drangey SK 2 Botnvarpa 223.192
Gammur SK 12 Þorskfiskinet 655
Guðrún GK 47 Lína 11.677
Hafborg SK 54 Þorskfiskinet 1.526
Hafborg SK 54 Botnvarpa 1.355
Kristinn SH 812 Landbeitt lína 25.236
Kristín GK 457 Lína 58.621
Málmey SK 2 Botnvarpa 143.624
Már SK 90 Handfæri 1.443
Onni HU 36 Dragnót 2.347
Steini G SK 14 Handfæri 1.142
Viðey RE 50 Botnvarpa 186.359
Vinur SK 22 Handfæri 499
Þorleifur EA 88 Dragnót 12.479
Alls á Sauðárkróki 656.765
SKAGASTRÖND
Auður HU 94 Landbeitt lína 2.553
Dúddi Gísla GK 48 Lína 14.760
Elfa HU 191 Handfæri 1.212
Geirfugl GK 66 Landbeitt lína 9.403
Gulltoppur GK 24 Landbeitt lína 2.749
Hafdís HU 85 Handfæri 1.818
Hafrún HU 12 Dragnót 11.257
Hjalti HU 313 Handfæri 768
Kristinn SH 812 Landbeitt lína 6.281
Ólafur Magnússon HU 54 Þorskfiskinet 845
Ragnar Alfreðs GK 183 Handfærri 282
Sara KE 11 Handfæri 203
Særif SH 25 Lína 10.778
Sævík GK 757 Lína 9.266
Alls á Skagaströnd 169.267
Sameiginlegur starfs-
dagur leikskólanna í
Húnavatnssýslum og
Strandabyggð var haldinn í
Húnavallaskóla föstudaginn
11. október. Starfsdagurinn
markar upphaf að þróunar-
verkefni skólanna „Færni
til framtíðar“.
Í upphafi verkefnisins er
áhersla lögð á að kynna hug-
myndafræði jákvæðrar sál-
fræði fyrir starfsfólki skólanna
og hvernig hægt sé að nýta
hana bæði í starfi og einkalífi.
Markmiðið er að starfsfólk
öðlist aukna færni í að vinna
með mannlega hegðun og
hafa áhrif á börn og nær-
umhverfi. Fengnir voru fyrir-
lesarar sem lögðu áherslu á að
kenna hvernig ná má fram því
besta hjá fólki og hvernig það
hjálpar til í öllum sam-
skiptum./PF
Leikskólar í Húnavatnssýslum og Strandabyggð
Sameiginlegur starfsdagur
Á fundi umhverfis- og sam-
göngunefndar Svf. Skagafjarðar
í gær voru nýsamþykkt umferð-
arlög tekin til meðferðar en þau
kveða á um að hámarkshraði í
þéttbýli skuli standa á heilum
tug og má því ekki vera 35
km/klst eins og raunin er á
Sauðárkróki í dag.
Leggur nefndin til að há-
markshraði verði lækkaður úr
35km/klst niður í 30km/klst á
þeim svæðum sem núverandi
hraðatakmarkanir ná til. /PF
Ný umferðarlög
Hraði lækkar
2 39/2019