Feykir - 16.10.2019, Page 9
Þykir skemmtilegast að prjóna barnaföt
Hverju ertu að vinna að um
þessar mundir? -Ég er nú alltaf
með nokkur verk í gangi en er
að leggja lokahönd á lopapeysu
fyrir yngstu dóttur mína sem
hefur aldrei viljað vera í lopa.
Einnig er ég að prjóna ung-
barnapeysu fyrir ófætt barn í
fjölskyldunni. Svo gríp ég alltaf
í heklið inn á milli og er búin
að gera nokkuð mikið magn af
slefsmekkjum sem alltaf er gott
að eiga í gjafir.
Hvernig fékkstu hugmyndina?
( HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM ) frida@feykir.is
Sigríður Ólína Ásgeirsdóttir á Skagaströnd
Sigríður Ólína í glæsilegri peysu. MYNDIR ÚR EINKASAFNI.
Að þessu sinni er það Sigríður
Ólína Ásgeirsdóttir sem segir
okkur frá handverkinu sínu.
Sigríður býr á Skagaströnd
ásamt manni og tveimur
börnum en tvö eru flogin úr
hreiðrinu. Hún segist gera
mest af því að prjóna og hekla
og segir það gefa sér mjög
mikið að sjá eitthvað verða til
í höndunum á sér.
Hve lengi hefur þú stundað
hannyrðir? -Ég hef stundað
hannyrðir síðan ég var barn,
það fyrsta sem ég lærði var
útsaumur sem var kenndur
í grunnskólanum á Skaga-
strönd. Þegar ég var ólétt af
mínu fyrsta barni árið 1990
vaknaði áhugi minn á prjóna-
mennsku og var það móðir
mín sem kenndi mér að
prjóna. Það eru svo bara um
tíu ár síðan ég byrjaði að hekla.
Hvaða handavinnu þykir þér
skemmtilegast að vinna? -Ég
er mest að prjóna og hekla í
dag og það sem ég geri mest
af og finnst skemmtilegast að
prjóna eru barnaföt sem ég
hef gert á barnabarnið og fyrir
aðra fjölskylduvini.
Prjónaður kjóll.
Heklað teppi.
-Hugmyndina að peysunni
fyrir dóttur mína fékk ég
einfaldlega vegna þess að
hún var byrjuð að stela lopa-
peysunni af pabba sínum og
því ákvað ég að nú væri kominn
tími til að hún eignaðist sína
eigin peysu! En annars er
megnið af því sem ég geri óskir
sem fjölskyldumeðlimir leggja
inn og listinn er eiginlega
ótæmandi.
Hvaða handverk sem þú hefur
gert ert þú ánægðust með?-
Verkið sem ég hef alltaf verið
mjög ánægð með eru vesti sem
ég prjónaði á strákana mína
fyrir jólin þegar þeir voru
þriggja og fimm ára. Einnig
stendur upp úr kjóll sem ég
prjónaði á barnabarn mitt.
Annars er ég yfir höfuð mjög
sátt við verkin sem ég skila af
mér.
Ég er mjög þakklát fyrir
að hafa lært handavinnu. Það
gefur manni nefnilega svo
mikið að sjá eitthvað verða til
í höndunum og að aðrir geti
notið afrakstursins.
Inga Maja Reynis ætlar að
taka við prjónunum af Sigríði
Ólínu.
Barnakjóll.
Ungbarnasett.
Slefsmekkir sem gott er að eiga í gjafir.
39/2019 9