Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Page 2
Geturðu útskýrt þáttinn Sápuna? Ég og Benni (Benedikt Valsson) bjuggum til „sápuóperu- murdermystery-sitcom-comedydrama-þátt“. Í rauninni fjallar hann um vitleysuna sem gerist á bak við tjöldin og við sjáum tökurnar á þáttunum inn á milli. Þannig sjáum við sápu- óperuna en líka aðalleikarana leika sjálfa sig. Svo koma alltaf sex til tíu þjóðþekktir Íslendingar inn sem gestaleik- arar. Er þetta allt eftir handriti? Já, þetta er allt skrifað en það gerist alltaf eitthvað í tök- unum og stundum erum við ekki búnir að skrifa hverja einustu línu í þessum baksviðsheimi. Er þetta einhvers konar morðgáta? Það tvinnast inn í þetta sagan um að Katla og Aron skipuleggja morðið á Jóhannesi, en hann leikur mann Kötlu. Það er sagan í sitcom-þættinum. Jói erfir frænda sinn og þá fer Katla af stað með Aroni og ætlar fyrst að giftast Jóa og svo drepa hann. Nú ertu búinn að ljóstra upp söguþræðinum. Já, en fólk má alveg vita þetta. Það kemur svo í ljós hvað gerist. Ég hef heyrt að sumir fatti ekki hvað ég er að fara með þessum þáttum. Mamma mín horfði og sá að það var mórall á setti og allir voru að rífast. Hún spurði mig hvort það væri í raun svona lélegur mórall í gangi. Ég þurfti að útskýra fyrir henni að þetta væri allt leikið. Frá a til ö. FANNAR SVEINSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Allt leikið frá a til ö Morgunblaðið/Eggert Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2020 Einu sinni reykti ég. Því miður. Það er nefnilega það heimskulegastasem ég hef gert í lífinu. En tíðarandinn var allt annar þegar ég var aðalast upp; það er mín afsökun. Það þótti töff að reykja og það gerðu ansi margir. Ég man að við vinkonurnar æfðum okkur stíft og púuðum reyk út um gluggann á herbergi hennar, þar til við stóðum varla vegna svima. Á sama tíma vorum við að passa börn hjá konu sem bjó á móti Vífils- stöðum. Þar voru þá lungnasjúklingar sem gengu um gangana með súrefn- iskúta, þeir sem ekki voru í hjólastól. Þarna var sjoppa og hvað var selt þar? Jú, sígarettur! Það er lýsandi fyrir hugsunarhátt tveggja unglingsstúlkna um eigin ódauðleika að við skottuðumst oft yfir götuna, framhjá gamla fólk- inu með súrefniskútana, og keyptum okkur rauðan Prince. Það sem gerðist svo var að nikó- tínfíknin tók öll völd og það tók mig um tvo áratugi að leggja endanlega sígarettunni, með mörgum til- raunum og mislöngum pásum frá rettunum. Það tókst sem betur fer að lokum og nú horfi ég til baka og skil ekkert í mér. Bara alls ekki! Sem betur fer er ekkert töff leng- ur að reykja. Ég skammast mín bara og tala ekkert um þetta við neinn og allra síst börnin. Unglingssynir mín- ir spurðu mig eitt sinn hvort ég hefði einhvern tímann reykt. Í fyrstu reyndi ég að neita. Þeir trúðu mér ekki og sögðust hafa sannanir; þeir höfðu séð ljósmyndir af mér með sígarettu. Nú voru góð ráð dýr. Ljósmyndir fortíðarinnar geta nefnilega komið upp um mann. Nú var erfitt að ljúga. Næst spurðu þeir hversu mikið ég hefði reykt á dag. Ég hefði átt að fegra aðeins sannleikann og svara að ég hefði bara reykt nokkrar sígarettur í mánuði, eða nokkrar á ári! En eins og asni svaraði ég, og var að draga veru- lega úr sannleikanum, að ég hefði bara reykt fimm sígarettur á dag. Það ætl- aði að líða yfir drengina sem hrópuðu upp yfir sig: „Fimm sígarettur á dag!?“ Nú er mikið rætt um sígarettuna hans Bubba. Á hún að vera eða fara? Málið er að það er ekki hægt að endurskrifa söguna. Það væri fölsun. Bubbi reykti í gamla daga. Ég reykti í gamla daga. Synirnir fundu sönnunargögnin en ég stórefa að það verði til þess að þeir byrji að reykja. Alveg eins og ég efast um að plakatið af Bubba með sígó verði til þess að auka reykingar í landinu. Fólk veit betur í dag. Ég styð Bubba en ætla þó að sleppa því að birta myndina af mér á Facebook þar sem ég er með sígarettu í annarri og Smirnoff-pela í hinni. Það myndi endanlega ganga frá sonunum. Á að fegra fortíðina? Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Það er lýsandi fyrirhugsunarhátttveggja unglingsstúlknaum eigin ódauðleika að við skottuðumst framhjá gamla fólkinu með súr- efniskútana og keyptum okkur rauðan Prince. Ólöf Ólafsdóttir Ég ætla að halda upp á afmæli hjá kærastanum. Býð bara allra nánustu. SPURNING DAGSINS Hvað á að gera í góða veðrinu um helgina? Bojan Stefán Ljubicic Ég er að fara í framkvæmdir heima, skipta um glugga og fleira. Sigríður Ottósdóttir Fara upp í bústað að slaka á. Valur Logason Ég er að norðan og er hér í fjöl- skylduferð og ætla bara að njóta mín. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Fannar Sveinsson er handritshöfundur, leikstjóri og leikari Sápunnar, nýrra íslenskra grínsápuóperuþátta á Stöð 2. Einnig er fylgst með leikurum á bak við tjöldin. Þjóðþekktir Íslendingar verða í gestahlutverkum. Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.