Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Blaðsíða 4
Rynkeby er stór safaframleið-andi sem byrjaði með hjóla-lið til styrktar krabbameins- sjúkum börnum. Þetta vatt upp á sig og nú eru komin lið víða um Evrópu. Íslendingar stofnuðu hjó- lalið hér heima árið 2017 en und- irbúningur stóð lengur yfir. Í ís- lenska liðinu eru um fjörutíu manns í ár. Á þessum þremur árum hef- ur þetta verkefni styrkt Styrktar- félag krabba- meinssjúkra barna (SKB) um fimmtíu milljónir. Þetta er okkar lang- stærsti styrktarfélagi,“ segir Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri SKB. Síðbúnar afleiðingar „Styrkirnir eru skilyrtir og renna allir í rannsóknir. Þessir fjármunir hafa farið í rannsóknir á síðbúnum afleiðingum krabbameins í börnum. Það geta verið alls konar afleiðing- ar, bæði líkamlegar og andlegar. Al- varlegustu afleiðingar eru líffæra- bilanir. Eftir því sem fleiri greinast og læknast verður þessi þáttur fyrirferðarmeiri og nauðsynlegt að sinna sérstaklega þessum síðbúnu afleiðingum. Á Barnaspítala Hringsins er nú verið að rannsaka þetta og er hjúkrunarfræðingur þar sem stýrir þeirri rannsókn. Við bú- um svo vel hér á Íslandi að við þurf- um ekki að notast við úrtak heldur er verið að skoða alla sem hafa greinst með krabbamein á barns- aldri frá árinu 1981. Öllum er boðið í viðtal þar sem lagðir eru fyrir spurningalistar og svo er unnið úr þeim gögnum. Þetta nýtist okkar skjólstæðingum en þess má geta að sumar afleiðingar koma ekki fram fyrr en löngu síðar,“ segir Gréta. „Með þessu áframhaldi getum við fjármagnað fleiri rannsóknir og er frábært að eiga svona öflugan bak- hjarl.“ Hjólað hringinn um landið Hjólafélagar í Team Rynkeby í Evrópu hafa ár hvert hjólað frá Danmörku til Parísar, Frakklands. Í ár verður breyting á vegna kór- ónuveirunnar en íslenska liðið deyr ekki ráðalaust og hefur skipulagt hjólaferð hringinn í kringum landið dagana 4.-11. júlí. Þau munu ekki hjóla á hringveginum, heldur finna fallegar hjólaleiðir. „Þetta tekur viku og verður gist víða á leiðinni. Það er valið í lið í september og þá er auglýst eftir þátttakendum, og því er ekki laust í liðið nú í sumar. Það er langur að- dragandi og fólk þarf að vera tilbúið til að leggja á sig miklar æfingar í öllum veðrum,“ segir hún. „Í Team Rynkeby hjóla allir allan tímann og þarf fólk að læra að hjóla í hóp. Svo skuldbinda þátttakendur sig til að safna styrkjum og fer hver einasta króna til SKB. Þau finna sjálf styrktaraðila og lógóin þeirra eru svo prentuð á treyjurnar en á þeim er líka íslenski fáninn. Fólki finnst spennandi að taka þátt í þessu og það er alltaf einhver end- urnýjun í liðinu á hverju ári,“ segir Gréta og bætir við að hún sjálf sé ekki í liðinu. „Þetta var stærsta samnorræna góðgerðarverkefnið en er í dag stærsta evrópska góðgerðarverk- efnið eftir að Þýskaland og Sviss bættust í hópinn. Alls staðar rennur ágóðinn til langveikra barna.“ Hjólað fyrir krabbameins- sjúk börn Team Rynkeby-góðgerðarverkefnið er hið stærsta í Evrópu. Hjólreiðafólk um alla álfuna hjólar til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Í hringferðinni hjóla allir allan tímann og þarf fólk að læra að hjóla í hóp. Ljósmynd/Elvar Jónsson Gréta Ingþórsdóttir HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2020 Góðgerðarverkefni Team Rynkeby snýst um að safna pen- ingum fyrir Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna. Fénu er meðal annars safnað með styrkjum frá velviljuðum styrktaraðilum og að minnsta kosti 80% þess fara í rannsóknir. Árið 2018 hafði Team Rynke- by hvorki meira né minna en 5.100 styrktaraðila sem lögðu fé eða nauðsynjar til verkefnis- ins. Þetta þýddi að Team Rynkeby gat lagt yfir 1.177 milljónir íslenskra króna til styrktar krabbameinsjúkum börnum í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Færeyjum og Íslandi. Team Rynkeby er rekið sem sjálfboðaliðastarf og þurfa þátttakendur sjálfir að greiða allan sinn kostnað við búnað og kost. Bæði fyrirtæki og ein- staklingar geta lagt málefninu lið. Hægt er að hringja í þrjú símanúmer til að styrkja mál- efnið. 9071601: 1.500 krónur 9071602: 3.000 krónur 9071603: 5.000 krónur. Allar upplýsingar má finna inn á team-rynkeby.is og á Facebook-síðunni Team Rynke- by Ísland. Gott málefni að styrkja Ljósmynd/Brynja Kristinsdóttir BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR • Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré • Mikið úrval efna, áferða og lita • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Halla Lögg. fast. 659 4044 Ólafur Sölu- og markaðsstjóri 690 0811 Ellert Sölustjóri 661 1121 Sigþór Lögg. fast. 899 9787 Hafrún Lögg. fast. 848 1489 Bárður Sölustjóri 896 5221 Elín Urður Lögg. fast. 690 2602 Elín Rósa Lögg. fast. 773 7126 Lilja Sölufulltrúi 820 6511 Kristján Sölufulltrúi 691 4252 Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.