Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Side 8
Gulli er duglegur að pósta myndum frá starfseminni á instagramsíðunni gulliarnar. Þar má finna bakkelsi sem kitlar bragðlaukana svo um munar. Ég bjó til vörumerkið Gulli Arnar fyrirnokkrum árum þegar ég var nýbúinnmeð bakstursnámið og ætlaði að sigra heiminn,“ segir hann og hlær. Gulli er alinn upp í Hafnarfirði og var mikið í íþróttum á sínum yngri árum. Hann segist ekki alltaf hafa stefnt á bakarann. „Ég var hálfstefnulaus en var á fullu í hand- bolta, fótbolta og körfu. Auðvitað var draum- urinn að verða atvinnumaður í fótbolta,“ segir Gulli og brosir. „Ég hef alltaf haft áhuga á matreiðslu og bakstri og fylgdist mikið með svoleiðis þáttum í sjónvarpinu. Ég hef alltaf haft ástríðu fyrir mat og finnst leiðinlegt að borða vondan mat. Sumir félagar mínir borða bara til að nærast,“ segir Gulli. „Mamma hvatti mig til þess að fara í bak- arann; hún vissi af þessum áhuga hjá mér. Hún sendi mig í Kökulist hér í Hafnarfirði og sagði mér að banka þar upp á og biðja um að komast á samning. Jón Arilíus tók mig í læri og ég hef ekki litið til baka síðan. Mér fannst þetta hrikalega gaman frá fyrsta degi. Mér finnst gaman að vinna og afkasta einhverju. Það er góð tilfinning að skila af sér góðri vöru.“ Hefurðu einhvern tímann bakað vonda köku? „Nei, ég man ekki eftir því,“ segir Gulli og brosir. Lærði hjá sögufrægu kondítoríi Gulli útskrifaðist með sveinspróf í bakstri og hélt svo á vit ævintýranna til Kaupmannahafn- ar. „Ég fór strax eftir útskrift og lærði þar í Conditori la Glace sem á 150 ára afmæli í ár. Þetta er sögufrægt kondítorí sem heldur í gamlar hefðir og er mikið handverksbakarí. Þetta var yndislegur tími og ég sakna margs þaðan en ég fílaði Kaupmannahöfn alveg í botn,“ segir Gulli en námið tók tvö ár. „Ég var þarna að hoppa út í djúpu laugina eftir að hafa verið á Íslandi alla tíð en námið var yndislegt og ég er gríðarlega þakklátur fyrir að hafa komist í þetta nám. Þarna lærði ég tertugerð, konfektgerð og súkkulaðivinnu. Ég lærði líka að sjóða allar fyllingar sjálfur og steypa í terturnar frá grunni. Þetta er þolin- mæðisvinna.“ Gulli flutti heim í janúarbyrjun en hann hugðist taka þátt í heimsmeistaramóti kondí- tora 25 ára og yngri í Taívan. „Keppnin átti að vera í mars og ég ákvað að drífa mig heim og nota tímann til að æfa mig. Ég fékk aðstöðu í Menntaskólanum í Kópavogi og var þar átta til tíu tíma á dag að æfa. Ég fékk styrktaraðila til að hjálpa mér við að dekka kostnað og annað slíkt. Svo undir lok febrúar var tekin ákvörðun um að fresta keppninni fram í byrjun ágúst, en þótt veiran hafi þá varla verið komin hingað var hún kom- in til Asíu,“ segir Gulli, sem ákvað þá að taka sér einnar til tveggja vikna frí áður en hann færi að leita sér að vinnu. Allt selst upp „Svo breytast hlutirnir hratt á tveimur vikum í þessum heimsfaraldri og veiran komin til Evr- ópu. Ég var eiginlega búinn að ráða mig í vinnu þegar samkomubannið var sett á. Þá breyttist allt,“ segir Gulli og segir starfið þá ekki hafa verið lengur í boði. Nú voru góð ráð dýr. „Þegar ég var að æfa fyrir keppnina var ég duglegur að pósta á Instagram og var mjög sýnilegur þar. Fólk var að spyrja mig hvort það gæti keypt af mér tertur eða konfekt, en þá var ég ekki með neitt til sölu né neina að- stöðu til að sinna slíku. Þá kviknaði þessi hug- mynd, að opna kondítorí, því það var enga vinnu að fá nú þegar veitingabransinn á Ís- landi varð fyrir svona miklu höggi,“ segir Gulli sem tók sig til og leigði húsnæði, græjaði á stuttum tíma bakarofn, vélar og vaska og opn- aði Gulli Arnar – Fine pastry and delicacies. „Þetta er núna þriggja vikna gamalt fyrir- tæki, ég opnaði á sumardaginn fyrsta. Þetta er ekki bakarí heldur undir hatti veisluþjónustu. Hér baka ég eftir pöntun en ég reyni alltaf að eiga franskar makkarónur fyrir fólk sem vill koma við. Það er alltaf smá reytingur af fólki sem stoppar við. Stundum auglýsi ég á Insta- gram nokkurs konar „pop up“-verslun og þá baka ég einhverjar tegundir sem eru þá til sölu þann daginn. Fólk getur þá haft samband og látið taka frá. Þetta selst allt upp fyrirfram.“ Einn á vaktinni Það hefur verið nóg að gera hjá hinum unga kondítormeistara. „Það var brjálað að gera fyr- ir mæðradaginn og ég hafði ekki undan. Ég geri allt sjálfur og er einn á vaktinni og það er allt gert frá grunni. Ég er hér frá sex á morgn- ana og oft til tólf á kvöldin. Það er mest að gera í kringum helgarnar. En það er lokað á mánu- dögum; það er minn frídagur,“ segir Gulli. „Ég sel hér tertur og makkarónurnar og svo hef ég verið að búa til litlar kökur sem henta vel í eftirrétti og er það selt í stykkjatali. Það hefur verið mjög vinsælt.“ Þannig að viðskiptin ganga vel? „Já, þetta hefur farið hraðar af stað en ég bjóst við, en maður vissi svo sem ekki við hverju var að búast í þessu ástandi. Svo eru ekkert margir staðir sem eru að gera það ná- kvæmlega sama. Þetta er ekki bakarí og ekki kaffihús og ég sérhæfi mig bara í mínu. Ég geri allt hér sjálfur og það hefur vakið lukku að þetta sé lítið og persónulegt,“ segir Gulli og bendir á instagramsíðuna sína gulliarnar. Morgunblaðið/Ásdís Aldrei bakað vonda köku Gunnlaugur Arnar Ingason, kallaður Gulli, er 25 ára kondítormeistari. Hann lét ekki kórónuveiruna stöðva sig og opnaði veisluþjónustu á sumardaginn fyrsta. Viðtökurnar hafa komið skemmtilega á óvart. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Gulli skreytir terturnar gjarnan með ferskum berjum, makkarónukökum og gulli. Instagram/gulliarnar KÖKUGERÐ 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.