Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Síða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Síða 14
H afþór Júlíus er klárlega sterkasti, stærsti og þyngsti maður sem undirrituð hefur hitt á lífsleiðinni. Hann tek- ur á móti blaðamanni á stuttbuxum og bol og virðist ekki finna fyrir kulda en svalt loft smýgur inn um opinn glugga. Sverir handleggir Hafþórs eru al- settir húðflúrum sem og stórir og sterklegir kálfar og ekki er laust við að blaðamanni verði starsýnt á þessa ógnarstóru húð- flúruðu vöðva. Slíkum manni myndi maður tæplega vilja mæta í dimmu húsasundi en strax við fyrstu kynni er ljóst að útlitið seg- ir ekki allt. Hafþór er bæði ljúfur og þægi- legur í viðmóti. Í dag gengur vel hjá Haf- þóri og á hann aðdáendur um heim allan. Hann er hamingjusamlega giftur, á eina dóttur og á von á syni sem hann bíður spenntur eftir. Nýlega sló Hafþór heimsmet þegar hann lyfti yfir hálfu tonni í réttstöðu- lyftu. Hann hyggst nú setja aflraunir á bið því næst á dagskrá er að æfa box fyrir ein- vígi sem haldið verður í Las Vegas á næsta ári. Fyrir það fær Hafþór yfir milljón doll- ara. Úr körfu í aflraunir Hafþór er rúmlega þrítugur, fæddur árið 1988 á Akranesi og bjó þar til tólf ára aldurs en þá flutti fjölskyldan í Kópavoginn. For- eldrar hans eru Björn Þór Reynisson og Ragnheiður Margrét Júlíusdóttir og starfa þau í dag bæði við fjölskyldufyrirtækið Thor’s Power Apparel sem framleiðir og sel- ur íþróttafatnað. Hafþór hefur verið rúman áratug í aflraun- um en fyrir þann tíma var hann mikið í körfubolta, enda tilvalinn í þá íþrótt sökum hæðarinnar. „Ég æfði mikið körfubolta og var í lands- liðinu en lenti í meiðslum og fór þá að lyfta,“ segir hann og segist þá hafa snúið sér alfarið að kraftlyftingum. „Ég var átján ára þegar ég keppti á mínu fyrsta „power“ lyftingamóti, en þar er keppt í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Árið 2009 fór ég að keppa í aflraunum sem kallast „Strongman“ á ensku og féll fyrir því,“ segir hann og segist núna aðallega vera í aflraunum. „Jón Páll var í aflraunum. Þetta er mjög vinsælt úti í heimi og áhuginn að aukast. Á mínu fyrsta móti á Íslandi setti ég Íslands- met í helluburði og féll alveg fyrir sportinu. Þetta hentaði mér mjög vel. Og síðan eru lið- in um tíu ár og ég hef unnið Sterkasti maður Íslands níu ár í röð. Ég hef unnið mörg mót og varð sterkasti maður Evrópu fimm sinn- um, einu sinni sterkasti maður heims og þrisvar í röð hef ég unnið sterkt aflraunamót sem Arnold Schwarzenegger heldur ár hvert.“ Má aldrei gefast upp „Þetta sport er að stækka en það er ekkert fyrir alla. Maður þarf að vera þungur og borða mikið og það er erfitt að vera svona þungur, ég viðurkenni það. Fyrir stuttu var ég kominn í 206 kíló en ég þyngdi mig fyrir réttstöðulyftuna en er nú kominn niður í 198 kíló. Nú þarf ég að létta mig aðeins,“ segir hann og segist æfa mikið í sinni eigin líkams- ræktarstöð, Thor’s Power Gym. „Það þyngsta sem ég hafði lyft áður en ég setti heimsmetið var 480 kíló. Ég æfði vel fyrir þetta. Það var mikil pressa á mér því þetta var sýnt „live“ um allan heim. Það var gríðarlegt áhorf og ég er mjög stoltur af því. Það erfiðasta við svona lyftu er undirbúning- urinn; það liggur að baki rosaleg vinna. Ég pæli mikið í mataræði, svefni og æfingum, ár eftir ár. Ég vill vera bestur og þá er ég reiðubúinn að leggja þá vinnu á mig.“ Var einhver efi í þínum huga að þú gætir þetta? „Nei, ég hef mikla trú á mér. Þetta byrjar allt í hausnum og um leið og maður fer að efast fer maður að tapa. Að trúa á sjálfan sig er númer eitt, tvö og þrjú. Þó að það sé stundum langt í mark verður maður að halda áfram og gefast aldrei upp. Ég gefst aldrei upp, enda hef ég náð öllum markmiðum sem ég hef sett mér. Eins og að verða sterkasti maður heims. Það tók mörg ár en ég gafst ekki upp. Ég sagði nei við mörgum öðrum tækifærum á þessum tíma, eins og að leika í kvikmyndum, af því að ég hafði þetta mark- mið og þennan draum. Og nú þegar ég hef náð því get ég gert eitthvað annað sem gefur meira í aðra hönd. „Strongman“ er ekki tekjumikið sport og ég hef þurft að vinna mikið með því. Nú loksins fer ég að fá eitt- hvað til baka eftir alla þessa vinnu. Það er bara tímabært.“ Hvernig var tilfinningin að ná að lyfta 501 kílói, meira en nokkur annar hefur gert? „Konan mín kom hlaupandi grátandi til mín og ég varð sjálfur mjög tilfinninga- samur. Maður felldi tár. Þetta var stórt augnablik. Þetta var góð tilfinning.“ Rígur á milli okkar Hvað þarftu að innbyrða margar kalóríur á dag og hvað borðar þú þá mikið? „Þegar ég er að þyngja mig og æfa fyrir stórmót borða ég um tíu þúsund kaloríur á dag. Ég borða mjög mikið af grjónum, mikið af kjöti og grænmeti. Ég trúi því að þetta sé besta fæðan fyrir vöðvastyrk. Ég er mjög lít- ið í skyndibita. Þetta er mjög stíft mataræði en ég borða sex stórar máltíðir á dag,“ segir hann. „Þetta hefur verið svona í tíu ár. Það er fyrst núna sem ég er kannski að slaka á en ég er ekkert hættur í aflraunum. Ég ætla að keppa í Sterkasta manni Íslands því ég setti mér það markmið að vinna það mót tíu sinn- um í röð. En núna er ég kominn með nýtt markmið; ég er að fara að boxa. Ég er byrj- aður að æfa fyrir það og er mikið í tækni- vinnu. Ég geri mér grein fyrir að ég er eng- inn boxari en ég fékk gott tækifæri. Mér var boðinn samningur sem ég gat ekki hafnað og hef ég nú eitt og hálft ár til að æfa mig. Mér fannst það spennandi verkefni því ég er bú- „Ég hef mikla trú á mér“ Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson er einn sterkasti maður heims og sló nýlega heimsmet í réttstöðulyftu þegar hann lyfti rúmlega hálfu tonni. Hafþór rekur eigin líkamsræktarstöð, tekur þátt í keppnum víða um heim og æfir nú box fyrir einvígi sem fer fram á næsta ári. Hann lék í Game of Thrones og fékk þá viðurnefnið Fjallið, en Hafþór er yfir tveir metr- ar á hæð og tvö hundruð kíló. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.