Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Síða 15
Morgunblaðið/Ásdís inn að ná öllum mínum markmiðum í afl- raunum. Ég hef fengið alls kyns tilboð en mér fannst þetta mest spennandi,“ segir Hafþór sem hyggst keppa við hinn breska aflraunamann Eddie Hall. Mikil spenna ríkir hjá aðdáendum aflraunamannanna tveggja sem og annarra áhugamanna um bardaga- íþróttir. „Eddie hefur líka keppt í aflraunum og vann Sterkasti maður heims árið 2017 en ég vann árið 2018. Það hefur verið rígur á milli okkar; við höfum ekki verið bestu vinir.“ Nú eruð þið svo sterkir. Rotið þið ekki bara hvor annan í fyrsta höggi? „Jú, það gæti skeð. Styrkurinn er ekki það sem er að fara að vinna þennan bardaga, það er tæknin og úthaldið. Ef hann mætir og hefur ekki æft nóg og er með lélegt úthald er hann að fara að tapa mjög hratt. Þetta er mjög stórt og er orðið það nú þegar. Það verður gerð heimildarmynd sem verður sýnd á Netflix, bæði um aðdragandann og svo sjálfan bardagann,“ segir Hafþór og segist fá vel borgað, hvernig sem fer. „Ég fæ lágmark milljón dollara,“ segir Hafþór og bætir við að ýmislegt annað verði til að hækka þá upphæð eins og miðasala inn á bardagann, sala bola og fleira. Heldurðu að þú vinnir bardagann? „Já! Ég hef alla tíð haft mikla trú á mér. Og það hefur skilað mér árangri. Ég legg mikla vinnu í allt sem ég geri. Ég get alveg séð það að ég roti hann í fyrstu lotu. Hann er aðeins minni en ég og hann mun líklegast reyna að hjóla í mig mjög hratt. Ég held að það muni verða honum til falls.“ Bíðum spennt eftir stráknum Eiginkona Hafþórs er hin kanadíska Kelsey Morgan Henson. Þau kynntust á veitinga- stað í Kanada árið 2017 þar sem hún vann. „Þegar ég er að labba út biður hún mig að fá að taka mynd af okkur saman. Hún vissi að ég hefði leikið í Game of Thrones en hún var mikill aðdáandi þáttanna. Mér fannst hún hugguleg stelpa og segi við hana að hún sé falleg. Svo póstar hún myndinni og seinna um kvöldið sé ég að hún misritar nafnið mitt þannig að ég hafði ástæðu til að senda henni skilaboð til að leiðrétta það. Hún lagar það og svo hægt og rólega förum við að spjalla á netinu. Tveimur mánuðum seinna var ég á leið til Spánar í vinnuferð og spyr hana hvort hún vilji hitta mig þar. Hún sló til og við náðum vel saman. Hún fór svo aftur heim til Kanada og ég til Íslands. Mér fannst ég þekkja hana mjög vel því við höfðum talað saman hvern einasta dag í marga klukku- tíma. Hún kom svo að heimsækja mig til Ís- lands. Ég varð ástfanginn og við bæði og innan árs var hún flutt hingað og við erum gift í dag. Hún er yndisleg kona og góð sál og við náum hrikalega vel saman. Við eigum von á syni í október,“ segir Hafþór og er að vonum spenntur. „Hún fer oft til Kanada og heimsækir fjöl- skyldu sína og hún nær mjög góðu sambandi við mínar systur og mína fjölskyldu. Við er- um ein stór fjölskylda og bíðum spennt eftir stráknum. Það eru spennandi tímar fram- undan. Og þótt árið 2020 sé erfitt í heim- inum með öllu sem er í gangi, þá verður 2020 alltaf gott ár fyrir okkur. Þetta er árið sem ég sló heimsmet og eignast son,“ segir Hafþór en fyrir á hann ellefu ára dóttur, Theresu Líf, sem býr í Danmörku. Hafþór segir Kelsey fljótt hafa fundið sér verkefni á Íslandi. „Ég er áhrifavaldur með 3,3 milljónir fylgjendur á Instagram og enn aðra á You- tube og Twitch. Svo er ég líka með styrktar- aðila frá ýmsum fyrirtækjum og ég auglýsi þá þeirra vörur á þessum miðlum. Fólk fór svo að tala mjög mikið um okkur Kelsey og hún varð mjög vinsæl mjög hratt og er kom- in með um hálfa milljón fylgjenda á Insta- gram og er því orðin áhrifavaldur líka. Það er hennar vinna og hún fær þar fínar tekjur. Svo er hún núna í einkaþjálfaranámi.“ Ég sé að það er gert góðlátlegt grín að hæðarmun ykkar, hvernig finnst þér það? „Það var eiginlega það sem varð til þess að hún stækkaði svona hratt því það voru stórir fréttamiðlar sem voru að tala mikið um hæðarmuninn. Þá fór fólk að fylgja henni og það vatt upp á sig. Hún er um 1,57 en þetta hefur aldrei truflað okkur. Ég pæli í dag ekkert í hæð, þyngd, húðlit eða aldri. Ég gef alltaf öllum séns. Hjartað er það sem skiptir máli.“ Frægð eftir Game of Thrones Árið 2013 höfðu framleiðendur Game of Thrones samband við Hafþór og var hann ráðinn í hlutverk. Upptökur hófust svo ári síðar. „Það var mest tekið upp í Króatíu og svo í Belfast á Írlandi og aðeins á Spáni. Ég lék Gregor Clegane sem var kallaður The Mountain, eða Fjallið. Þeir breyttu svo um nafn og hann hét Robert Strong í lokin,“ segir Hafþór og segist hafa verið í tökum í mörg ár, alltaf af og til. „Ég flaug á milli og stundum var það minna og stundum meira. Þetta var hrika- lega mikið ævintýri og mjög gaman. Þetta var mikil áskorun, enda er ég ekki lærður leikari. Ég gerði bara það sem mér var sagt að gera og fékk ráð frá hinum leikurunum. Ég var auðvitað stressaður því ég vildi ekki vera sá sem var alltaf að klúðra einhverju, en sem betur fer gerðist það ekki. Ég var mest í bardagasenum og því höfðu þeir ekk- ert áhyggjur af mínum leiklistarhæfileikum. Þeir vissu að ég væri svo sterkur og mikill íþróttamaður að ég myndi líta vel út í ka- meru, svo lengi sem ég gæti lært að slást. Það var í raun eins og að læra dans. Ég fór á æfingar og lærði skrefin. Svo þurfti ég bara að „performa“. Ég gerði bara það sem ég var búinn að læra.“ Hvernig fannst þér að horfa á þig í Game of Thrones? „Mér hefur alltaf þótt mjög óþægilegt að horfa á sjálfan mig. Fjölskyldan vildi alltaf horfa saman en mér leið alltaf kjánalega.“ Fannstu fyrir frægðinni eftir að hafa leikið í þáttunum? „Já, og það tók mikinn kipp eftir fyrstu seríuna þegar bardaginn við Pedro Pascal var sýndur. Ég man vel eftir því augnabliki og fólk talaði mikið um þennan bardaga sem einn flottasta bardaga í sögu kvikmynda. Síminn hætti ekki að pípa og ég skildi ekki hvað væri í gangi en þá var ég að fá nýja fylgjendur á Instagram og mína miðla; nýja á hverri einustu sekúndu. Ég þurfti að slökkva á þessu hljóði; taka það af,“ segir hann og hlær. Tölvuleikir og þúsund manns Hafþór segist hafa stytt sér stundirnar nú í kórónuveirufaraldrinum við að spila tölvu- leiki. Hann spilar á Twitch og leyfir þá aðdá- endum að fylgjast með sér spila. „Ég hef bætt við mig mörgum aðdáendum, en það tók mig smátíma að átta mig á þessu forriti. Ég skildi ekki alveg hver ætti að vilja horfa á mig spila tölvuleiki en þetta er orðinn ákveðinn kúltúr og fólk hefur mjög gaman að því að horfa á sína uppáhaldsspilara. Ég er stundum að spila tölvuleiki sem ég hef ekki spilað áður og þá er fullt af fólki sem er tilbú- ið til að hjálpa mér en það eru kannski þús- und manns eða fleiri að horfa á mig spila. Ég get svo verið í sambandi við mína fylgjendur í gegnum þetta því fólk er að tala saman þarna,“ segir hann. „Og af því að þetta er „live“ þá myndar maður betri tengsl.“ Við förum að slá botninn í samtalið. Haf- þór sýnir blaðamanni líkamsræktarstöðina Thor’s Power Gym og búðina og þar er mætt Kelsey ásamt systur og foreldrum Hafþórs. Við drífum Kelsey inn í sal til að fá mynd af hjónunum og sést þá glögglega hæðarmun- urinn. En eins og Hafþór segir; það er hjart- að sem skiptir máli og er augljóst að á milli þeirra ríkir kærleikur. Hafþór segir þeirra áhugamál helst vera lyftingar, göngutúra, útilegur og að hafa það kósí yfir sjónvarpinu. Þau hyggjast hafa það notalegt í sumar á meðan beðið er eftir erfingjanum. „Það er erfitt að plana sumarið nú í þess- um faraldri. En ef allt lagast förum við til Kanada að heimsækja hennar fjölskyldu. Annað hefur verið sett á bið. Við sjáum til og vonum það besta.“ Hafþór sló heimsmet og lyfti 501 kílói 2. maí síð- astliðinn. Hann segist hafa fellt tár af gleði. ’Að trúa á sjálfan siger númer eitt, tvö ogþrjú. Þó að það sé stund-um langt í mark verður maður að halda áfram og gefast aldrei upp. Ég gefst aldrei upp, enda hef ég náð öllum markmiðum sem ég hef sett mér. „Ég varð ástfanginn og við bæði og innan árs var hún flutt hingað og við erum gift í dag. Hún er yndisleg kona og góð sál og við náum hrikalega vel saman. Við eigum von á syni í október,“ segir Hafþór sem sést hér á mynd með eiginkonunni Kelsey. Hafþór sést hér á góðri stundu með leik- aranum Rory McCann sem lék Sandor „The Hound“ Clegane í Game of Thrones. Hafþór lék Gregor Clegane í Game of Thrones og segir það hafa verið mikið ævintýri. 17.5. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.