Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Blaðsíða 19
Hefur tekið sér góðan tíma í að gera heimilið upp Ásdís Rósa Hafliðadóttir er í fæðingar-orlofi um þessar mundir. Hún er íaukastarfi hjá Icelandair en ákvað í fæðingarorlofinu að opna vefverslunina Heimaró, sem hefur átt hug hennar allan undanfarna mánuði. Ýmislegt úr versluninni er að finna heima hjá henni. „Við Hjörtur Hjartarsson eiginmaður minn og drengir okkar tveir, þeir Hjörtur Benjamín og Mímir Hrafn, búum á Laugarásvegi í Laug- ardalnum. Við fluttum hingað fyrir rúmlega einu og hálfu ári og ætlum ekki héðan í bráð. Húsið er byggt í kringum 1960 og er okkar hluti hússins ca 160 fm og á þremur hæðum. Á neðstu hæðinni er þvottahús og geymsla, á miðhæðinni eru fjögur svefnherbergi og eitt baðherbergi og á efstu hæðinni erum við með eldhús, borðstofu, stofu og annað baðher- bergi.“ Finnst gaman að hafa fallegt í kringum sig Ásdís Rósa segir erfitt að útskýra sinn eigin stíl, en að henni finnist mjög gaman að hafa fallegt í kringum sig. „Heimilið skiptir mig miklu máli. Ég reyni að velja vel það sem kemur hingað inn en ég laðast mikið að svörtu og er ef til vill ekki sú litaglaðasta. Ég vil samt sem áður hafa heim- ilið mitt mjög hlýlegt og þannig að öllum líði vel heima.“ Hvaða sess hefur heimilið í þínum huga? „Það skiptir mig mjög miklu máli að það sé fallegt og hreint í kringum okkur. Heimilið er þó okkar allra og verður að virka vel fyrir alla heimilismeðlimi. Ég er oft að breyta og bæta og mér finnst maður aldrei vera „búinn“ þegar kemur að heimilinu. Manninum mínum til mik- illar gleði og ánægju. Hann er farinn að þekkja svipinn á mér þegar ég stari á hluti í lengri tíma og veit þá að ég er farin að hugsa um breytingar.“ Fær fagurfræðina frá æskuheimilinu Ásdís Rósa segir að áhuga hennar á heimilinu megi rekja til æskuheimilisins. „Mér fannst heimilið mitt í æsku alltaf mjög fallegt og mamma hefur einstaklega gott auga fyrir því að gera notalegt í kringum sig. Áhuginn minn kviknaði þó ekki fyrr en fyrir kannski fimm árum, þegar við tókum íbúðina sem við áttum áður á Vesturgötu í gegn. Ég valdi inn hluti þar og gerði hluti sem ég hafði ekki hugsað út í áður. Áhugi minn hefur síðan vaxið mikið og ég elska að skoða innanhússhönnunarblöð, vef- svæði og fallega Instagram-reikninga. Og síð- an að gera notalegt í kringum mig.“ Þegar fjölskyldan flutti inn í íbúðina sína í Laugardalnum var anddyrið lokað rými og það fyrsta sem þau gerðu var að stækka dyrnar al- veg upp í loft. „Við breikkuðum þær einnig og opnuðum þannig anddyrið, sem okkur fannst tengja rýmið betur við restina af íbúðinni. Flísarnar voru á anddyrinu fyrir en við teiknuðum upp stálhurðina og fengum frábæran stálsmið til þess að byggja hana fyrir okkur og gerði það anddyrið aðeins grófara og meira töff.“ Ásdís Rósa segir að hún vilji ekki hafa mikið dót eða skrautmuni uppi, svo að hver hlutur á sinn stað í húsinu. „Ég verð stundum hálf óróleg ef mér finnst vera of mikið dúllerí uppi við. Við erum með nokkra hluti sem okkur þykir vænt um og finnst fallegt að hafa sjáanlega en ég er líka dugleg að pakka niður og hvíla og skipta út svo það sé ekki of mikið af hlutum hverju sinni. Svo þarf maður ekkert alltaf að henda, gefa eða selja og kaupa nýja hluti. Oft er bara gott að hvíla hluti eða finna þeim nýja staði og þá fá þeir nýtt líf.“ Hvernig bjóstu til þetta fallega heimili? „Grunnurinn hér var mjög góður. Útsýnið, stiginn og gluggarnir hér eru þannig að það er dásamlegt að vera hér og svo settum við okkar svip á heimilið smám saman. Það er mikið til í því sem maður heyrir oft hvað það sé mikil- vægt að flytja inn á heimili og bíða í smá tíma með framkvæmdir. Það hentar mér hins vegar frekar illa því ég vil að hlutirnir gerist á ljós- hraða. Við biðum hins vegar aðeins með eld- húsið og skiptum nýlega um framhliðina á eld- húsinnréttingunni, sem breytti miklu. Við erum mjög ánægð með það.“ Eruð þið hjónin sammála um hvað skal gera heima? „Ég myndi segja það en maðurinn minn kannski ekki. Ég tek vanalega ákvarðanirnar og hann endar svo vanalega á því að vera al- sæll með hlutina, svo þetta fyrirkomulag virk- ar vel fyrir okkur.“ Stofan er hugguleg þar sem ljósmyndir af fjölskyldunni eru í forgrunni. Sófinn er úr Ikea. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lögfræðingurinn Ásdís Rósa Hafliðadóttir á einstaklega fallegt heimili í Laugar- dalnum sem hún hefur gefið sér góðan tíma í að gera upp. Hún kann að njóta sín og slaka á heima og gefur góð ráð þegar kemur að því að gera heimilið barnvænt. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ísskápurinn inni í eldhúsinu setur svip á rýmið.  17.5. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Þú finnur bæklinginn husgagnahollin.is RIMINI 2,5 og 3ja sæta, meira á bls. 2 og 3 Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 Ísafirði Skeiði 1 SUMAR GARÐHÚSGÖGN | SMÁVARA | HÆGINDASTÓLAR | HILLUR , SKÁPAR, BORÐ OG STÓLA R | SÓFAR DAGAR www.husgagnahollin.is S ENDUM FR ÍT T V E F V E R S L U N – ÚTI OG INNI – SUMARHÚSGÖGN Vönduð og stórglæslieg útihúsgögn frá sænska fyrirtækinu Brafab. Húsgögnin þola vel íslenska veðráttu. RYÐFRÍTT STÁL Í ÖLLUM GRINDUM. | OLIFIN ÁKLÆÐI SEM ENDIST. | FALLEG OG EINSTAKLEGA ÞÆGILEG ÚTIHÚSGÖGN. SOHO Flottur þriggja sæta útisófi Stærð: 187 x 79 x 90 cm 111.992 kr. 139.990 kr. SOHO Stóll Stærð: 79 x 74 x 90 cm 42.392 kr. 52.990 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.