Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2020 LÍFSSTÍLL Hringdu í síma 580 7000 eða farðu áwww.heimavorn.is HVARSEMÞÚERT SAMSTARFSAÐILI Öryggiskerfi 15:04 100% Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Flísarnar í íbúðinni er einstaklega fal- legar og litríkar. Ásdís Rósa setti rólu inn í annað barnaherbergið. Rólan fæst í Ikea. Það sem er á eldhúsborðinu er það sem Ásdís notar reglulega í matseld. Ásdís Rósa raðar hlutunum fallega upp. Svartur, viðarlitur, bleikur og hvítur fer vel saman í borðstofunni. á veggjunum, hlýlega mottu á gólfinu og góðar hirslur svo auðvelt sé að ganga frá. „Eins finnst mér mikilvægt að allt dótið sé ekki sí- fellt í augsýn, sem getur verið truflandi. Einn- ig finnst mér sniðugt að vera með bókahillur þar sem börnin ná í bækur sjálf og notalegan stað til þess að lesa saman.“ Hvað getur þú sagt mér frá Heimaró? „Heimaró er vefverslun þar sem ég sel heimilisvörur og innifatnað sem ég hanna sjálf og læt framleiða undir eigin nafni. Stráin sem ég er með á nokkrum stöðum heima eru úr versluninni og einnig marmarabakkar. Sum húsgögnin í stofunni eru líka frá Heimaró, eins og sjónvarpsbekkurinn og hliðarborðið. Í öðru barnaherberginu er stjörnumerkjamynd sem er hluti af því sem við seljum en við búum til persónulega mynd með nafni og stjörnumerki og setjum inn hnitin af fæðingarstað, tíma og dagsetningu. Fötin sem við erum að selja eru inniföt sem eru eins fyrir foreldra og börn. Þau eru hugsuð sem bæði náttföt en enn fremur eitthvað þægi- legt sem þú skellir þér í eftir langan vinnudag. Ég var með ákveðna mynd í höfðinu af svona ,,innisettum“ sem mig langaði í fyrir mig og strákana. Ég ákvað svo að láta bara slag standa og hannaði fötin og lét síðan framleiða fyrir mig. Ég er ánægð með útkomuna og held að þau eigi erindi víða núna.“ Er mikið fyrir að slaka á heima Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn heima? „Það er í hengirólunni sem hangir inni í stofu þar sem hægt er að njóta útsýnisins í al- gjörri afslöppun. Í raun þar til strákarnir koma til þess að ýta mömmu.“ Þegar kemur að barnaherbergjum finnst henni skipta miklu máli að vera með fallega liti

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.