Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2020 LÍFSSTÍLL Litina hennar Sæju færð þú í Slippfélaginu GÆÐIN Ein af ástæðum þess að íslenskir hönnuðir velja Slippfélagið. Votur Volgur Ber Borgartúni 22 og Skútuvogi 2, Reykjavík, Dalshrauni 11, Hafnarfirði Hafnargötu 54, Reykjanesbæ Gleráreyrum 2, Akureyri Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • Sími 588 8000 • slippfelagid.is en drengi frá fæðingu. Einnig er mikilvægt að drengir fái mikla þjálfun á bókstaf hljóða tengingu í byrjun lestrarkennslu. En fræði- menn telja að áreitið, formið á bók- stafnum, fari inn í hægra heilahvel, þaðan yfir hvelatengsl (e. corpus callosum) í vinstra heilahvel þar sem hljóðið myndast. Þannig að sú þjálfun er gífurlega mikilvæg fyrir bæði kynin og sérlega fyrir drengi. Þessi áhrif testósteróns á heila- starfsemi gera drengi viðkvæmari og auka möguleikann á að þeir lendi í vanda með hreyfiþróun og málþróun, greinist oftar með ADHD og vandmál með lestur. Aukið testósterón getur líka þýtt meiri þörf fyrir líkamlega útrás og að minnka þurfi kyrrsetu. Þess vegna hafa rannsóknir mælt með breyttu skipulagi skóladagsins með meiri áherslu á daglega hreyf- ingu í upphafi hans (sjá mynd 4). Eftir góða hreyfingu skapast betri ró og einbeiting sem er góður grunnur fyrir nám. Einnig er mælt með 10 mínútna pásu eftir 35-40 mínútna tíma. Fræðimenn hafa einnig mælt með aukinni daglegri hreyfingu í leik- skólanum. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að stelpur alveg niður í 4 ára aldur eiga oft í meiri vanda- málum/erfiðleikum með svefn en strákar. Þær eiga líka oftar í erfiðleikum tengdum streitu og sársauka á unglingsárum. Prófessor Paul Gilbert skrifaði bók sem kom út árið 2009 og heitir The Compassionate Mind. Þar leggur hann áherslu á mikilvægi samúðar, vingjarnleika og góðrar samveru og samtals fyrir heilastarfsemina. Hlý samvera hefur jákvæð áhrif á hormónastarfsemina. Hríða- hormón (e. oxytocin) hefur áhrif á vellíðunartilfinningu okkar. Gil- bert bendir á að þróun umhyggju, það að upplifa góðvild, hlýju og samúð er lykilatriði til að hjálpa okkur við að öðlast hamingju og tilgang með lífinu. Þessi upplifun hefur jákvæð áhrif á alla okkar starfsemi, minnkar streitu, styrkir ofnæmiskerfið og segja má að það sé einskonar vítamín fyrir heila- starfsemina. Jákvæð viðbrögð, þegar einstaklingar eru að gera sitt besta eða ná að framkvæma það sem þeir ætluðu sér, eru einnig mjög mikilvæg. Þar eru foreldrar, þjálfarar og kennarar í lykilhlut- verki. Möguleikar: Gefum okkur tíma með börnum okkar og unglingum. Sköpum gæðastundir. Verum meðvituð um kynjamuninn og bregðumst við honum. Eflum hugarfar grósku á heimilum, skólum og í allri félags- starfsemi. Ræktum jákvæð sam- skipti og notum jákvæða styrkingu í anda Csikszentmihalyi og já- kvæðrar sálfræði. Þar sem áskor- anir miðað við færni eru lykill að því að skapa ástríðu, sterkan áhuga og þar með á námi. Finnum okkar ástríðu á ákveðnu sviði/ þema og færni og þróum hana. Foreldrar/forráðamenn: Hlúið að börnum ykkar og ung- lingum. Ræktið samveru með ykkar barni/unglingi og eflið/ræktið með þeim virðingu og tillitssemi svo hegðun þeirra sé til fyrirmyndar. Farið í göngutúr saman, æfið saman eða farið í sund saman. Spilið á spil eða farið í brettaspil (til dæmis Trivial Pursuit). Lesið bækur sam- an. Leggið áherslu á samveruna og verið til staðar. Gætið að jafnvægi frítíma og tómstunda. Hugið að holl- ustu/hollri næringu og nægum svefni og að daglegur skjátími sé hæfilegur. Skólar: Þeir sem stjórna skólum lands- ins geta unnið að því að breyta skipulagi skóladagsins með niður- stöður rannsókna í huga, beina meiri fókus á grunnleggjandi færni, auka hreyfingu á hverjum skóladegi og gefa nemendum meira val. Mikilvægt er að brjóta upp skóladaginn og huga að vellíðan og byggja upp gott sjálfstraust. Nauð- synlegt er að taka mið af kynja- mun. Ráðamenn: Gegna veigamiklu hlutverki við að byggja upp þjóðfélag sem gefur fólki möguleika á mannsæmandi launum fyrir 37,5 stunda vinnu- viku. Það að fólk þurfi að vinna mikið til að hafa ofan í sig og á kemur niður á góða samtalinu og tíma sem mikilvægt er að að verja með fjölskyldu og vinum. Tíminn fyrir börnin og unglingana verður oft af skornum skammti í hringiðu hvers dags. Við þurfum öll að rækta góða samtalið og nærveruna þar sem jákvæðni og hlýja er í há- vegum höfð. Byggjum upp barna- vænlegt samfélag og gefum af okk- ur til hins besta fyrir komandi kynslóðir. Staðan núna í þjóðfélag- inu kemur til með að skapa áskor- anir sem við megum ekki leiða hjá okkur. Verið velkomin á Facebook- síðuna Vísindi og menntun. Þar má finna umfjöllun um rannsóknir sem geta nýst við skipulag skólastarfs og menntunar. Árið 2010 Árið 2019 Drengir Ísland 8,3% Ísland 15% Noregur 5% Noregur 4,9% (2016) Stúlkur Ísland 2,8% Ísland 7% Noregur 2,1% Noregur 3% (2016) Mynd 3 ADHD-lyf hjá 10-14 ára börnum Mynd 4 Skipulag skóladags, 1.-7. bekkur 8.30-9.10 Hreyfing * 9.10-9.30 Frímínútur ** 9.30-11.50 Þrjár 40 mín. kennslustundir með 10. mín. frímínútum á milli. Lestur, stærðfræði og náttúrufræði.*** 11.50-12.30 Hádegismatur 12.30-13.10 Heimanámshjálp / þjálfunartími Í þessum tíma fá þau börn sem þurfa mesta hjálp með grunnliggjandi fög, viðbótarþjálfun og eftirfylgni – gjarnan í minni hópum með einn kennara eða sérkennara. Meginmarkmiðið er að finna eins snemma og hægt er hverjir þurfa auka eftirfylgni og/eða þurfa að fá greiningar með alþjóðlega viðurkenndum aðferðum.**** Kennsla í öðrum fögum samfélagsgreinar / enska / mynd- og handmennt / tónlist / heimilisfræði 13.10-13.20 Frímínútur 13.20-14.50 Kennsla í öðrum fögum valfag / ástíðutíminn (tón- list / skák / myndlist / dans / leiklist Virðing og tillitssemi Grósku- hugarfar Colorbox

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.