Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Page 28
upphafi virðast ótengdir þar til Stella afhjúpar leynda þræði á milli þeirra. Nafn bókarinnar vísar til hryðjuverks sem framið er á kosn- ingahátíð í Háskólabíó. Sumir póli- tíkusar halda því strax fram að hryðjuverkasamtök múslima standi á bak við ódæðið og gera sitt ýtr- asta til að veiða atkvæði í því grugguga vatni. Stella tekur að sér vörn hins grunaða og verður fyrir miklu aðkasti af þeim sökum. En hún er einnig að takast á við tvö önnur alvarleg mál, annað nýtt en hitt grafið í fortíðinni. Eldra málið tengist mannvonsku og skepnuskap á sveitabæ fyrir norðan á tíunda áratug síðustu aldar, en hitt árás á gamla vinkonu sem Stella hefur ekki séð síðan á háskólaárunum. Og þá fer eins og vænta mátti að loga glatt í gömlum glæðum. Nú er Stella mikill töffari, er hún ekkert að mýkjast með ár- unum? Hvað er að frétta af Stellu? Stella er á hverjumdegi að hamast á tölvunni við að skrifa um baráttu sína við krimma og skúrka í íslensku sam- félagi. Henni finnst enn rosalega gaman að plotta og plana glæpi sem eiga að vera leyndó – og eru það gjarnan allt þar til söguhetjan eitursnjalla kemur til skjalanna og sviptir hulunni af leyndarmálinu þrátt fyrir tregðu og andstöðu kerfisins. Núna ætlar Stella líka að fagna því með tvöföldum Nonna að bókin um Morðin í Háskólabíó sé komin út þrátt fyrir veiruna ógeðs- legu sem lamað hefur þjóðfélagið mánuðum saman, og að bókin gengur firna vel samkvæmt met- sölulista Eymundsson. Síður en svo að linast Um hvað fjallar nýjasta bókin? Allar bækur Stellu Blómkvist hafa fleiri en einn söguþráð sem í Nei, Stella er síður en svo að lin- ast í baráttunni. Hún er að vísu komin yfir fertugt í síðustu bók- unum, en það er auðvitað enginn aldur. Stella heldur sér í góðu formi líkamlega og hún verður al- veg jafn reið núna og í fyrstu bók- inni þegar hún lendir í klónum á kerfisköllum eða krimmum sem reyna með bellibrögðum að halda henni niðri. Hitt er annað mál að Stella á núna sjö ára dóttur sem hún þarf að taka tillit til þegar leikarnir æsast, en líka vernda gegn hættulegum kuldabolum þjóð- félagsins. Það hefur haft viss áhrif á hegðun hennar. Hvernig kvikna hugmyndirnar? Er alltaf af nógu að taka? Eftir að fyrsta sagan kom út fór ég að plana marga söguþræði til að hafa í handraðanum. Suma notaði ég næstu árin í þær fimm bækur sem komu út með stuttu millibili á árunum 2000 til 2006. En þá átti ég enn eftir fullt af hugmyndum í gagnabanka mínum í tölvunni, og skráði síðan hjá mér nokkra sögu- þræði til viðbótar þau ár sem ég hafði ekki tíma til að skrifa nýjar Stellubækur. Það hefur því aldrei verið skortur á hugmyndum. Þeir söguþræðir sem bæst hafa við síð- ustu árin kvikna stundum við lest- ur frétta af glæpum, bæði hér- lendis og erlendis. En slíkar fréttir eru bara kveikjan því Stella þróar söguþráðinn alltaf í nýjar áttir og fellir þær að veröld bókanna. Það er enn mjög gaman að plana sann- færandi en um leið hæfilega flókn- ar morðgátur fyrir Stellu að leysa. Afhjúpunin bíður Er ekkert erfitt að vera rithöf- undur í leyni í svona litlu sam- félagi? Ég man að þegar ég ræddi dul- nefnið við Halldór Guðmundsson, fyrsta útgefanda minn, sagði hann það gott ef sér tækist að halda þessu leyndu í þrjá mánuði! En ekkert hafði spurst út þegar næsta bók var klár og þá ákváðum við að halda leiknum áfram. Mér datt aldrei í hug að leyndarmálið gæti haldist svona lengi, en markaði þá stefnu um aldamótin að eiga ekki frumkvæði að afhjúpun Stellu Blómkvist fyrr en síðasta bókin væri komin út. Auðvitað er það du- lítið sérkennileg reynsla að þurfa að halda því leyndu að ég hafi skrifað ellefu bækur sem mjög fáir vita að eru eftir mig. Og það er snúið við að eiga til dæmis þegar kerfiskallarnir brjóta á mér, eins og stjórn Bókasafnssjóðs sem hef- ur í áratugi barist gegn því að ég fái greitt fyrir útlán bóka minna eins og aðrir rithöfundar. Sem bet- ur fer reyndist embætti umboðs- manns Alþingis standa undir nafni sem síðasti verndari réttlætis borg- aranna gagnvart opinbera kerfinu, en ég hef þurft að standa í þessu langvarandi stríði án þess að geta Egóið mitt er í fantaformi! Ellefta bókin um Stellu Blómkvist er komin út. Enn veit enginn deili á höf- undi en blaðamaður fékk Stellu til að svara nokkrum spurningum skriflega. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Ellefta bókin um stjörnulögmanninn kjaft- fora er komin út hjá Máli og menningu. Í bókinni leitar prestur á líknardeild til Stellu með hinstu játningu sem snýst um nauðgun og hvarf tólf ára stúlku norður á Ströndum tuttugu árum fyrr. Gömul kær- asta Stellu verður fyrir dularfullri líkams- árás á Snæfellsnesi og skjólstæðingur ferst í hrikalegri sprengingu á flokksþingi Þjóðfrelsisflokksins í Háskólabíó. Það er því í nógu að snúast fyrir grjótharðan lög- mann sem lætur ekkert stöðva sig í að fá réttlætinu framgengt. Stella Blómkvist hefur haldið svartfuglum, jakkalökkum og glæp- onum við efnið í meira en tvo áratugi og á dyggan aðdáendahóp. Morðin í Háskólabíó 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2020 LESBÓK ER PLANIÐ SKÍTUGT? Fáðu tilboð í s: 577 5757 GÖTUSÓPUN ÞVOTTUR MÁLUN www.gamafelagid.is MATUR Hvað er til bragðs þegar veitingastaðnum er lokað vegna kórónuveirunnar? Franski kokkurinn Marc Lanteri, sem rekur veitingastað með stjörnu frá Michel- in á Ítalíu, ákvað að bjóða upp á heimsendingar. Veitingastaðurinn er í kastala frá 11. öld fyrir ofan bæinn Grinzane Cavour. Oftast eru gestirnir langt að komnir, en nú leitar hann viðskiptavina nær sér og gerir að auki allt sjálfur; finnur til matinn, eldar og sendist. „Við ákváðum að fara út í heimsendingar þannig að við færum ekki úr æfingu og fengjum að auki nýja við- skiptavini,“ sagði Lanteri, sem er lærisveinn meistara- kokksins Alains Ducasse, við AFP. Viðskiptavinurinn þarf að reka smiðshöggið á réttina, sem koma í loftþétt- um umbúðum, og gríma fylgir í pakkanum. Stjörnukokkur sendist Marc Lanteri, kokkur og sendill. AFP TÓNLIST Kassagítar úr fórum rokkstjörn- unnar sálugu Kurts Cobains af gerðinni Martin D-18E frá 1959 verður settur á uppboð 19. júní í Beverly Hills og á að hefja tilboð á einni millj- ón dollara eða tæpum 150 milljónum króna. Cobain lék á gítarinn með hljómsveitinni Nirvana á frægum órafmögnuðum tónleikum stöðvarinnar MTV í nóvember 1993. Voru tón- leikarnir gefnir út á plötu. Fimm mánuðum síð- ar var hann allur, aðeins 27 ára að aldri. Fyrir tveimur árum fékkst tæplega hálf milljón dollara fyrir gítar sem Bob Dylan not- aði um það leyti sem hann var að skipta úr þjóðlagatónlist yfir í rokk. Vilja milljón dollara fyrir gítar Cobains Gítar Cobains verður seldur hæstbjóðanda. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.