Bæjarins besta - 06.05.1986, Blaðsíða 4
4
MiJARlNS BESTA
Nú færist ofurlítið fjör í daufa
kosningabaráttu. Blöð stjórn-
málaflokkanna koma út á nýjan
leik. ísfirðingur birtist og upplýsti
leyndardóminn um framboðslista
Framsóknarflokks á ísafirði. í
Vesturlandi gefur að líta stefnu-
skrá Sjálfstæðisflokks. Hann er
sá fyrsti sem opinberar stefnu
sína. Hún er að vísu almennt
orðuð í mörgu. Þó er tekið á
sumu. Boðað er aðhald í fjár-
málum. Byggja skal næsta
áfanga vöruhafnar við Sundin.
Margt fleyramætti tína til en það
verður ekki gert hér.
Skutull kom út á laugardag og
gefur þar á að líta lista Alþyðu-
flokksins. Vestfirðingurerkominn
og skartar fríðum flokki á forsíðu.
Allt er þetta þó heldur bragð-
dauft. ísfirðingur reynir þó að lífga
upþ á tilveruna. Gripið er til þess
gamla ráðs að færa baráttuna á
þersónulegt plan. Sá sem fyrir
skotum verður er listi sjálfstæðis-
manna. Reynir blaðið að gera
upp á milli efstu frambjóðend-
annafimm.
Aðalvandamálið er eftir því
sem best verður séð, það, að
engin hálfvelgja er í efsta manni á
lista Sjálfstæðisflokks. Auk þess
gerir framsóknarblaðið ráð fyrir
því, að maðurinn viti lítið um
Orkubú Vestfjarða. Telur höf-
undur þess stutta máls, sem
flennir sig yfir nærri hálfa blað-
síðu, að aðrir frambjóðendur
listans viti meira um orkumálin.
En umræddur maður hefur
það eitt sér til saka unnið að vera
tilnefndur af iðnaðarráðherra i
stjórn Orkubús Vestfjarða. Áður
hafði setið þar af hálfu sama
ráðuneytis efsti maður af lista
Framsóknarflokks. Það virðist
ófyrirgefanleg synd að sitja ekki
í bæjarstjórn ísafjarðar á því
augnabliki er tilnefning er gerð
Ekki verður betur séð en jafnt
hefði verið komið á með fyrr-
verandi fulltrúa iðnaðarráðu-
neytisins, efsta manni á lista
Framsóknar.
Það skyldi þó ekki vera að full-
trúinn núverandi hafi sýnt það af
sér að vera traustsins verður.
Sannleiksást
Eftir stendur þó það, að ísfirð-
ingur hefur ekki hirt um að kanna
það t.d. með viðtali hvort skatt-
stjórinn veit minna um orkumál en
aðrir.
Er það raunin, að sú viska sé
fáum gefin? Eða öðlast menn
þekkingu á þessu máli með ein-
hverjum leyndardómsfullum
hætti, sem er ekki tiltækur nema
útvöldum? Hvernig ber annars að
skilja þessa skemmtilegu tilraun
,,ritara“ orðanna til snúa frá
deyfðinni til fjörsins?
Að þora
Við ísfirðingar viljum a.m.k. í
orði fá fólk til að flytja til okkar. En
við ættum þá að gæta þess að
hnýta ekki í þá menn sem hafa
kunnáttu og vilja til að gera vel.
Efsti maður á lista Sjálfstæðis-
flokks tók það hlutverk að sér að
fengnum úrslitum í fjölsóttu próf-
kjöri í febrúar. Kratar einir þorðu
að hafa sömu aðferð. Að gefa
hinum almenna kjósenda færi til
beinna áhrifa á skipan framboðs-
lista sýnir mikið og gagnkvæmt
traust.
Þetta gerðu hvorki Alþýðu-
bandalag né Framsóknarflokkur.
Það er von að ,,ritaranum“ svíði
að fyrirliði Sjálfstæðisflokksins
þori. Getur verið að skilyrði fyrir
tilnefningu í stjórn Orkubús Vest-
fjarða, sé seta í bæjarstjórn ísa-
fjarðar, aö mati „ritarans."
Litlaus
kosningabarátta
KOSNINGASKRIFSTOFA
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
hefur verið opnuð að Hafnarstræti 12,
2. hæð. Opið er virka daga kl. 9.00 -
12.00 og 14.00 -19.00. Um helgar er
opið frá kl. 10.00-19.00
Símar skrifstofunnar eru:
3232 — 4469 — 4559
Allir stuðningsmenn eru hvattir til að hafa
samband við skrifstofuna. Sérstaklega er
minnt á utankjörfundarkosningu sem hefst 10.
maí 1986.
Starfsmaður skrifstofunnar er Jóhann Eiríksson
Vilji fólk ná tali af frambjóðendum D-listans
mun skrifstofan hafa milligöngu um það.
Alltaf heitt á könnunni
Sjálfstæðisflokkurinn á ísafirði
ý.VsAlS‘:v.:L-‘.
*ní«
: '*V*
..
Snyrting — Snyrting — Snyrting
Halldóra Jónsdóttir, snyrtisérfræðingur, verður hér
dagana 8.-15. maí og býður upp á, m.a. andlitsbað,
húðhreinsun, andlitsnudd og margt fleira
HALLDÓRA VINNUR MEÐ VÖRUR FRÁ HELENU RUBENSTEIN
TÍMAPANTANIR í SÍMA4442