Bæjarins besta - 06.05.1986, Page 12
72
BÆJARINS BESTA
Hreinsum bæinn -
höldum honum hreinum!
í næstu viku hvetja bæjaryfir-
vóld fólk til að hreinsa lóðir sínar
og nánasta umhverfi. Það er
öllum Ijóst, að þegar snjó tekur
upp kemur gjama í Ijós undan
honum msl og önnur ummerki
slæmrar umgengni. Til að auð-
velda fólki að losna við raslið,
bjóða yfirvöld fram aðstoð starfs-
manna bæjaríns. Birtast auglýs-
ingar þar að lútandi í öllum
blöðum bæjarins þessa dagana.
Auk þess sem almenningur er
beðinn um að snyrta kringum sig
hefur fyrirtækjum bæjarins verið
sent bréf þar sem þau eru hvött ti!
að setja starfsmenn sína í hreinsun
og lagfæringar !óða viðkomandi
fyrirtækja. Er þar sérstaklega til-
nefndur n.k. föstudagur, 9. maí og
um leið boðin aðstoð starfsmanna
bæjarins við að fjarlægja það rusl
sem þarf.
Það er gott, að yfirvöld bæjarins
hvetja menn til að hreinsa lóðir
sínar og umhverfi. Það er líka gott,
að nú hyggst bærinn ganga á
undan með góðu fordæmi og laga
til í kringum áhaldahús sitt á
Torfnesi. Eftir höfðinu dansa lim-
irnir. Hitt er ekki eins gott, að sér-
staklega þurfi að hvetja fólk til
slíkrar hreingerningar á hverju
vori. Það ætti hver maður að taka
upp hjá sjálfum sér. Best væri þó,
að halda öllu snyrtilegu, henda
ekki frá sér rusli út um hvippinn
og hvappinn. Þá þyrfti ekki sér-
stakar herferðir.
Þett hafa börnin séð. f Grunn-
skólanum er nú unnnið að gerð
plakata og áróðurs um bætta um-
gengni. Börnin vilja losna við
ruslið og óþrifin, biðja menn að
ganga betur um gróin svæði og
götur. Þeim finnst leitt að búa í
óþriðalegum bæ. BB tekur undir
það og vonar að menn taki sér tak,
sérstaklega í umgengni um al-
menningseigur. Það er Ijótt að sjá
göturnar undirlagðar glerbrotum,
sælgætispappír og öðrum óþrifn-
aði, en um það getum við aðeins
kennt sjálfum okkur.
Til sölu
Super-Sun sólarlampi
,,samloka“ með nýjum perum
Upplýsingar í síma 3856
Til sölu
Volvo 145 Station, árgerð 73.
Þarfnast viðgerðar. Tilboð
óskast.
Uppl. ísíma4340eftirkl. 19.00
Til sölu
200 fermetra einbýlishús,
Lyngholti 11, rúmlega fokhelt.
Upplýsingar í síma 4558
Til sölu
Bifreiðin í-204, sem er Volvo
144, árgerð 1974. Sumardekk,
vetrardekk, útvarp og segul-
band fylgja. Mjög vel með
farinn.
Upplýsingar í síma 4169
AA samtökin
Fundartími AA samtakanna á
ísafirði, að Aðalstræti 42
Sunnudaga kl. 11:00
Mánudaga kl. 18:00
Þriðjudaga kl. 21:00
Miðvikudaga kl. 21:00
Föstudaga kl. 22:30
Símatími hálfri klukkustund
fyrirfund ísíma3411
ATH
Fyrsta sunnudag hvers mán-
aðar er opinn fundur og eru
þá allir velkomnir.
Smáauglýsing í BB
er góð auglýsing.
Smáauglýsing í BB
kostar ekkert.
Nú er það
gtansa°dg\ansandg\ansand'
flauel, jogging og prjónaefni
og auðvitað FIX bómullin vinsæla
NÝ EFNIVIKULEGA
Mjaðmabeltin við joggingkjólana
loksins komin
Kaupfélag ísfirðinga
Vefnaðarvörudeild
við Silfurtorg