Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.06.1986, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 03.06.1986, Blaðsíða 2
2 BÆJARINS BESTA BÆJARINS BESTA kemur út á þriðjudögum. Útgefandi: H-PRENT sf., Suður- tangi 2,400 ísafjörður, sími 94-4560. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson, Stórholt 7, sími 4277 og Halldór Sveinbjörnsson, Aðalstræti 20, sími 4101. Blaðamaður: Snorri Grímsson, símar 4560 og 3667 Prentun: H-Prent sf. Pósthólf 210. Efnis- og auglýsinga móttaka í ofangreindum sfmum. BÆJARINS BESTA Að afloknum kosningum Bæjarstjórnarkosningunum er lokið. Líkt og í fyrri kosningum áttu sér stað talsverðar sveiflur á fylgi flokkana og þeir voru margir spekingarnir, sem viður- kenndu að þeir hefðu ekki „búist við þessum úrslitum“ eins og þeir orða það eftirá. Talsverð pólitísk umræða fór fram á síðum B.B. Blaðið bauð upp á það og frambjóðendur töldu sér feng í að koma skoðunum sínum á framfæri í blaðinu. Þar voru allir velkomnir eftir því sem blaðrými leyfði. Blaðið tók ekki afstöðu til flokka eða framboða. En nú er kosningum lokið og þá tekur blaðið afstöðu - það ætlast til þess að kjörnir bæjar- og sveita- stjórnarfulltrúar vinni af heilindum að öllum þeim málum, sem verða mega Vestfirðingum til heilla. Þar sem það liggur ekki fyrir strax við úrslit kosninga er það fyrsta verk nýkjörinna fulltrúa að mynda „ábyrgan meirihluta11 einsog það heitir á pólitísku máli og velja fólk til starfa í nefndum. Hvernig til tekst með hið síðarnefnda er mjög mikilvægt. Þó svo að bæjarráð sé þýðingarmesta nefnd bæjarins eiga upphöf hinna ýmsu mála sér oft á tíðum stað í nefndum, auk þess sem þeim eru iðulega send mál til umfjöllunar og álits- gerðar frá bæjarráði og bæjarstjórn. Þegar nú nýkjörnar sveitastjórnir taka til starfa veitir þeim áreiðanlega ekki af því veganesti, að íbúarnir standi með þeim. Með þessum orðum er átt við það, að við sem utan bæjarstjórnar stöndum spyrjum ekki endalaust hvað bæjarstjórnin ætli að gera í þessum og hinum efnum, heldur einnig hvað við getum gert fyrir bæinn okkar. Spurningar eins og þessar eiga ekki síst við í öllu er lýtur að umgengis- og náttúruverndarmálum. Um- gengnin í einu bæjarfélagi er engan veginn og alfarið spegilmynd bæjarstjórnar heldur íbúanna sjálfra. í þeim efnum þurfum við að gera stórátak og fyrsta skrefið erað líta í eigin barm. Vilji bæjarstjórnarinnarer af hinu góða, en vilji okkar sjálfra er allt sem þarf. Fyrir kosningarnar kepptust frambjóðendur við að kynna okkur viðhorf sín og vilja til góðra verka í okkar þágu. Nú er kosningum lokið og röðin komin að þeim að taka til hendinni. En við sem utan bæjarstjórnar erum verðum að gera okkur Ijóst, að hinir níu bæjar- fulltrúar mega sín lítils nema við stöndum samahent að baki þeim bæjarfélaginu til framdráttar. SSHPRENT ÖLLALMENN PRENTÞJÓNUSTA Sími4560 ■HH vrsA EUROCAPO Fimmtudagskvöld, opið frá kl. 21.00 - 01.00 Föstudagskvöld, opið frá kl. 23.00 - 03.00 DISKÓTEK Laugardagskvöld, opið frá kl. 19.00 - 03.00 Hinn landskunni ÓMAR RAGNARSSON skemmtir matargestum MATSEÐILL Forréttur: Blandaðir sjávarréttir Aðalréttur: Hamborgarhryggur Eftirréttur: ís og ávextir, Irish coffee Húsið opnað fyrir matargesti kl. 19.00 BG-flokkurinn leikur fyrir dansi Miðaverð kr. 1.350,- Pantið í tíma í síma 3803 eða 3985 Opið sjómannadag frá kl. 19.00 - 03.00 Húsið opnað fyrir matargesti kl. 19.00 Uppselt í matinn BG-flokkurinn leikurfyrirdansi Opnað fyrir dansgesti kl. 23.30 S jóman nadagsráð 18 ára aldurstakmark öll kvöldin UPPSALIR Veitinga- og skemmtistaður í hjarta bæjarins SÍMI3985

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.