Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.06.1986, Síða 4

Bæjarins besta - 03.06.1986, Síða 4
4 frEIARINS BESTA Frá útgefanda Blað þetta er í rýrara lagi hvað efni varðar, aðallega vegna skorts á tíma. Allir starfsmenn H-Prents, sem gefur blaðið út, hafa að undanförnu unnið dag og nótt við prentun á ýmsum kosninga- blöðum, dreifiritum og öðru, viðvíkjandi nýafstöðnum bæjar- stjórnarkosningum. Nú fara fram mannaskipti hér á blaðinu, Snorri Grímsson, sem verið hefur blaðamaður BB s.l. 7 mánuði hættir störfum, um tíma a.m.k.. í hans stað hefur verið ráðinn Hlynur Þór Magnússon, kennari. Nánar verður greint frá þessum mannaskiptum í næsta blaði. Næsta tölublað BB verður með veglegra móti, 28 blaðsíður að stærð. Hér er um að ræða Sjómannadagsblað, en Sjómanna- dagurinn verður haldinn hátíðlegur næsta sunnudag. Til auglýsenda. Auglýsendur eru vinsamlegast beðnir að athuga, að Sjó- mannadagsblaðið er fullt, því miður, og lítið auglýsingapláss laust í 24. tbl., sem út kemur þriðjudaginn 10. júní n.k. Útgefendur Bingó Nú er farið að styttast í það að einhver fái bingó og er því dregin út ein tala daglega, þangað til yfir lýkur. í upphafi lofuðum við ykkur aukaglaðningi og eru það hand- hafar bingóspjalda númer 3046 og 1988 sem hafa heppnina með sér í þetta skipti. Þeir fá 1.000,- króna vöruúttekt hvor. Eigendur spjaldanna tilkynni sig í síma 3650 Nýjustu tölur sem dregnar voru út eru þessar: 31.0 - 72 32. N-40 33. G - 46 34. O - 61 Upplýsingar um nýjustu tölur eru veittar í símsvara, í síma 3846 ATH. Sími 3846 s. 3846 Kveðja ÍBÍ STRÆTISVAGNAR ÍSAFJARÐAR Sumaráætlun gildir frá 1. júní til 31. ágúst með eftirfarandi tímáætlun SILFURTORG - HOLTAHVERFI MÁNUDAGA-FÖSTUDAGA 7.30,8.30,9.30, 10.30, 12.05, 13.30, 14.30, 16.30, 17.00, 18.30. HOLTAHVERFI - SILFURTORG MÁNUDAGA-FÖSTUDAGA 6.45, 7.45, 8.45, 9.45,10.45,12.45, 13.45, 14.45,16.45,17.45,18.45. SILFURTORG - HNÍFSDALUR MÁNUDAGA-FÖSTUDAGA 7.00,8.00, 10.00, 13.00, 14.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00. HNÍFSDALUR - SILFURTORG MÁNUDAGA-FÖSTUDAGA 7.15,8.15,9.15, 10.15,13.15, 14.15, 16.15, 17.15, 18.15, 19.15. Föstudagur, opið 23.00 - 03:00 — DISKÓTEK Laugardagur, opið frá kl. 19.00 - 03.00 Hljómsveitin KASKÓ leikurfyrir dansi Sunnudagur — Sjómannadagur Dansleikur sjómannadagsráðs Hljómsveitin KASKÓ leikurfyrirdansi Opið frákl. 19.00-03.00 Borðapantanir í símum 4777 - 3850 - 3221 Um Eins og forráðamenn skóla- barna hafa verið upplýstir um með fregnmiða frá skólastjóra Grunnskólans hefur orðið vart við lús á ísafirði. Hvað er lús? Lúsin er sníkjudýr, sem lifir á blóði og eru til þrjár tegundir, sem lifa á mönnum: Höfuðlús, fatalús og flatlús (Pediculus capitis, pediculus corporis og phthirius pubis). Hér verður rætt um höfuð- lús, sem er ca 2-3 mm að lengd og lifir í ca 30-40 daga í höfuðhári manns. Hún verpir eggjum. sem hún festir á hárið ca 1/2-1 cm frá hársverðinum og kallast eggin nit. Eftir u.þ.b. viku skríða nýjar lýs úr eggjunum og hafa þær náð fullum þroska eftir 1-2 vikur. Fjölgunin er því mjög hröð. Kinkenni um lús eru í fyrstu lítil en fljótlega fer að bera á óþægindum, sérstaklega kláða í hársverðinum. og þá er að skoða vandlega hár og hársvörð. Oft er ógjörningur að koma auga á lifandi lús, þar sem hún er örsmá og gjarnan samlit hárinu. Helst er að koma auga á egg hennar nitina. sem hún verpir á hárin eins og áður er lýst. Best er að sjá þetta bak við eyru. í hnakka eða hnakkagróf. Nitin sést þá sem örlítill Ijósleitur hnúður á hárinu en líkist oft flösu þegar lúsin er lús skriðin.en þekkist þó frá flösu á því að nitin er föst á hárinu en flasan ekki. Hvað á að gera ef lús eða nit finnst í hárinu? 1. Hafið samband við lækni eða hjúkrunarfræðing á Heilsugæslu- stöðinni og/eða meðhöndlið hárið með QUELLADA (framb: KVELLADA) hársápu, sem fæst í Apotekinu án lyfseðils. Ná- kvæmur Ieiðarvísir fylgir með á íslensku. Nitin lifir af meðferðina, sem þarf því að endurtaka eftir viku til að ná þeim nýklöktu. 2. Kemba þarf hárið vel með þéttri greiðu eða sérstökum kambi. 3. Þvo vel rúmfatnað og föt þau sem viðkomandi hefur verið í. Viðra og hreinsa húfur. Lúsin getur hæst lifað í tvo sólarhringa „matarlaus" í fatnaði. Hvernig má forðast lús? Athugið að lúsin kviknar ekki af sjálfu sér eins og oft var haldið áður fyrr heldur smitast frá manni til manns. Mikilvægt er þó að forðast að setja upp höfuðföt eða nota greiður og bursta annara. Enginn er óhultur fyrir lúsinni og hún lætur það ekki aftra sér þó að hárið sé hreint og fínt. Samúel J. Samúelsson yfirlæknir Hgst.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.