Bæjarins besta - 01.07.1986, Qupperneq 2
2
BÆjARINS BESTA
BÆJARINS BESIA
BÆJARINS BESTA kemur út á þriðjudögum. Útgefandi: H-PRENT sf., Suður-
tangi 2,400 ísafjörður, sími 94-4560. Ritstjórarog ábyrgðarmenn: Sigurjón J.
Sigurðsson, Stórholt 7, sími 4277 og Halldór Sveinbjörnsson, Aðalstræti 20, sími
4101. Blaðamaður: Hlynur Þór Magnússon, simar 4560 og 4446. Prentun:
H-Prent sf. Pósthólf 210. Efnis- og auglýsingamóttaka í ofangreindum símum.
Um forsendur
menningar á íslandi
Fiskveiðar eru undirstaða mannlífs á íslandi. Ef ekki
væri útgerðin, þá væri hér engin menningarþjóó. Ef
sjórinn væri ekki stundaður frá ísafirði, þá væri hér
enginn menntaskóli og enginn tónlistarskóli. Þá væru
hér engar verslanir. Og engin prentsmiðja.
Byggðin við utanvert ísafjarðardjúp hefur lifað á
sjófangi frá öndverðu, allt fráþvierÞuríðursundafyllir
setti Kvíarmið.
En löngum hafa verðmætin átt það til aó hverfa burt
úr sjávarplássunum, burt frá þeim sem afla þeirra.
Þannig studdist auður Vatnsfjarðar löngum við ítök í
Bolungarvík.
Ekki er nóg með aó útgerð frá ísafirði, Bolungan/ík,
Súðavík og Suðureyri standi undir menningarlífi og
mannlífi öllu á þessum stöðum. Hætt er við að
Reykjavíkurborg yrði öllu fátæklegri og listahátíðirnar
dauflegri ef Vestfirðingar hættu að sækja sjóinn.
HÞM
Iðnaðarráðherra
hlynntur yfirtöku
langtímaskulda Orkubús
Vestfjarða
Verðjöfnunargjald af raforku
var afnumið með lögum 1.
mars sl. Hingað til hefur OV
haft verulegar tekjur af þessu
gjaldi eða um 20% af heildar-
tekjum sínum. Menn eru á einu
máli um að þetta teknatap OV
skuli ekki bætt með hækkun á
gjaldskrá, heldur verði að
leysa málið á annan hátt.
A föstudag og laugardag var
Albert Guðmundsson iðnaðar-
ráðherra hér vestra að ræða
þetta mál við forráðamenn OV.
Kristján Haraldsson orkubússtjóri
sagði í samtali við BB að Orku-
búsmenn hefðu í huga ákveðna
leið til lausnar og væri iðnaðar-
ráðherra á sama máli.
Þessi lausn er í því fólgin að
Ásgeir í mál?
Nýjasti bíllinn hans Ásgeirs
Sigurðssonar skemmdist mikið
ríkið yfirtaki langtímaskuldir OV
og komi það á móti tekjutapinu af
niðurfellingu jöfnunargjaldsins.
Nú vonast menn til að fjármála-
ráðuneytið snúist einnig á þessa
sveif, sagði Kristján.
í þessu efni hafa tvær leiðir
verið ræddar. Auk þeirrar sem
Orkubúsmenn vilja fara hefur
verið rætt um að leysa málið frá
ári til árs með framlögum úr ríkis-
sjóði sem yrðu ígildi verðjöfnun-
argjaldsins.
Þá leið teljum við hins vegar
varasama, sagði Kristján, því að
þurfi einhvern tíma að skera
eitthvað niður, er hætt við að slík
framlög lendi undir hnífnum. Því
væri öruggara að leysa málið í
eitt skipti fyrir öll.
á laugardag. Þá hálffylltist
hann af vatni í Hofsá í botni
Borgarfjarðar inn af Arnarfirði,
skammt frá Mjólká.
Vegagerðin stendur þarna í
brúarframkvæmdum og hefur
lagt bráðabirgðaveg yfir ána.,
Ásgeir sagði í viðtali við BB að
Föstudagskvöld
opið frá kl. 23.00 - 03.00
Hljómsveitin Dolby og Herbert
Guðmundsson skemmta
Laugardagskvöld
opiðfrá kl. 19.00-03.00
ÞRÍRÉTTAÐUR MATSEÐILL
Húsið opnað fyrir matargesti kl. 19.00
Hljómsveitin Dolby
og Herbert Guðmundsson skemmta
ATH! Borðapantanir í símum 4318 og 3985
UPPSALIR
Veitinga- og skemmtistaður í hjarta bæjarins
SÍMI3985
fjöldi manns hefði lent þarna í
vandræðum, en það hefði hann
ekki vitað fyrr en eftir á.
Að sögn Ásgeirs voru þarna
engin aðvörunarmerki og ekkert
sem benti til annars en þarna
væri greiðfært. Hann taldi
óhappið algerlega sök Vega-
gerðarinnar og kvað málshöfðun
koma til greina ef þörf krefði.
Fánasaga
Nú á sunnudaginn sáu menn
álengdar torkennilegan bláan
fána á stöng í Neðstakaupstað.
Þarna var reyndar kominn fáni
Jörundar konungs (flatfiskfán-
inn). Ekki var þó búið að endur-
reisa konungdæmi Jörundar hér
á ísafirði, heldur var Jón
Sigurpálsson að byrja á fána-
sögu íslendinga.
Byggðasafn Vestfjarða hefur
eignast alla fána íslands. Þeir eru
fjórir talsins: Jörundarfáninn,
fálkafáninn, bláhvíti fáninn og
lýðveldisfáninn. Á sunndögum í
sumar prýða þeir húsin fjögur í
Neðstakaupstað: Turnhúsið.
Faktorshúsið, Krambúðina og
Tjöruhúsið, einn í einu, en síðan
verða þeir allir sýndir.