Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.07.1986, Side 6

Bæjarins besta - 01.07.1986, Side 6
6 BÆIARINS BESTA Frá lesanda Opið bréf til Ólafs Helga Kjartanssonar. Sæll og blessaður Ólafur mlnn. Ég óska þér til hamingju með árangurinn í kosningunum og að þú skulir hafa komist í bæjarstjórn. Þú hefur tíðkað það allnokkuð að skrifa greinar um málefni kaup- staðarins, og í þeim komið fram með nokkrar ábendingar um ýmis mál. Fyrir þetta vil ég þakka þér, því ekki veitir af að ibúar bæjarins viti af og geti fylgst með gangi mála svona yfirleitt, en ekki bara í einn til tvo mánuði á fjögurra ára fresti. Ég get að því leyti tekið undir hvatningu þína til bæjarbúa um að fylgjast vel með störfum bæjar- stjórnar. Nú vil ég taka það fram að til þessa tíma hef ég ekki talið neina ástæðu til svara eóa leiðréttinga við skrif þin, þar sem éq hef ekki talið málið mér skylt. Nú horfir öðruvísi við. Þess vegna tel ég fulla ástæðu til að gefa þér og bæjarbúum nokkrar ábendingar og leiðréttingar við mál þitt í síðasta tbl. BB. Fyrsta skilyrði til að bæjarbúar taki þig alvarlega í greinarskrifum sem þessum, er að þú segir söguna alla. Þetta á ekki síst við um „frásögn" af fundi bæjarstjórnar, eins og umrædd grein þín. Þetta tel ég að þú hafir ekki gert TROÐFULL BÚÐ AF NÝJUM FATNAÐI Fatalagerinn MÁNAGÖTU 1 — SÍMI: 4669 Skrifstofustarf Óskum aö ráöa starfsmann til skrifstofustarfa. SKIPAAFGREIÐSLA GUNNARS JÓNSSQNAR ÁRNAGATA 2 — 400 ÍSAFJÖRÐUR — SÍMI 3136 þegar þú minntist ekki á skýra og ótvíræða afsökun bæjarstjóra vegna boðunar fundarins. Haraldur bæjarstjóri tók það skýrt fram að hann hefði boðað fundinn. Úr því aldursforseti féllst á að fundurinn yrði haldinn þrátt fyrir þessa annmarka á boðun hans, hvers vegna nöldrar þú þá nú eftir fundinn? Hefði ekki verið nærtakara að láta fundinn alls ekki fara fram og fara þannig bókstaflega eftir ákvæði sveitarstjórnarlaganna? Til þess höfðuð þið tækifæri. Nei, Ólafur minn, hér stendur ekki steinn yfir steini. Þið í minnihluta bæjarstjórnar báruð ábyrgð á boðun fundarins með samþykki ykkar og berið þar af leiðandi sökina, hafi ekki verið rétt að því staðið. Alveg með sömu orðum stenst ekki mál þitt um að þið, í Sjálf- stæðisflokknum, hafið verið rænd tækifæri til að koma málum á dagskrá. Þið áttuð völina. Þau vinnubrögð sem þú lýsir eru ekki dæmigerð fyrir eitt né neitt því meginhluti fundarins voru fundar- gerðir frá því fyrir kosningar. Nema þá helst vitnisburður um hvernig unnið var á síðasta kjörtímabili með aðstoð Sjálfstæðismanna. Þessi fundur gefur ekki loforð um framhaldið hjá öðrum en ykkur minnihlutamönnum, og sýnirvonandi að íbúar þessa bæjar völdu rétta leið í kpsningunum. Ég sakna þess í grein þinni að þú fjallar ekkert um ráðningu bæjar- stjóra, þar sem minnihlutinn kaus að sitja hjá og leggja þess í stað fram sérstaka bókun um að honum væri málið „óviðkomandi“. Skýringin á þessari þögn þinni er kannski eðlileg, þegar tekið er tillit til ummæli tveggja samherja þinna Árna Sigurðssonar og Geirþrúðar Charlesdóttur um að þeim þætti það voðalega leiðinlegt að geta ekki greitt atkvæði (mega ekki greiða atkvæði) með ráðningu bæjar- stjórans. Fleiri orð ætla ég nú ekki að hafa um þetta mál, en ítreka þá ósk mína að þú segir skýrar frá næst. Svona mál skipta ekki svo ýkja miklu um framtíð þessa bæjarfélags og væri nær að ágreiningurinn væri um eitthvað stærra en þetta. Ég vona svo að okkur bæjar- fulltrúum auðnist að vinna saman að framfaramálum kaupstaðarins, og áð treysta megi því að horft verði fram á við en ekki til baka. Með kratakveðju, Halldór S. Guðmundsson Til sölu verslunin IRPA, sem er sérverslun með skófatnað o.fl. Nánari upplýsingar í símum 4544 og 4168. SKOR & TOSKUR Ljóninu Skeiði - sími 4168

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.