Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.07.1986, Síða 8

Bæjarins besta - 01.07.1986, Síða 8
Landsbanki Islands RÆIARINS BES’IA 100 ára Fyrsti banki landsins tók til starfa 1. júlí 1886 Fyrsta húsnæði Landsbanka íslands voru tvö herbergi í húsi Sigurðar Kristjánssonar bóksala í Reykjavík. Húsið stóð við Bakarastíg (Bakarabrekku), en síðar var gatan kennd við bankann. Þetta er hlaðið grásteinshús og nefnist nú Bankastræti 3. Þar er Bókaverslun Sig. Kristjánssonar enn til húsa öðrum megin (nær Verslunarbankanum), en hinum megin (að neðanverðu) er Snyrtivöruverslunin Stella. Landsbankinn er fyrsti banki á íslandi og hefur um langt skeið verið stærsta bankastofnun landsins. Starf hans byggðist í upphafi á lögum sem Alþingi samþykkti sumarið 1885 og konungur staðfesti 18. sept. þá um haustið. Reglugerð um bankann var síðan gefin út 5. júní 1886. Aðdragandi bankastofnunar var alllangur. Hugmyndir um stofnun banka á íslandi komu fram á Þing- vallafundi sumarið 1853. Þar var samþykkt að skora á Alþingi ,,að þingsins 1885. Bergur Thorberg landshöfðingi mun hafa átt mestan þátt í því að rhiðla málum og koma á samstöðu um bankastofnunina. Að frumkvæði hans samdi stjórn danska Þjóð- bankans í Kaupmannahöfn frum- varpið um hinn íslenska banka. Það byggðist á því að bankinn yrði stofnaður á lánstrausti Landssjóðs, þ.e. að Landssjóður gæfi út seðla að upphæð hálf milljón króna og lánaði þá bankanum sem starfsfé. Einnig cilcy&javííí. 3o./ᣠ18^ ^Áaw\) ^ Laao) íftrfét/tlL fr Aal iijiimi Itcunml fj, iujLojV, i^xnium ew\jUu!.a) mwújo iwunó .uwj Fyrsti víxill Landsbankans var gefinn út 30. júlí 1986. Hann er varðveittur í Landsbanka íslands. Bakarastígur um 1900. Fyrsta afgreiðsia Landsbankans var i húsi Sigurðar Kristjánssonar bóksala (þriðja hús frá vinstri sem nú heitir Bankastræti 3). Frímerki helgað aldar- afmæli Landsbankans kemur út á afmælisdaginn. Á því er mynd af hinu endurbyggða húsi við Austurstræti sem tekið varí notkun 1. mars 1924. nægir peningar geti fengist til brúkunar í landinu". Áskorun þessi varð til þess að Alþingi samþykkti þetta sumar bænarskrá til konungs um að stofnaður yrði banki á íslandi. Konungur varð ekki við því. Tveimur árum síðar, 1. apríl 1855, gengu í gildi lög um íullt verslunar- frelsi á íslandi. ( kjölfar þeirra urðu óskirnar um ísienskan banka sífellt magnaðri. Þrátt fyrir miklar umræður og mikil skrif um þéssi mál var það ekki fyrr en á Alþingi 1881 sem flutt var frumvarp um stofnun lands- banka. Deilur innan þings og utan ollu því að málið dróst fram til voru þarna ákvæði um að Lands- sjóður legði fram tíu þúsund krónur til að koma bankanum á fót. Frumvarpið var samþykkt með smávægilegum breytingum og var þarna um að ræða fyrstu seðlaútgáfu á íslandi. Bankinn fór ekki geyst af stað. Hann var í fyrstu oþinn tvo daga í viku, tvo tíma í senn. Fyrsti banka- stjóri Landsbankans var Lárus E. Sveinbjörnsson háyfirdómari og

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.