Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.07.1986, Síða 9

Bæjarins besta - 01.07.1986, Síða 9
BÆfARI NS BESTA 9 Landsbankinn á ísafirði hefur verið til húsa á fimm stöðum í bænum Hér var þó viö ramman reip aö draga, því að íslandsbanki, sem stofnaður var árið 1904 með erlendu fiármagni, kom sama ár á fót útibúi á Isafirði. Augljóst er að róðurinn hefur verið þungur. En Landsbankinn var heppinn að því leyti, að Þorvaldur Jónsson héraðslæknir, sem stjórnað hafði Sparisjóðnum frá upphafi, tók að sér stjórn útibúsins. Hann var vinsæll maður og forystumaður f málefnum fjórðungsins. Þrátt fyrir til- komu íslandsbanka tókst að halda í horfi og hefur útibúið síðan dafnað vel og verið lyftistöng Vestfirðinga. Reglugerð fyrir útibú Landsbankans á ísafirði var staðfest af Stjórnarráði Islands 20. febrúar 1904. Auglýsing um stofnun útibúsins var birt í blaðinu Vestra 14. maí. Daginn eftir tók útibúið til starfa, hinn 15. maí 1904. Það er því komið á níræðisaldur. Rætur þess eru þó miklu eldri. Sparisjóður ísfirðinga var stofnaður árið 1876. Þegar útibú Landsbankans var stofnað náðust samningar um að það tæki við starfsemi Spari- sjóðsins. Mánagata 9 á ísafirði. Hér var Sparisjóður ísfirðinga til húsa 1876-1904 og síðan Landsbankinn fram til 1918. Gatan nefndist fyrrum Bankagata. Bankastjorar utibusins hafa verið þessir: 1. Þorvaldur Jónsson 1904-14. 2. Jón A. Jónsson 1914-23. 3. Helgi Guðmundsson 1923-26. 4. Sigurjón Jónsson 1926-37. 5. Guðjón E. Jónsson 1937-50. 6. Einar B. Ingvarsson 1951-68. 7. Georg Hansen 1969-71. 8. Helgi Jónsson 1972-77. 9. Þór Guðmundsson 1977-78. 10. Haraldur Valsteinsson 1979-85. 11. Birgir Jónsson 1986-. Fyrstu fjórtán árin var útibú Landsbankans á (safirði I húsi Spari- sjóðsins við Bankagötu, eins og hún var þá kölluð. Nú heitir hún Mána- gata og húsið er nr. 9, norðan við Elliheimilið. Árið 1918 fluttist útibúið í safn- aðarhúsið Hebron. Skoski trúboðinn Nisbet, síðar læknir, hafði látið byggja það. Á seinni áratugum hafa Starfsfólk Landsbankans á isafirði á aldarafmælinu. Nokkrir fastir starfsmenn eru i sumarfrii en sumarfólk er komið á vettvang. Á myndinni eru 6 karlar og 19 konur. Varðandi hlutföll kynjanna má geta þess til samanburðar, að á mynd sem tekin var af starfsfólki á 40 ára afmæli útibúsins árið 1944 eru sjö karlar og ein kona. menn þekkt þetta hús sem Góð- templarahúsið. Enn fluttist útibúið búferlum árið 1926 og þá í Stjörnuna við Pólgötu, þar sem séra Sigurður bjó seinna en Pólarvídeó er nú. Árið 1934 var flutt í Aðalstræti 24, þar sem Eplið er nú. Árið 1958 fiuttist bankinn loks í nýja Landsbankahúsið að Pólgötu 1, þar sem aðsetur hans er enn. Nú starfa um 30 manns í Lands- bankanum á (safirði. Hlutdeild hans í útlánum á vestanverðum . Vest- fjörðum er rétt um 50% á móti Útvegsbankanum og sparisjóðunum, en í innlánum er hlutdeild hans tæp 40%. Þessi hlutföll hafa haldist svipuð undanfarin ár. Hvað rekstrarafkomu snertir er útibú Landsbankans I hópi hinna betri og staða þess við aðalbanka og Seðlabanka góð. Það er eitt af fáum útibúum sem hafa staðið sig skikkan- lega í þeim efnum. gegndi hann bankastjórastarfinu ásamt dómaraembættinu. Gæslu- stjórar bankans, kosnir af Alþingi. voru Eiríkur Briem prestaskóla- kennari og Jón Pétursson dómstjóri. Aðrir starfsmenn bankans voru tveir, Halldór Jónsson gjaldkeri og Sig- hvatur Bjarnason bókari. Sparisjóðsstarfsemi bankans hófst ekki fyrr en vorið 1887 þegar Spari- sjóður Reykjavíkur sameinaðist honum. Eftir það var opnunartími bankans smálengdur uns hann var opinn alla virka daga árið 1899. Þá fluttist hann í hið nýja hús sitt við Austurstræti 11. Það hús eyðilagðist að miklu leyti I brunanum mikla vorið 1915, en allar bækur bankans voru heilar og óskemmdar. svo og öll verðmæt skjöl oa peningar. Húsið var síðan endur- byggt og stækkað mikið og tekið I notkun árið 1924. Það var þátalið eitt vandaðasta hús höfuðborgarinnar að öllum búnaði. Meðal annars var það prýtt veggmyndum eftir fremstu iistamenn þjóðarinnar. Árið 1900 var Veðdeild Lands- bankans stofnuð með sérstökum lögum. Með lagasetningu 1928 var Landsbankinn síðan gerður að seðlabanka. Samkvæmt þessum lögum skyldi Landsbankinn starfa í þremur deildum með aðgreindum fjárhag, en þær voru Sparisjóðsdeild, Veðdeild og Seðlabanki. Þegar fram liðu stundir jókst þeirri skoðun fylgi, að ekki væri eðlilegt að sú stofnun sem ábyrgð bæri á seðlaútgáfu og gjaldeyrisvarasjóði væri jafnframt umsvifamesti við- skiptabanki landsins. I framhaldi af þessu var bankanum skipt árið 1957 í tvær aðaldeildir, Viðskiptabanka og Seðlabanka, sem hvor skyldi lúta sérstakri stjórn. Endanleg varð skiptingin svo 1961 þegar Seðla- banki Islands var stofnaður. Fyrstu ár Landsbankans hafði hann ekki afgreiðslu nema í Reykja- vík. Um aldamótin var farið að huga að stofnun útibúa. Fyrst var opnað útibú árið 1902 á Akureyri, síðan árið 1904 á ísafirði. Útibúin á Eskifirði og Selfossi voru síðan opnuð árið 1918. Önnur afgreiðsla I Reykjavík var opnuð árið 1931 og nefnd Austur- bæjarútibú. Síðan liðu 20 ár uns Langholtsútibú var stofnað árið 1951. Eftir það hefur afgreiðslum fjölgað ört. Úm síðustu áramót voru þær orðnar 42 um allt land. Samkvæmt lögum um Lands- bankann frá 1885 var tilgangur hans ,,að greiða fyrir peningaviðskiptum í landinu og styðja að framförum atvinnuveganna". Bankinn hefur alltaf leitast við að vera þessum tilgangi sínum trúr, enda eru útlán hans til atvinnulífsins nú um helm- ingur allra útlána banka og spari- sjóða af því tagi. Hæst er hlutdeild bankans í útlánum til sjávarútvegs eða 68%, en hlutdeild hans í lánum til landbúnaðar og iðnaðar er um 44%. Þrátt fyrir það hefur hann ekki vanrækt skyldur sínar gagnvart ein- staklingum. enda frá þeim kominn meirihluti þess sparifjár sem bankinn hefur til umráða. (HÞM — ýmsar heimildir).

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.