Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.07.1986, Page 10

Bæjarins besta - 01.07.1986, Page 10
10 fr£[AR[NS BESTA Gífurleg auðæfi fara gegnum útibú Landsbankans á ísafirði Rætt við Birgi Jónsson bankastjóra Bankastjórinn í útibúi Landsbankans á ísafirði er Birgir Jónsson. Hann tók við starfinu af Haraldi Valsteinssyni um síðustu áramót. Birgir er Sunniendingur og hefur alið aldur sinn að mestu á Suðurlandi. Hann er Biskupstungnamaður að uppruna en fluttist til Selfoss og byrjaði starfsævi sína í Landsbankanum þar fyrir rúmum tuttugu árum. Síðan hefur hann unnið bankastörf „og kann ekkert annað” að eigin sögn. Lengst af hefur Birgir verið á Selfossi. Eitt sinn var hann þó tæpt ár á Höfn í Hornafirði og tvisvar hefur hann dvalist utan lands við nám. Ég kom að máli við Birgi í bankanum og spurði hann fyrst hvernig honum þætti að vera kominn hingað til ísafjarðar. Birgir Jónsson Þetta er auðvitað heilmikil breyting, bæði fyrir mig og fjölskylduna, að koma úr iðnaðarbæ í landbúnaðar- héraði og setjast að í sjávar- útvegsbæ. En ég get ekki annað en verið bjartsýnn á veruna hér. Okkur hefur verið afskaplega vel tekið. Hér í bankanum eru mörg verkefni að fást við og mikið líf í kringum hann. Ég hef eignast hér eínstaklega góða vinnu- félaga. Það hefur mikið að segja, því að starfið er stór hluti af lífinu. Eru viðskiptavinir bankans hér ámóta skilvísir og gengur og gerist? Ég held að vanskil hér séu ekki meiri en ég á að venjast. Auðvitað er fólk misjafnlega á vegi statt, en það er ekki lögbrot að vera fátækur. Hingað eru fátækir jafnvelkomnir og — Afmælisboð Landsbankans á Isafirði Á afmælisdaginn, þriðjudaginn 1. júlí, verður viðskiptavinum Landsbankans boðið upp á kaffi og afmælistertu á af- greiðslutímanum. Allir þeir sem eiga erfitt með að komast í bankann á venjulegum tíma eru líka velkomnir í afmæliskaffi kl. 5-7 um kvöldið. Um hádegið frá hálftólf til hálftvö verður grillveisla í bankanum fyrir yngri kyn- slóðina. BB sendir afmælisbarninu og þó einkum stjórnendum þess og öðru starfsfólki bestu kveðjur í tilefni dagsins. ______________________________________7 aðrir. Hins vegar er gamla sagan að takmarkað fjármagn er til. Vandinn er að útdeila því. Hefur eftirspurn eftir lánsfé ekki minnkað neitt við verðtryggingu útlána? Ekki verður séð að hún hafi minnkað að neinu marki. Hér er full- bókað í vitjunum alla daga og menn spyrja yfirleitt ekki um kjörin. Hvað einkennir helst þetta bankaútibú? Sérkenni þess er að gífurleg auðæfi fara í gegnum það. Hér á Vestfjörðum koma geysileg verð- mæti á land. Hlutur Vestfirðinga í fiskveiðum og fiskiðnaði er afar stór ef miðað er við aðra landshluta. Aftur á móti er sjávarútvegurinn í heild rekinn með tapi, þannig að fjármagnið fjarar undan okkur aftur. Reyndar eru meðaltekjur hér mjög háar, en spurningin er hvort fólk vill festa peningana sína hér. Töluvert ber á því að fólk trúi ekki á framtíð sjávarþorpanna. Það er auðvitað mjög alvarlegt fyrir þjóðfélagið. Við búum hér við gullkistu þjóðarinnar. Til þess að hægt sé að nýta hana verður að vera hér áfram blómleg byggð og gott og duglegt fólk. Ef þú ættir þér eina ósk sem úti- bússtjóri á ísafirði... ...þá mundi ég óska þess að bankinn hér héldi áfram að vera bakhjarl atvinnulífs og einstaklinga á Vest- fjörðum eins og hann hefur verið í rúm áttatíu ár. HÞM VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN HF. AÐALSTRÆTI 24, 400 ISAFIRÐI Útboð Byggingasamvinnufélagið Hlíf á ísafirði óskar eftir tilboðum í annan áfanga byggingu sjálfs- eignaíbúða fyrir aldraða, Hlíf II. Verkið felst í fullnaðarfrágangi innanhúss, frá fokheldu stigi að fullfrágengnu húsi. í húsinu verða 42 íbúðir, auk sameiginlegrar þjónustu. Útboðsgögn verða afhent hjá V.S.T. hf., Aðalstræti 24, 400 ísafirði, frá og með 27. júní, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð í Hlíf I, ísafirði mánu- daginn 21. júlí 1986 kl. 11:00. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN HF. AÐALSTRÆTI 24. 400 ÍSAFIRÐI Til sölu Mazda 626 1600, árgerð 1982, ekinn 26.000 km Vel með farinn bíll. Upplýsingar í síma 7459 eftir kl 19. Til sölu Til sölu er opnanlegur þakgluggi (plastkúpull). Glugginn er ónotaður 60 x 60 cm og er á sökkli. Upplýsingar í síma 4017. Barnapössun Óska eftir 12-13 ára stelpu eða strák til að passa í Holtahverfi til 16. ágúst. Upplýsingar í síma 3997 eftir kl. 7 á kvöldin. Til sölu Bronco Sport árgerð 1972, 302 cubic, sjálfskiptur + vökvastýri. Verð kr. 80.000 staðgreitt. Upplýsingar gefur Arnþór I vinnu- síma 7370 og heimasíma 7118. Til sölu Mustang árgerð 1966, verð kr. 20.000- Willy’s skúffa og 4 spoke felgur 10x15, 5 gata. Upplýsingar gefur Arnþór í vinnu- síma 7370 og heimasíma 7118. Til sölu Cortina árgerð 1974. Þarfnast lag- færingar. Upplýsingar í síma 4189. Tapað-fundið Tölvuúr tapaðist í eða við Vallar- húsið þriðjudaginn 24. júní s.l. eftir leik Stefnis og I.B.I. í 5. flokki. Finnandi skili því í Vallarhúsið til Hauks. AA samtökin Fundartími AA samtakanna á ísafirði, að Aðalstræti 42 Sunnudaga kl. 11:00 Mánudaga kl. 18:00 Þriðjudaga kl. 21:00 Miðvikudaga kl. 21:00 Föstudaga kl. 22:30 Símatími hálfri klukkustund fyrirfund í síma 3411 ATH Fyrsta sunnudag hvers mán- aðar er opinn fundur og eru þá allir velkomnir. AL-Anon ísafirði Við minnum á AL-Anon fund- ina á mánudögum kl. 21:00. Fundir með byrjendum hefjast kl. 20:30 í AA-húsinu. AL-Anon. AA-Bolungarvík Bolungarvíkurdeild, fundir á fimmtudagskvöldum kl. 21:00 í Verkalýðsfélags- húsinu.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.