Bæjarins besta - 01.07.1986, Side 16
ísfirðingar fá
sterkara bensín
Núna þriðjudaginn 1. júlí leggur bíll af
stað að sunnan með sterka bensínið
handa ísfirðingum og daginn eftirætti
það að verða til sölu, að sögn Harðar
Þorsteinssonar á bensínstöðinni.
Annars fengu landsmenn sterka
bensínið svo óvænt að víða skorti
aukatanka og útbúnað. Hér á ísafirði
er ekki enn hægt að geyma það í
birgðaportinu, en væntanlega verður
búið að leysa það mál áður en næsti
farmur kemur. Hvað sem því líður
verður tryggt að nýja bensínið fáist
hér áfram.
Hingað til hefur verið bagalegt fyrir
þá sem hafa látið stilla bílana sína
fyrir nýja bensinið að þurfa að nota
gamla bensínið úti á landi.
Bensínsjálfsali?
Hörður Þorsteinsson var spurður
hvort ekki væri von á sjálfsala á
bensínstöðina hér. Hann sagði að
ísafjörður væri ekki á dagskrá í
augnablikinu, en sjálfsalinn mundi
koma fyrr eða síðar. Olíufélögin þrjú
eiga bensínstöðina saman, en Esso
er rekstraraðili. Hörður sagði að því
væri borið við að engir sjálfsalar
væru tiltækir.
Mikil og tíð skemmdarverk eru
unnin kringum bensínstöðina, að
sögn Harðar, Ijósaörvarnar brotnar
aftur og aftur, vatnsslöngur skornar
í sundur og um helgar eru flöskubrot
um allt. Bærinn er reyndar ein hrúga
af rusli og glerbrotum eftir hvíld og
fögnuð helgu daganna.
...það sem keisarans er
Sjálfu félagsmálaráðuneytinu auðn-
aðist ekki að finna oddvita Múla-
hreþps og þar smugu innfæddir
undan lagaákvæðum um kosningar.
En tveir eru þeir sem enginn fær
umflúið: Skatturinn og dauðinn.
Hætt er við að Grettir og Gisli
Súrsson hefðu ekki sloppið í tuttugu
ár ef Ólafur Helgi hefði verið
skattstjóri á þeim tíma.
VersliÓ
meÓVISA
K
iC.
v.
★ Samlokur
★ Hamborgarar
★ Smurt brauð og snittur
Hjá okkurer
aðeins það besta nógu gott
HAMRABORG
SÍMI3166
ÍSAFIRÐI
m:jarins
BESTA
YT7 H-PRENT SFT
/ X \ SÍMI4560
REYKJAVK 200 ARA
AFMÆUSDAGURINN
16. ÁGÚST
Kl. 16:00
Sýningin „Reykjavík í 200 ár“
opnuð að Kjarvalsstöðum. Kynnt
er þróun á byggð í Reykjavík,
mannlíf og bæjarbragur á
hverjumtíma.
YfirgripsmM og forvitnileg
sýning. Stendur til 28. september.
17. ÁGÚST
Kl. 09:00
í Viðey. Menntamálaráðherra
afhendir Reykjavíkurborg að gjöf
eignir rikisins í Viðey.
Kl. 11:00
Guðsþjónustur í kirkjum og
messustöðum borgarinnar.
Kl. 14:00
Hátíðarguðsþjónusta
íDómkirkjuimi
Kl. 16:00
„TæknisýningReykjavíkur"
opnuð í nýja Borgarleikhúsinu.
Tæknistofnanir, vélar og búnaður
borgarinnar kynnt á lifandi hátt
með likönum, myndum ofl.
Vönduð og mjög áhugaverð
sýning. Opin almenningi til
31.ágúst.
AGUST
Kl. 10:00
Forseti íslands kemur í opinbera heimsókn til Reykjavíkur.
KL 13:30
Skrúðgöngur leggja aí stað frá Austurbæjarskóla og Melaskóla.
Kl. 14:00-18:00
Fjölskylduskemmtun, samfelld dagskrá í Lækjargötu,
Hljómskálagarði og Kvosinni
Otrúlega fjölbreytt skemmtiatriði. íþróttakeppni, rokktónleikar,
lúðrasveitir, danssýningar og margt, margt fleira.
Veitingar verða einstakar: Kveikt verður lengsta grill landsins
í Hljómskálagarði að ógleymdri lengstu
afmælistertu í heimi á langborði. Reykvfldngum
og landsmönnum öflum er boðið til veislunnar.
Þetta er úrvals dagskrá fyrir afla íjölskylduna.
Kl. 21:00
Leikþættir, tórflist, ávörp, dans og fleiri skemmtiatriði.
Hátíðarhöldum (fagsins Pnr með mjög stórbrotinni
flugeldasýningu fra Amarhófl rétt undir miðnætti.
Landsbyggðarfólk
Verið velkomin til höfuðborgarinnar.
Samfögnum í miðborg Reykjavíkur,
tökum þátt í sögulegum hátíðahöldum.
19. ÁGÚST
Kl. 14:30
Reykj avíkurkvikmyndin
frumsýnd í Háskólabíói. Borgin
hefur látið gera þessa 90 mínútna
löngu kvikmynd í tilefni
afmælisins. Myndin verður sýnd
áframíbíóinu.
Kl. 21:00
Rokkhátíð á Amarhóli
20. ÁGÚST
Kl. 21:00
Jasstónleikar á Amarhóli
á vegum Jassvakningar.
Þetta eru helstu dagskrár-
atriðin sem Afmælisnefnd
Reykjavíkur stendur að,
afmælisdaginn sjálfan og
dagana á undan og eftir.
Auk þess er bent á ýmis
mót og semkomur i tilefni
afmælisins sem fjölmörg
félagasamtök i borginni
standa sjálf að.
V ✓ ]
Afmælisnefnd ffl Reykjavíkur