Bæjarins besta - 06.01.1987, Blaðsíða 8
8
BÆJARINS BESTA
Tryggvi Guðmundsson:
Siðferðiskreppa
Helgarpóstsins
Hr. rítstjóri.
í Helgarpóstinum 30. desember sl.
var fjallað um innheimtu útsvara á
ísafirði. Eftirfarandi grein er andsvar
við þeim skrifum. Hún hefur verið
send til birtingar á sama vettvangi,
en að fenginni reynslu af Helgar-
póstinum tel ég öruggara að biðja
líka um birtingu í 88, svo að efnið
komist örugglega óbrenglað til skila.
Málið snertir líka alla útsvars-
greiðendur á ísafirði.
T. G.
í síðasta tölublaði Helgarpóstsins
á nýliðnu ári var fjallað um störf mín
fyrir ísafjarðarkaupstað.
Eftir að hafa lesið fyrri rógskrif
blaðsins um lögmannastéttina á ís-
landi, átti ég ekki von á málefnalegri
umfjöllun. Engu að síður kom mér á
óvart hið algjöra siðleysi blaða-
mannsins, Gunnars Smára Egils-
sonar, sem ég reikna með að telji sig
starfa samkvæmt siðareglum Blaða-
mannafélags (slands.
Fyrir alllöngu hringdi Gunnar
Smári í mig í önnum dagsins á skrif-
stofuna og átti við mig óformlegt
spjall um innheimtumál. Kvaðst hann
m.a. vera að velta fyrir sér aukinni
innheimtuþjónustu lögmanna fyrir
opinberar stofnanir og gjaldtökum
lögmanna, ástæðum þessarar þró-
unar, og hver yrði heppilegasta
þróun þessara mála. Ræddum við
mál þessi drjúga stund og í lok sam-
talsins féllst ég á að ræða þau frekar
við hann síðar. Eftir það hefur
Gunnar Smári ekki haft samband við
mig. Þriðjudaginn 30. des. birtist hins
vegargrein í Helgarpóstinum, undirS
dálka fyrirsögn, sem fjallar að miklu
leyti um störf mín fyrir ísafjarðar-
kaupstað. Á sömu síðu er klippt og
skorið saman ,,viðtal“ við mig, þrátt
fyrir að Gunnar Smári hafi ekki nefnt
það við mig einu orði að nokkuð yrði
eftir mér haft. Reyndar gerði hann
ekki svo mikið sem óska eftir heimild
til þess. Þetta „viðtal" er sett upp
með þeim hætti, að ætla má að lög-
menn beiti hrottaskap og jafnvel
líkamlegu ofbeldi við störf sín.
Uppsetning og efni aðalgreinar-
innar er á sömu lund: í fyrirsögn er
gert líklegt að innheimtulaun mín
vegna þessa starfa nemi hundruðum
milljóna. í smáa letrinu má þó átta sig
á því að þetta er einhver upphæð
sem blaðið áætlar vera innheimtu-
laun allra lögmanna á íslandi. Allir
aðrir útreikningar blaðsins og for-
sendur þeirra, eru valdir með því eina
markmiði að sýna starfsemi lög-
manna í sem verstu Ijósi.
Á að refsa þeim
sem standa í skilum?
Róggreinaflokk sinn um lögmenn
byggir blaðið ekki á neinum stað-
reyndum, heldur eigin áliti og prívat-
skoðunum einstakra manna. Skoð-
unum um að kröfueigendur megi ekki
notfæra sér þjónustu lögmanna
nema þeir greiði kostnaðinn sjálfir,
þegar lögtaksréttur fylgir kröfunni.
Þessu er haldið fram fullum fetum
þrátt fyrir þá staðreynd að hin smærri
sveitarfélög hafa átölulaust og í
verulegum mæli notfært sér þjónustu
lögmanna á undanförnum árum,
enda flestum þeirra fjárhagslega um
megn að hafa lögfræðing í föstu starfi
í þessu skyni.
Það að hafa lögfræðing í föstu
starfi annars vegar, og njóta þjónustu
frá lögmannsstofu hins vegar, er
tvennt ólíkt. Gunnar Smári ber þetta
tvennt saman í sinni ýktustu mynd,
án þess að útskýra fyrir lesendum í
hverju mismunurinn liggur. Mis-
munurinn liggur í því, að þegar notuð
er þjónusta lögmanns greiðir van-
skilamaðurinn allan innheimtu-
kostnað sjálfur, en þegar sveitar-
félagið hefur lögfræðing i starfi,
leggst þessi kostnaður jafnt á alla
gjaldendur sveitarfélagsins í formi
útsvara. Jafnt á skilamenn sem
vanskilamenn. Spyrja má: Hvort er
réttlátara?
Ég ætla mér ékki að setjasí I
dómarasæti og skera úr um það, og
því síður tel ég Helgarpóstinn þess
umkominn.
í samræmi við allan málflutning
Helgarpóstsins er svo látið að því
liggja að vinna mín hafi engum
árangri skilað fyrir , ísafjarðar-
kaupstað. Hið rétta er áð innheimta
útsvara hefur batnað um 5-7% á
liðnu ári.
Ég ætla ekki að ræða mál þetta
frekar efnislega hér, enda verður
Helgarpósturinn síðasta blaðið sem
ég treysti til málefnalegrar um-
fjöllunar. Ég vil benda lesendum á
hvernig blaðið hefur rekið rógs-
herferð sína gagnvart lögmönnum
undanfarin ár. Er skemmst að
minnast þess er lögmenn í Reykjavík
voru vændir um fjársvik og fleiri
alvarleg hegningarlagabrot. í það
skiptið gekk blaðið of langt og varð
að viðurkenna skömm sína. Síðan
hafa lögmenn ekki verið bornir
beinum sökum, heldur dylgjur látnar
nægja og fjallað um þá sem illa inn-
rætta okrara, sem séu þjóðfélaginu til
óþurftar.
Lítiífjörleg sölumennska
Helgarpóstsins
Það er engin tilviljun að lögmenn
hafa orðið skotspónn Helgar-
póstsins. Lögmenn gegna mjög
vandasömu og oft óvinsælu hlutverki
í þjóðfélaginu. Þeir þurfa oft að knýja
fólk til að efna skuldbindingar sínar