Bæjarins besta - 06.01.1987, Side 12
Til fyrrverandi Lionsmanna á ísafirði
í tilefni þess að á þessu ári eru liðin þrjátíu ár síðan
Lionsklúbbur ísafjarðar var stofnaður, vill stjórn Lionsklúbbs
ísafjarðar bjóða ykkur að sitja fyrsta fund afmælisársins, sem
haldinn er á Hótel ísafirði þriðjudaginn 13. janúar 1987 kl.
20:30, stundvíslega.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 4111 — eða til Guð-
mundar Þórðarsonar (3888), Ernis Ingasonar (3969) eða
Kristjáns Kristjánssonar (3618).
Matarverð 500 kr. stjóm Uonsk,úbbs feaf/ardar.
----------------_J
Álfagleði í
Bolungarvík
Það verður mikið um að vera í
Bolungarvík á laugardagskvöldið
kemur. Skrúðganga leggur af
stað frá Grunnskólanum klukkan
átta og verður þar fjölskrúðugt
lið: Álfakóngur og drottning hans
ríðandi í fararbroddi, prinsar og
prinsessur, álfameyjar og álfa-
sveinar úr lægri stéttum, Ijósálfar
og dökkálfar, Ijóti kallinn.Grýlaog
Leppalúði, jólasveinar, og auk
þess bæði Bolvíkingar og ísfirð-
ingar.
Gengið verður með kyndla
sem leið liggurtil íþróttavallarins,
þar sem sungið verður dátt og
dansað kringum brennu. Reynd-
ar verður að venju stansað á
leiðinni og sungið hjá Sjúkra-
húsinu.
Álfagleðin er haldin um
þrettándaleytið til skiptis í
Bolungarvík og á ísafirði. Mörg
félagasamtök manna og álfa og
ýmissa kynjavætta í Bolungarvík
og fjöllunum í kring standa að
fagnaði þessum.
Þarna er eiginlega verið að
framlengja jólin, því að þrettándi
og síðasti dagur þeirra er þriðju-
daginn sjötta janúar. Ýmsir eru
Mannfagnaður í Hnífsdal:
37 hlutu viðurkenningu ÍBÍ fyrir
framúrskarandi árangur á skíðum
og í sundi á liðnu ári
Fyrir áramótin veitti ÍBÍ sam-
kvæmt venju viðurkenningu þeim
íþróttamönnum ísfirskum, sem á
árinu settu íslandsmet, urðu
íslandsmeistarar eða komust í
landslið. Og þetta var enginn
smáhópur að þessu sinni, þrjátíu
og sjö manns! Annars vegar var
þarna um skíðafólk að ræða, og
hins vegar sundfólk.
Daginn fyrir gamlársdag efndi
bæjarstjórn ísafjarðar til mikils
samkvæmis þar sem þetta fólk
var heiðrað, og jafnframt var
tilkynnt um val íþróttamanns
ísafjarðar (sjá forsíðu).
hins vegar þeirrar skoðunar, að
jólum Ijúki tæpast formlega fyrr
en með álfadansi og brennu.
Samkvæmt því er sautjándinn
á laugardag í Bolungarvik.
Afreksfólkið úr Sunddeild Vestra ásamt Gunnari Péturssyni.
*
Húskveðja
í lok ársins var ,,hvíta pakk- niður að sjónum og afhenda það
húsið“ við Sindragötu rifið. Hús klúbbi siglingamanna til afnota.
þetta var áður í eigu Kaupfé- Hins vegar kom í Ijós að það
lagsins, en bæjarsjóður eignaðist þarfnaðist svo mikilla endurbóta
það í makaskiptum fyrir nokkrum og styrkingar fyrir flutning, að
árum. Ætlunin var að færa húsið slíkt taldist frágangssök.
Gunnar Pétursson varaformaður ÍBÍ ávarpar skíðafólkið sem hlaut
viðurkenningu ÍBÍ fyrir framúrskarandi árangur á landsmælikvarða.
Ólöf Björnsdóttir og Jón Ólafur Árnason gátu ekki verið viðstödd
athöfnina, og tóku feður þeirra við viðurkenningunni fyrir þeirra hönd.