Vísbending


Vísbending - 11.12.2020, Blaðsíða 3

Vísbending - 11.12.2020, Blaðsíða 3
Ásgeir Brynjar Torfason doktor í fjármálum V Í S B E N D I N G • 4 6 . T B L . 2 0 2 0 3 Auðlegð þjóðanna og kenningin um grandvarar skoðanir (eða siðlegar tilfinningar) 1 Vísbending: 39. og 43. tbl. 38. árg. 23. okt. og 20. nóv. 2020 2 Adam Posen, Financial Times, 24. nóv. 2020: Lessons from Japan: High-income countries have common problems, https://on.ft.com/3lZzTIn 3 Foreign Policy, 21. nóv. 2020: https://foreignpolicy.com/2020/11/21/fed-ecb-constitutional-crisis-is-coming-for-big-finance-too/ 4 Bloomberg, 8. des. 2020: https://www.bloomberg.com/news/articles/2020-12-08/world-s-oldest-central-bank-says-new-crisis-tools-will-be-needed 5 https://www.riksbank.se/sv/press-och-publicerat/tal-och-presentationer/20202/ingves-en-riksbank-rustad-for-framtiden/ 6 Adam Smith (1759) The Theory of Moral Sentiments, heiti greinarinnar vísar til þýðingartilarunar á nafni bókarinnar Ísíðustu tveimur greinum mínum hér í Vísbendingu1 hef ég fjallað um gífurlega skuldaaukningu um allan heim. Rétt er að minna á að skuldir eins eru ávallt eign einhvers annars. Það góða við vöxt skuldanna núna er að þær eru að mestu í eigu okkar sjálfra, ef að lífeyrissjóðir og seðlabankar halda þeim á sínum efnahagsreikningum eins og raunin er að verða víðast um veröld nú.2 Grundvöllur alls bókhalds er að efnhagsreikningur er í jafnvægi þannig að eignir jafngilda skuldum. Þar sem opinberu skuldirnar okkar eru samhliða sameiginlegur sparnaður okkar þá snýr næsta skref að því að skoða í hvað þær fara. Í hvað er þessum skuldum eytt. Það er grundvallar bókhaldsleg staðreynd í ein- földuðum þjóðhagsreikningum að sparnaður jafngildir fjárfestingu. Því er mikilvægt að sjónum sé beint að fjárfestingunni. Ríkið og markaðurinn Undanfarna áratugi hefur vinsælasta hug- myndin varðandi fjármál hins opinbera verið sú að þau þurfi að minnka að umfangi til þess að einkaframtakið geti séð um sem mest undir ægivaldi fjármálamarkaðanna sem vaxið hafa gífurlega undanfarna sömu áratugi. Þessu hefur nú öllu verið snúið á hvolf á einu ári sem nú er brátt á enda runnið. Sjaldan hafa orðið eins miklar breytingar á hugmyndafræði efnahagslífsins. Því fylgir mikil endurskoðun hagfræðikenninga, sem verið hafa reyndar í hægri þróun undanfarinn áratug en tekið álíka stökk fram á við undanfarna ellefu mánuði eins og þróun bóluefnis við faraldrinum. Fjármála- bólur hafa enda verið tíður gestur í efnahags- lífinu okkar undanfarna sömu fjóra áratugi en nú ættum við að geta losnað við þær bólur ef okkur tekst að fá hagfræðingana til að drekka elexírinn sem hjálpar þeim að losa sig við þrálát einkenni úreldrar hugmyndafræði eldgamallar nýfrjálshyggju og öfgafullrar einstaklingshyggju. Nýfrjálshyggjan sem farið hefur eins og faraldur og grafið undan grunnstoðum samfélagsins undanfarna fjóra áratugi er nú loks á öruggu undanhaldi. Aðeins þarf að sjá til þess að sem flestir, sérstaklega hagfræðingar, taki bóluefnið og kyngi því. Það er nóg að horfast í augu við raungögn til að átta sig á nauðsyn þess, en erfitt getur samt reynst að breyta inngrónum hug- myndum sem eiga miklu meira skylt við trú heldur en vísindi. Raunveruleikinn sýnir okkur það, bæði út frá raungögnum undanfarinna 200 ára eins og Piketty hefur dregið fram, og ekki síður núna í björgunaraðgerðum hins opinbera á markaðinum sem fraus. Í síðasta mánuði héldu bæði Christine Lagarde bankastjóri evrópska seðlabankans og Jerome Powell þess bandaríska, áfram að kalla eftir auknum ríkisútgjöldum. Adam Tooze sagnfræðiprófessor fjallar um það í nýlegri grein um dauða goðsagnarinnar um seðlabankana og aukið samfélagslegt hlutverk þeirra samhengi við gagnsæi og reikningsskil lýðræðisins sem grundvöll réttarríkisins þar sem eldveggurinn milli stjórnmála og pen- ingamála hefur aftur rofnað.3 Endurskoðuninni sem stendur yfir er engan veginn lokið. Seðlabankastjórar heimsins kalla einnig eftir nýjum aðgerðum og að ný krísu- tæki verði þróuð. Þar sem peningastefnan getur ekki lengur byggst á hinum gömlu aðferðum og tækjum til að bregðast við hinum nýju krísum4. Janet Yellen, væntanlegur fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, sem hætti fyrir tveimur árum sem seðlabankastjóri þar í landi hefur nýlega sagt að hætta eigi að kalla þær aðgerðir sem beitt hefur verið undanfarinn áratug óhefðbundnar þar sem þær eru orðnar venjan nú orðið. En í nýrri ræðu bætti bankastjóri elsta seðlabanka heims, Sveriges Riksbank, sem stofnaður var árið 1668, því við að nú þyrfti að þróa nýjar óhefðbundnar aðferðir. Þar sem heimurinn héldi áfram að breytast þá yrðum við að breytast með honum, samkvæmt ræðu Stefan Ingves í Stokkhólmi 8. desember 2020.5 Frelsi markaðarins og viðskiptafrelsið Þegar seðlabankarnir hafa nú tekið að sér þetta aukna hlutverk að kaupa eignir og fjármagna ríkissjóði þá er aftur orðin meiri áhersla á það hlutverk sem snýr að almannahagsmunum og ekki láta nægja að peningahagsmunirnir ráði ríkjum og stýri algerlega för. Það er gott þegar góðir hagfræðingar í nokkrum nýlegum greinum hér í Vísbendingu er farnir að byggja skrif sín um frelsið á gömlum góðum heimspekingum eins og John Stuart Mill en ekki síður þegar vitnað er til Adams gamla Smith. Það gleymist oft að Adam Smith, sem venjan er að kallaða föður nútímahagfræðinnar, var upphaflega prófessor í siðfræði við Háskól- ann í Glasgow. Bókin hans um auðlegð þjóð- anna (An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations, 1776) er oft nefnd höfuðrit hagfræðinnar, þaðan sem hugmyndin um hina ósýnilegu hönd hins frjálsa markaðar kemur. Reyndar minnist Smith bara einu sinni á þá hönd í bókinni og í öllum skrifum hans kemur hún fyrir þrisvar. Bókin er sennilega mest keypta hagfræðirit sögunnar, en mögulega einnig hið minnst lesna. Alvarlegast er þó hve skrif hans þar hafa verið tekin úr samhengi og ekki síst við fyrstu bók hans6 sem er mun mikilsverðara framlag til hugmyndasögunnar en auðlegðin. Það er ekki mín skoðun sérstak- lega heldur má lesa nánar um það í inngangi Amartya Sen í inngangi að 250 ára afmælisút- gáfu hennar. Einnig má lesa nánar um það í merkilegri bók eftir Mariönu Mazzucato um virði alls, (Value of Everything - Making and Taking in the Global Economy, 2018), sem Martin Wolf aðalhagfræðingur Financial Times lýsir með þeim orðum að hún þvingi okkur til að horfast í augu við langvarandi trú okkar á því hvernig hagkerfið virkar og hver hagnast. Lykilatriðið í þessari endurskoðun á fram- lagi föður hagfræðinnar er að frelsi markaðarins eins og hann talar um það er ekki frelsi til að gera það sem manni sýnist á markaðnum eða til að græða sem mest eða frelsi frá reglum. Frelsið sem markaðurinn þarfnast samkvæmt Adam Smith, sé hann lesinn í samhengi, er frelsið frá rentusókninni (e. rent seeking). Þetta er mikilvægt atriði að hugleiða vandlega, til dæmis um hátíðirnar (í tíu manna hópum að hámarki) ekki hvað síst varðandi rentusóknina í auðlindirnar okkar sameiginlegu. Viðskiptin efla alla dáð, en þau verða að byggjast á góðum samskiptum, það felur í sér að þau byggist á góðum siðum og reglum.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.