Vísbending - 11.12.2020, Blaðsíða 4
Ritstjóri: Jónas Atli Gunnarsson
Ábyrgðarmaður: Eyrún Magnúsdóttir
Útgefandi: Kjarninn miðlar ehf.,
Fiskislóð 31 B, 101 Reykjavík
Sími: 551 0708 Net fang: visbending@kjarninn.is
Prentun: Kjarninn
Öll réttindi áskil in.
© Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda.
Aðrir sálmar
4 V Í S B E N D I N G • 4 6 . T B L . 2 0 2 0
Ábyrgari olíu-
fyrirtæki
Áhugi fjárfesta á samfélagslega ábyrgum verkefnum hefur stóraukist á síðustu
misserum, líkt og Kristbjörg M. Kristins-
dóttir minnist á í tölublaði vikunnar. Þessi
áhugi, ásamt lækkun olíuverðs, virðist ætla
að knýja fram miklar breytingar hjá helstu
olíufélögum heimsins.
Í sumar tilkynnti forstjóri breska
olíu fyrirtækisins BP að vænta mætti
tíu þúsund uppsagna á þessu ári vegna
skipulags breytinga, en félagið stefnir að
kolefnis hlutleysi með því að einbeita sér
að umhverfisvænni orkuframleiðslu sem
krefst ekki jafnmargra starfsmanna. Í til-
kynningu sinni sagði forstjórinn að þessar
skipulagsbreytingar hafi legið í loftinu í
lengri tíma, en að lækkandi olíuverð sökum
heims faraldursins hafi knúið þær áfram.
Shell fylgdi svo í fótspor DP í september
og tilkynnti stefnubreytingu hjá fyrirtækinu
þar sem það stefndi einnig að kolefnishlutleysi
í framtíðinni. Til þess að framkvæma það
ætlar fyrirtækið að fækka stöðugildum sínum
um allt að níu þúsund á næstu tveimur árum.
Þessar skipulagsbreytingar hafa hins
vegar valdið miklu ósætti innan Shell, en
breska blaðið Financial Times greindi frá
því í vikunni að margir toppar í fyrirtæk-
inu hafi sagt upp starfi sínu, þar sem þeir
telja það ekki munu ganga nógu langt í
fyrirhuguðum orkuskiptum.
Einhverra breytinga má einnig mögulega
vænta hjá ExxonMobil, stærsta olíufyrirtæki
Bandaríkjanna. í bréfi til stjórnar fyrirtækis-
ins sem gert var opinbert í vikunni tilnefndi
aktivísta sjóðurinn Engine No.1 nýja stjórnar-
meðlimi sem væru líklegir til að stýra fyrirtæk-
inu í átt að umhverfisvænni orkuframleiðslu.
Samkvæmt frétt Reuters um málið er
sjóðurinn í nokkuð góðri aðstöðu til að
knýja fram breytingar hjá ExxonMobil
þessa stundina, þar sem hluthafar gætu
verið opnir fyrir endurskipulagningu olíu-
fyrirtækja þessa stundina.
Neyðin kennir naktri konu að spinna
og olíufyrirtækjum að menga minna. Verð-
hrunið í olíu sem átti sér stað í byrjun
heimsfaraldursins neyddi mörg þeirra til
að endurhugsa rekstur sinn frá grunni. Slík
uppgjör krefjast langtímahugsunar, sem
eykur líkurnar á því að fyrirtækin ráðist í
samfélagslega ábyrgari fjárfestingar í fram-
tíðinni. Því virðist sem kreppan gæti reynst
þeim vel til lengri tíma.
Eins og ég benti á grein minni hér í Vís-
bendingu7 fyrir ári síðan, til minningar um
Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóra
Bandaríkjanna, þá er mikilvægt að gerður
sé greinarmunur á frjálsum viðskiptum og
frelsinu á markaðnum. Viðskiptin eiga nefn-
inlega á hættu að verða skökk og ófrjáls, ef
að það er skortur á reglum á markaðnum
eða ef vissir aðilar ná of miklum völdum þar
vegna stærðar. Þar að auki er nauðsynlegt að
endurskoða trúna á þá kenningu að markmið
fyrirtækja sé aðeins að hámarka hagnað.8
Hin misskilda ofurtrú á óheftan markað
og ofríki nýfrjálshyggjunnar hefur nú komist
að endamörkum og allur heimurinn stendur
fyrir sameiginlegri vá sem er miklu stærri en
yfirstandandi heimsfaraldur. Það er loftslags-
váin sem mun krefjast enn frekari inngripa
hins opinbera og öflugra fjárfestinga auk
þess sem halda þarf áfram að endurhugsa
viðteknar hugmyndir eins og við höfum lært
svo vel nú í kófinu vegna veirunnar. Hér er
aftur ekki um mína skoðun að ræða heldur
staðreyndir sem liggja fyrir. Nærtækast er
að benda lesendum á Reith fyrirlestra Mark
Carneys, sem hætti sem seðlabankastjóri Eng-
landsbanka í byrjun ársins. Hann hélt þann
fyrsta af fjórum í síðustu viku hjá almanna-
útvarpinu BBC í Bretlandi. Þar fjallaði hann
um Adam Smith og hvernig fjárhagslegt virði
hefur verið álitið mikilvægara mannlegu virði
og mun taka loftslagsvána fyrir í næstu viku.9
Peningar og almannahagur
Í öðrum merkum fyrirlestri, sem Benjamín H.
J. Eríksson hélt hjá Vísindafélagi Íslendinga
þann 23. febrúar 1962, þróaði hann áfram
hugmyndir sínar um peninga, bæði eðli þeirra
og hugtak sem áður höfðu komið fram í dokt-
orsritgerð og bók hans frá 1954 auk erindis
sem hann hélt í Harvard háskóla árið 1946
hjá Joseph Schumpeter leiðbeinanda sínum
og kennara. Lykilatriði fyrirlesturs Benjamíns,
sem kom út á bók10 sama ár, er að hlutverk
peninga sé til samstillingar (e. syncronisity)
í efnahagsferli samfélagsins en hann var þá
bankastjóri Framkvæmdabanka Íslands.
Við sjáum það skýrt núna í heimsfaraldr-
inum þegar efnahagslífið botnfrýs, að það
er ríkisvaldið um allan heim sem kemur til
skjalanna sem eini björgunaraðilinn og geri
það með því að búa til peninga og skuldsetja
sig. Þannig næst samstilling til þess að halda
7 Vísbending, 47. tbl. 37. árg. 20. des. 2019: Volcker varðmaður verðstöðugleika – Embættismaður sem
gætti almannahags
8 Martin Wolf, Financial Times, 8. des. 2020: Milton Friedman was wrong on the corporation, https://
on.ft.com/3ozLRJK
9 https://www.bbc.co.uk/programmes/m000py8t
10 The Concept and Nature of Money, 1962.
11 https://www.bloomberg.com/news/articles/2020-11-20/
sunak-draws-up-plans-for-new-u-k-development-bank?sref=xmzKmXWf
12 https://www.british-business-bank.co.uk
13 Stephany Griffith-Jones í Financial Times 11. nóv. 2020: An investment bank to help the US prosper
https://on.ft.com/3eNe3Ff
efnahagslífinu á floti. Því fylgir einnig mikil-
væg ábyrgð á að sjá til þess að peningunum
sem búnir eru til með skuldunum sé varið í
góða uppbyggingu samfélagsins en renni ekki
bara beint inn á bankabækur hinna ríku sem
heimti síðan háa vexti af hendi hins opinbera til
ávöxtunar þess fjár. Þess vegna eru mörg farsæl
ríki heims að nýta gamla hugmynd um þró-
unarbanka á vegum hins opinbera til að stýra
fjárfestingu sem skuldaaukningunni verður
varið til í uppbyggingu innviða og grænvæð-
ingar hagkerfisins. Fjármálaráðherra Bretlands
Rishi Sunak hefur til dæmis lagt það til nýlega11
í viðbót við banka ríkisins sem veitir lánum og
fjármagni til smærri fyrirtækja.12 Einnig er nú
kallað eftir þróunarbanka þegar Biden tekur
við sem forseti Bandaríkjanna.13
Það væri vel þess virði að hugsa vel um þá
hugmynd (jafnvel í tíu manna hópum jólahá-
tíðarinnar) hvort ekki sé líka kominn tími til
að endurvekja Framkvæmdabanka Íslands til
þess að halda utan um uppbyggingu okkar
sameiginlegu innviða og eigna sem opinberu
skuldirnar eiga að nýtast til.
Í bók eftir prófessor Perry Mehrling um
peningalega hagsmuni og almannahag (The
Money Interest and the Public Intereest,
1997) kemur vel fram að ekki sé hægt að
skilja peningafræðilega hugsun eftir síðari
heimsstyrjöld, þegar fjármálakerfi heimsins
var búið til í Bretton Woods, án þess að átta
sig á uppruna hennar í framsækinni hug-
myndafræði áranna fyrir stríð og allt frá upp-
hafi stofnunar bandaríska seðlabankans 1913.
Þá voru fyrstu seðlabankastjórarnir þrír og
aðrir hugsuðir að fjalla vel um hvert væri hið
eðlilega hlutverk peningakerfisins í lýðræðis-
legu samfélagi, og sérstaklega hvernig hinir
peningalegu hagsmunir gætu verið lagaðir að
almannahag. Þetta verkefni á ekki síður við í
umróti nútímans, þar sem kenningagrunnur
síðustu áratuga hefur hrunið og aftur er horft
til grundvallarkenninga og þess hvernig við
viljum byggja upp hið góða samfélag, án þess
að það verði gert með ofríki auðvaldsins.
Það verður spennandi að fylgjast með þró-
uninni áfram á næstunni. En varast verður að
leyfa peningaöflunum að ráða of miklu, því þá
er stór hætta á að almannahagur verði fyrir skaða.
Við megum alls ekki við því nú. Auðlegð
þjóðarinnar liggur að veði og beita þarf því
öllum góðum rökum og grandvörum tilfinn-
ingum til varnar.