Vesturbæjarblaðið - feb. 2020, Side 7

Vesturbæjarblaðið - feb. 2020, Side 7
7VesturbæjarblaðiðFEBRÚAR 2020 Þrír aðilar hlutu að þessu sinni viðurkenningar Íslenska sjávar­ klasans á Grandagarði. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa stuðlað að öflugra samstarfi og stuðlað að aukinni verðmæta sköpun í því frumkvöðlasamfélagi sem hefur verið til staðar í Húsi Sjávarklasans. Það sem einkenn­ ir fyrst og fremst þá aðila sem hljóta viðurkenningarnar að þessu sinni er að þau hafa hvert á sinn hátt leitt samstarf sem eflt hefur frumkvöðlasamfélagið innan Sjávarklasans. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráð­ herra veitti viðurkenningarnar 6. febrúar sl. Í fyrsta lagi hlaut Sjávarútvegs­ ráðstefnan viðurkenningu fyrir brautryðjendastarf við að tengja fólk í sjávarútvegi saman með árlegri ráðstefnu sem nú hefur verið haldin í áratug. Sjávarút­ vegsráðstefnan hefur stuðlað að aukinni umræðu á fjölmörg­ um sviðum sjávarútvegs og eflt með því tengsl og skapandi hugsun í greininni. Hólmfríður Sveinsdóttir formaður stjórnar Sjávarútvegsráðstefnunnar tók við viðurkenningunni fyrir hönd Sjávarútvegsráðstefnunnar Þá hlaut Spakur ehf viðurkenn­ ingu fyrir ötult starf við að tengja saman fjárfesta og frumkvöðla í klasanum. Þau Helga Viðarsdóttir og Jökull Jóhannsson stofnendur Spaks hafa átt ríkan þátt í að brúa bilið á milli þessara aðila og skapa þannig grundvöll fyrir frekara frumkvöðlastarfi í klasanum. Loks hlaut fyrirtækið Magnea bátar, sem er nýsköpunar teymi um raf­ skip í eigu Navis, viðurkenn ingu fyrir að vekja athygli á mikilvægi umhverfis lausna í skipa rekstri hérlendis og að hvetja til sam­ starfs um nýsköpun á því sviði. Samstarf Magneu báta og Green­ volt, sem varð til í Húsi sjávarkla­ sans, er gott dæmi um samstarf sem skilað getur umtalsverðum árangri og nýsköpun. Bjarni Hjartarson og Kári Logason tóku við viðurkenningunni fyrir hönd Magneu báta. Handhafar viðurkenninganna ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra og Bertu Daníelsdóttur framkvæmdastjóra Íslenska sjávarklasans. Þrír hlutu viðurkenningar Íslenska sjávarklasans Magneubátar bjóða meðal annars upp á annarskonar skipulag vinnu- og svefnrýma um borð. #1©Íslandsapótek Stílbók 2017 STÍLBÓK #1©Íslandsapótek Stílbók 2017 STÍLBÓK Sjálfstætt starfandi apótek sem býður persónulega þjónustu og hagstæð verð á lyfjum og öðrum heilsutengdum vörum. L augavegi 46 S: 414 4646 Elli- og örorkulífeyrisþegar njóta sérkjara hjá Íslands Apóteki Opnunar- tímar: Virka daga 09.00-19.00 Laugardaga 10.00-16.00 Sunnudaga 12.00-16.00 VONARSTRÆTI, VERSLUN MEÐ UMHVERFISVÆNAR VÖRUR Á LAUGAVEGI 27 Faxaflóahafnir vilja auglýsa lóð á Fiskislóð 41 á Granda í Reykjavík til uppbyggingar og þróunar. Bílabúð Benna hefur sýnt áhuga á lóðinni til að koma þar upp aðstöðu. Skeljungur skilaði umræddri lóð fyrir skömmu og á fundi stjórnar Faxaflóahafan var málið rætt. Fram koma að ekki yrði hægt að verða við beiðni bílabúðar Benna þar sem auglýsa ætti lóðina. Úr Örfirisey. Faxaflóahafnir vilja auglýsa Fiskislóð 41 Flytjum bíla og vélar um allt land og tökum bíla í Förgun - S: 840 9595

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.