Vesturbæjarblaðið - feb. 2020, Side 10

Vesturbæjarblaðið - feb. 2020, Side 10
10 Vesturbæjarblaðið FEBRÚAR 2020 Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður vill að hámarks­ hraði í Reykjavík vestan Snorrabrautar verði lækkaður í 30 kílómetra á klukkustund. Þetta kemur fram á Twitter síðu Gísla Marteins þar sem hann segir að þetta myndi bjarga mannslífum. Gísli tekur að lægri hámarkshraði muni geta bjargað mannslífum auk þess að draga úr mengun og gera umhverfið miklu betra. Gísli Marteinn leggur til á Twitter að breyta eigi Hring­ brautinni í borgargötu. Hann vísar í gögn sem sýna að banvænum umferðarslysum hafi fækkað í Helsinki eftir að hámarkshraðinn var lækkaður þar. Gísli Marteinn bendir á að fjöldi fólks hafi slasast á umliðnum árum. Hann bendir á að tölur séu til um hversu margir hafi látist. Hann segir að skólakrakkar hafi iðulega verið keyrðir niður við skólana sína áður en 30 km hverfi voru sett utan um þá. “Hraðinn er hættulegur og fólk mun deyja og slasast. Hraðinn veldur hávaða og mengun og hann er óþarfi inni í miðbæ,” segir Gísli Marteinn Baldursson. Vill 30 kílómetra hámarks­ hraða vestan Snorrabrautar Gísli Marteinn Baldursson staddur í Vesturbænum. Gísli Marteinn Nú styttist í að Marriott Edition hótelið við hlið Hörpu taki til starfa en gert er ráð fyrir að það verði á vordögum eða snemma sumars. Hótelið verður fyrsta fimm stjörnu hótelið á höfuðborgarsvæðinu. Nú hefur verið auglýst eftir lykil­ starfsfólki á hótelið. Marriott leitar að hótel stjóra, viðburðastjóra, einstaklingi yfir veitingaþjónustu hótelsins, sem og viðhaldi auk þriggja stjórnenda í sölu­ og markaðsmálum. Hótelið mun telja 250 herbergi en áætlað er að framkvæmdakostnaður verði um 20 milljarðar króna. Upphaflega stóð til að hótelið yrði opnað sumarið 2018. Húsnæðið verður að meirihluta í íslenskri eigu en Marriott mun sjá um rekstur hótelsins. Marriott auglýsir eftir starfsfólki HÚSVERNDARSTOFA Fræðslustofa um viðhald og viðgerðir eldri húsa Ókeypis ráðgjöf í Árbæjarsafni alla miðvikudaga kl. 15 – 17 um viðhald og viðgerðir eldri húsa og á sama tíma í síma 411 6333 Austurhöfnin í Reykjavík þar sem Marriott Edition hótelið verður opnað. Landaði silfri á skákmóti A­sveit 4.­7. bekkjar Landakotsskóla í landaði silfrinu á Reykjavíkurmóti grunnskóla sem fram fór í Taflfélagi Reykjavíkur 3. til 4. febrúar sl. A­sveit 1­3. bekkjar varð einnig í 7. sæti í sínum flokki. Landakotsskóli sendi fimm sveitir á mótið. Flottur árangur og mikil gróska í starfinu. Nemendur Landakotsskóla að tafli á Reykjavíkurmótinu.

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.