Vesturbæjarblaðið - sept 2020, Qupperneq 4

Vesturbæjarblaðið - sept 2020, Qupperneq 4
“Ég er ættuð af Bráðræðis­ holt inu. Sigurður Þorsteinsson lang afi minn og Gróa kona hans bjuggu í litlum steinbæ sem stendur enn niður við sjóinn. Þau eignuðust ellefu börn og á þessu þrönga heimili var alvöru stássstofa sem jafnan var lokuð. Hann var útgerðar­ maður og gerði út bátinn Aðal björgina. Þessi útgerð er til enn en hún ber annað nafn. Sú sem rekur ættir sína í steinbæ á Bráðræðisholtinu er Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkis lögreglu stjóri og bætir við að hún sé Þingeyingur í hina ættina. „Góð blanda,” segir séra Skúli Sigurður Ólafsson sóknar­ prestur í Neskirkju eiginmaður hennar um leið og hann hellir kaffi í bolla fyrir komumann að morgni til í Vesturbænum á dögunum. Þau Sigríður Björk og Skúli eiga viðburðaríkt líf að baki og hafa búið á ýmsum stöðum þar sem þau hafa fengið verk að vinna. “Við höfum elt hvort annað þangað til að við erum orðin staðföst í Vestur­ bænum,” segir Skúli. Sigríður Björk tekur undir þetta á meðan hún sinnir ungu barnabarni sem er í pössun hjá ömmu og afa. Þau segjast alltaf hafa ætlað að búa í Reykjavík en atburða­ rásin hafi orðið önnur. “Við hófum búskapinn á Bergstaða­ stræti en fluttum svo á Flóka­ götu. Árið 1995 hófst flakkið. Við fluttum fyrst til Kaupmanna­ hafnar, þar sem Sigríður Björk lagði stund á framhaldsnám í lögfræði og ég lauk mínu námi við háskólann og prestaskólann. Við fluttum til Kaupmanna­ hafnar með frumburðinn okkar, hana Ebbu Margréti. Skrifaði útfararræðu um sprelllifandi bilvélavirkja Dvölin þar syðra var lífleg og þau lýsa því að munurinn á menn­ ingu þessara frændþjóða hafi birst stundum á óvæntan hátt. Skúli nefnir sem dæmi þegar hann var í prestaskólanum og nemendur áttu að skrifa líkræður. „Flestir voru þeir í starfsþjálfun í dönskum kirkjum og gátu því tekið þátt í útförum. Sjálfur var ég ekki í þeirri stöðu svo ég notaði fyrirmynd af ágætum bifvélavirkja af íslenskum ættum sem ég hafði leitað til og notaði hann sem grunn í textann minn. Hann var vitaskuld snarlifandi. Og ég taldi að mér hefði tekist nokkuð vel til. Þegar kom að því að fara yfir ræðurnar kom eitt og annað fram. Okkur var víst uppálagt að ræða sem minnst um æviferil þess sem kvaddur var en raunin var öll önnur í mínu tilviki. Nemendur áttu að gagnrýna textann minn en byrja á jákvæðum nótum. Það sló því þögn á hópinn, fólki datt augljóslega ekkert í hug. Loks sagði ein stúlka í hópnum eitt hvað á þessa leið: “þetta er eins og í Íslendingasögunum”. Hún hafði greinilega kynnst þeim eitthvað og átti við frá­ sagnir af ættum og ýmsu úr lífs­ hlaupi viðkomandi. Svo gátu þeir gagnrýnt mig fyrir langlokuna. Mögulega hitti hún naglann á höfuðið og þessi íslenska hefð að rekja lífshlaup sam­ ferðafólks í útförum kann að eiga þessi upptök.“ Skattstjóri á Vestfjörðum Við fluttum svo aftur heim að loknu námi og skömmu síðar var Sigríður skipuð skattstjóri á Vestfjörðum. “Þá var ekki um annað að gera en flytja vestur á Ísafjörð. Við höfðum aldrei búið utan höfuðborgarinnar og því var þetta ný reynsla fyrir okkur. Við bjuggum þar í tveimur lotum ef svo má segja. Sú fyrri hófst haustið 1996.” Sigríður Björk segir að á þessum tíma hafi verið unnið að því að tölvuvæða skatt inn. „Það gekk á ýmsu. Breytingarnar lögðust misjafnlega í fólk. Tæknin var líka stundum að stríða okkur sem vorum að vinna við þetta. Allt hafðist þetta þó og eftir á held ég flestir séu löngu sáttir við þessa breytingu.” Aðstoðarprestur í skugga snjóflóða Skúli sinnti þar kennslu en var svo vígður aðstoðarprestur e ins og það hét þá , v ið Ísafjarðarprestakall. Hann segir samfélagið á þeim tíma hafi verið í sárum eftir snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri og margir áttu um sárt að binda auk þess sem atvinnulífið hafði orðið fyrir miklum skakkaföllum. „Við skynjuðum það um leið hvernig fólk mætti mótlætinu og leitaðist við að sækja sér styrk þar sem hann var að fá. Þar skipaði kirkjan vissulega ákveðinn sess en því má ekki heldur gleyma hversu auðugt lista­ og menningarlíf er á svæðinu. Það hafði ekki lítið að segja þegar kom að því að blása krafti í fólk. Á þessum árum kynntumst við mörgu góðu fólki,” segir Skúli og bætir við að miðlungur þeirra, Ólafur Þorsteinn, hafi fæðst á Ísafirði. Nú varð ég að elta hann “Einn daginn sagði Skúli að nú yrði ég að elta sig,“ segir Sigríður Björk. Næsti viðkomustaður okkar var í Gautaborg. Hann hafði fengið embætti sem prestur Íslendinga í Svíþjóð með aðsetur í Gautaborg. Þetta var vorið 2000 og við tók erilsamt starf með miklum ferðalögum. Íslendingar búa víðsvegar í þessu víðfeðma landi, flestir á Stokkhólmssvæðinu, niður á Skáni og auðvitað í Gautaborg. „Ég var mikið á ferðinni . Lestaferðirnar voru margar. En það var mjög gaman og gefandi að fást við þetta,” segir Skúli. Sigríður Björk tekur við. „Ég var verkefnalaus til að byrja með og það hentaði mér ekki til lengdar. Ég setti því undir mig hornin og fór í nám í Evrópufræðum í Lundi. Ég þurfti að vakna klukkan fimm á morgnana og taka lestina frá Gautaborg til Lundar flesta virka daga. Svona gekk þetta til í tvö ár en þá fór ég og börnin heim. Skúli var eitt ár til viðbótar í Svíþjóð en elti mig svo heim.” Aftur á Ísafjörð Árið 2002 var Sigríður Björk skipaður sýslumaður á Ísafirði. Þá tók við seinni Ísafjarðarlotan. “Ég naut góðs af að hafa kynnst byggðinni og mannlífinu eftir að hafa búið þar og sinnt öðru opinberu embætti. Þarna var ég farin að starfa sem umboðsmaður ríkisvaldsins og eitt af því sem ég kynntist í starfinu var lögreglan. Á þessum tíma fékk ég áhuga á lögreglumálum sem hefur fylgt mér og mótað starfsferli minn að miklu leyti síðan. Árin í Keflavík Á ár inu 2006 urðu enn breytingar á lífi Sigríðar Bjarkar og Skúla. Hann fékk veitingu fyrir starfi sóknarprests við Keflavíkurkirkju. Hann segir nokkur læti hafa orðið af því í sókninni því sá er sótti á móti honum en þjónaði einnig við kirkjuna var ósáttur. „Þetta jafnað sig smám saman og andrúmsloftið batnaði. Skúli 4 Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2020 Þetta varð meira flakk en við höfðum hugsað okkur Sigríður Björg Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og séra Skúli Ólafsson sóknarprestur í Neskirkju spjalla við Vesturbæjarblaðið Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Skúli Ólafsson ásamt börnum sínum og barnabörnum. Nesvegur 100 Símar 562-1070, 896-4243 Opið virka daga kl. 10 - 18:30 MIKIÐ ÚRVAL SPENNANDI FISKRÉTTA VERIÐ VELKOMIN FERSKUR FISKUR DAGLEGA

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.