Vesturbæjarblaðið - sept 2020, Qupperneq 5

Vesturbæjarblaðið - sept 2020, Qupperneq 5
segir að á prestskaparárum sínum hafi hann farið í gegnum erfiða tíma með Keflvíkingum. “Efnahagshrunið 2008 bitnaði hart á íbúum Suðurnesja og atvinnuleysi var mikið. Við nutum einstakra sjálfboðaliða í kirkjunni og störfuðum af krafti til uppbyggingar. Við styrktum fjölda barna jafnvel á hverum degi með mat og buðum upp á heitar máltíðir í kirkjunni. Þá endurnýjuðum við kirkjuskipið með miklum myndarskap undir stjórn Páls V. Bjarnasonar arkitekts en hann er borinn og barnfæddur Keflvíkingur. Ég hafði mikla ánægju af að starfa með Keflvíkingum og á góðar minningar þaðan. Þar fæddist yngsta barnið okkar, Guðjón Ingi.” Aftur að elta eiginmanninn „Ég varð að elta eiginmanninn á nýjan stað. Þó ekki til Svíþjóðar heldur Keflavíkur. Ég var þá komin inn í löggæslumálin eftir störfin fyrir vestan og gegndi stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra til ársins 2009 er ég tók við lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum. Starfið í Keflavík var fremur hefðbundið. Verkefnin eru lík frá einu umdæmi til annars þótt samfélögin séu nokkuð mismunandi.“ Lögreglustjórar færðir til En svo gerist það að lögre- glustjórar voru færðir til. Ég var flutt til Reykjavíkur. Ólafur Helgi Kjartansson sem starfað hafði á Suðurlandi var fluttur í minn stað til Keflavíkur og fleiri tilfærslur áttu sér stað. Við vorum þá með lítið barn og erfitt fyrir fjölsky- lduna að fara að búa á tveimur stöðum. Þá þurfti Skúli að fara að elta mig,” segir Sigríður Björk. Vart er hægt að hugsa sér betri kirkju “Þarna varð ég að klóra mér í höfðinu,” segir Skúli. “Það eru vitaskuld mörg góð brauð á höfuðborgarsvæðinu og á þeim tíma var ég búinn að ljúka dok- torsritgerðinni sem ég hafði byrjað allmörgum árum áður. Ég sótti um nokkur brauð en aðrir umsækjendur reyndust hlutskar- pari. Það átti þó eftir að vera gæfa mín því ég fékk náð fyrir augum valnefndar í Nessókn árið 2015. Vart er hægt að hugsa sér betri kirkju að þjóna við. Aðstaðan og samstarfsfólkið eru eins og best verður á kosið. Þá er kirkjan með myndlistarsal og það er ein skemmtileg vídd í þjónustunni að eiga samskipti við listafólk sem undirbýr og setur upp sýningar. Nú get ég gengið í vinnuna Ég tók við prestsembætti af sr. Sigurði Árna Þórðarsyni eftir að hann fór yfir í Hallgrímskirkju. Það var svo árið 2016, eftir að sr. Örn Bárður Jónsson sóknarpres- tur réðist til þjónustu við aðra Neskirkju, í Noregi nánar tiltekið, að ég tók við sóknarpreststöðun- ni. Um það leyti festum við kaup á ágætu parhúsi í Vesturbænum og nú get ég gengið í vinnuna.” Hér hefur enn bæst við fjölskylduna en tvö barnabörn okkar, Úlfrún Lillý Björk og Snæbjörn Skúli fæd- dust eftir að við færðum okkur hingað í Vesturbæinn. Dóttirin og tengdasonurinn bjuggu hjá okkur og við vorum því til skamms tíma átta í heimili. Nú eru þau flutt að heiman, en reyndar bara í kjal- larann. Það er eftir sem áður líf og fjör í kringum hópinn. Baráttan við heimilisofbeldi Sig ríður Björk Guð jóns dóttur hóf störf sem rík is lög reglu stjóri 16. mars. sl. Hún færði sig á milli húsa en heldur áfram að vinna að þeim málum sem brenna á henni, einkum baráttuna gegn heimili- sofbeldi og greiðari þjónustu við borgarana. Ætla má að fjölsky- ldan sé komin á fast land eftir flakk um ýmsa áfangastaði bæði á landsbyggðinni og í nágrannal- öndum. „Þetta gæti nú seint talist heimshornaflakk“ bætir Skúli við, „en fyrir okkur sem hugðumst aldrei flytjast austur fyrir Elliðaár reyndist þessi framtíð ólík þeim áformum sem við höfðum gert.“ 5VesturbæjarblaðiðSEPTEMBER 2020 Sjálfsafgreiðsla í útibúinu á Hagatorgi Í tengslum við tilmæli Almannavarna vegna COVID-19 verður starfsstöð Arion banka við Hagatorg ekki mönnuð um óákveðinn tíma og því eingöngu um sjálfsafgreiðslu að ræða. Við minnum á að í sjálfsafgreiðsluvélum á Hagatorgi er hægt að taka út og leggja inn peninga, millifæra og greiða reikninga. Við bendum á sambærilega þjónustu í útibúinu okkar í Kringlunni. Hefðbundin bankaþjónusta er í útibúum okkar á Höfða og Smáratorgi þar sem einnig er gjaldkeraþjónusta. Þá hvetjum við viðskiptavini okkar til að nýta eftirfarandi þjónustuleiðir: • Öll helsta bankaþjónusta er í boði í Arion appinu og netbankanum • Síminn í þjónustuverinu er 444 7000 • Hægt er að senda okkur póst á arionbanki@arionbanki.is eða hafa samband í gegnum netspjallið okkar á arionbanki.is Allar upplýsingar um þjónustuna okkar er að finna á arionbanki.is. Skúli og Sigríður Björk ganga hönd í hönd við Kirkjutorg. Myndin er tekin við setningu Alþingis.

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.