Vesturbæjarblaðið - sep. 2020, Síða 15

Vesturbæjarblaðið - sep. 2020, Síða 15
Bakhjarlar KR körfu er félagsskapur sem er orðinn rúmlega 40 ára gamall. Þessi hópur hefur það að markmiði að styðja dyggilega við körfuknattleiksdeild KR, bæði fjárhagslega og félagslega. Þungavigtarmenn í þessum félagsskap eru körfuboltagoðsagnirnar og KR-ingarnir Einar Bollason og Kolbeinn Pálsson. Þeir hvetja alla Vesturbæinga og KR-inga að styðja við starfið. Við ræddum við þá félaga á dögunum. Byrjum aðeins á Bakhjörlum KR körfu, hvenær byrjaði þetta og af hverju? Kolbeinn: “Starf Bakhjarla KR körfu hófst í rauninni árið 1978. En þá var ákveðið að fá John Hudson til liðs við KR, Hudson hafði komið til greina hjá Chicago Bulls en endaði hjá okkur. Við urðum tvöfaldir meistarar með hann innanborðs það tímabil. Markmið hópsins þá var að fjármagna allan kostnað varðandi komu hans til landsins.” Einar bætir við: “Okkur tókst það virkilega vel á þessum tíma og með samheldni næstu ár tókst fjáröflunin með miklum ágætum, körfuboltanum í KR til heilla.” En hverjir hafa verið í þessum hópi? Einar tekur boltann: “Til að byrja með var þetta mjög stór hópur Vesturbæinga og KR-inga en með tímanum hafa þetta einkum verið leikmenn frá fyrri gullaldarárum KR eða frá 1965 til 1979, en þessi hópur vann 7 Íslandsmeistaratitla og 7 bikarmeistaratitla á þessum árum.” Kolbeinn segir þetta vera góðan hóp af traustum KR-ingum: “Þessi hópur hefur haldið mjög vel saman, þeir ´yngri´ leika golf saman og ´eldri´ ganga, halda þorrablót og ferðast saman og að sjáfsögðu mætum við á alla leiki. Það sem önnur félög öfunda okkur af er þetta sterka bakland sem deildin hefur í okkur.” Nú eruð þið þessa dagana að vinna í því að stækka hópinn og yngja upp, hverjir ættu að ganga til liðs við Bakhjarla? Kolbeinn: “Á þessum erfiðu tímum viljum við sjá samstöðu allra Vesturbæinga og KR-inga, það er skylda okkar að styðja á bak við félagið okkar. Þess vegna viljum við hvetja alla sem hafa tök á, að gerast Bakhjarlar KR körfu, stuðningur nærumhverfisins er gríðarlega dýrmætur fyrir það öfluga starf sem körfuknattleiksdeildin er að sinna.” Einar segir mikilvægt að yngri kynslóðir komi inn og láti til sín taka: “Við erum kannski komnir af léttasta skeiðinu, en erum auðvitað hvergi nærri hættir. Það er samt mikilvægt að fá fleiri inn í hópinn og þá ekki síst yngri kynslóðir. Ég er að tala um fyrrverandi leikmenn meistaraflokkanna, fyrrum iðkendur, dygga stuðningsmenn, gamla og nýja Vesturbæinga, það eru allir velkomnir í hópinn. Svo þurfum við líka yngri og kannski sprækari menn og konur en okkur tvo til taka við keflinu í framtíðinni, kynslóðaskipti taka sinn tíma og því um að gera að byrja strax.” Þið talið um mikilvægi þess að deildin hafi öfluga bakhjarla, útskýrið það aðeins nánar Kolbeinn: “KR er að vinna mikilvægt uppeldisstarf hér í Vesturbænum, kenna börnum að vinna saman, tapa saman og virða hvort annað. Meistaraflokkar karla og kvenna eru öflugasta markaðsetning okkar til þess að hvetja börn til íþróttaiðkunar.” Einar tekur undir með Kolbeini: “Við viljum sjá Baklandið styrkjast, við höfum verið í talsverðum mótvindi síðan að mótið var flautað af í mars síðastliðnum, það er erfitt að afla fjár á Covid-tímum, úrslitakeppnin var flautuð af og KR varð af drjúgum tekjum. Það er akkúrat í þessum aðstæðum sem við verðum öll að standa saman, mæta á leikina og styðja Stórveldið KR.” En svona í lokin, hvernig líst ykkur á komandi tímabil? Einar fær að byrja: “Ég er bjartsýnn á karlaliðið, það er mikið af ungum og efnilegum KR-ingum og eldri landsliðsmönnum og það sem hefur einkennt liðið er að mikill meirihluti þess eru uppaldir KR-ingar. Ég er bjartsýnn á góðan árangur í vetur. Ég fór að sjá strákana spila æfingaleik við Blika um daginn, þar sá ég frábæra KR-inga með sjálfstraustið í lagi. Kvennaliðið er kannski erfiðara að meta á þessum tímapunkti, en við treystum stjórn og þjálfara til að það nái tilætluðum árangri.” Kolbeini líst vel á veturinn: “Varðandi karlaliðið þá gerum við kannski ekki þá kröfu á þessum tímapunkti til þeirra að verða Íslandsmeistarar, en við trúum því að þeir geti það. Við erum með flott lið í höndunum, það er björt framtíð með frábæra unga leikmenn sem eiga framtíðina sannarlega fyrir sér ásamt frábærum eldri leikmönnum sem eru gegnheilir KR-ingar, svo erum við með ungan mjög góðan þjálfara, enda uppalinn KR-ingur. Stelpurnar hafa orðið fyrir mikill blóðtöku en við erum bjartsýnir með unga og efnilega leikmenn, góðan þjálfara og væntanlega góða erlenda leikmenn, stelpurnar okkar eru til alls líklegar.” Kolbeinn fær svo að eiga lokaorðin: “Við leitum stuðnings hjá Vesturbæingum og KR-ingum, gangið til liðs við Bakhjarla KR körfu, stöndum saman, öll sem ein. Áfram KR!” Það er óhætt að taka undir þessi orð þeirra félaga, það er mikilvægt að styðja vel við hverfisliðið okkar hér í Vesturbæ. Nánari upplýsingar um Bakhjarla KR körfu er að finna á vef körfuknattleiksdeildar KR: krkarfa.is 15VesturbæjarblaðiðSEPTEMBER 2020 Nú er þörf á að styðja KR þjóðminjasafni Íslands VESTURBÆINGAR VERIÐ VELKOMIN Á KAFFITÁR ÞJÓÐMINJASAFNI ÍSLANDS, SUÐURGÖTU 41, 101 REYKJAVÍK. kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bolla kaf fitá R fr á b ýl i í bo ll a k af fit ár f rá bý li í bo lla sögulega gott kaffi Einar Bollason, Kolbeinn Pálsson, Brynjar Þór Björnsson, Kristinn Stefánsson og Gunnar Gunnarsson. - Einar Bollason og Kolbeinn Pálsson hvetja Vesturbæinga til að styðja KR í körfubolta

x

Vesturbæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.