Vesturbæjarblaðið - jan. 2020, Blaðsíða 4

Vesturbæjarblaðið - jan. 2020, Blaðsíða 4
Alþjóðaheil­brigðismála­s to fn ­un ­in ­ (WHO)­til­eink­ar­ árið­ 2020­hjúkr­un­ar­fræðing­um­ og­ ljós­mæðrum.­ Ákvörðunin­er­meðal­ann­ars­ tek­ in­ til­ heiðurs­ minn­ingu­ breska­ hjúkr­un­ar­fræðings­ins­ Florence­ Nightingale­ en­ þann­ 12.­ maí­ 2020­eru­200­ár­liðin­frá­fæðingu­ henn­ar.­ Mark­miðið­ með­ þess­ari­ ákvörðun­ er­ að­ vekja­ at­hygli­ á­ störf­um­ hjúkr­un­ar­fræðinga­ og­ ljós­mæðra­ og­ stuðla­ að­ því­ að­ störf­þeirra­séu­met­in­að­verðleik­ um.­ Jórunn­ Ósk­ Frímannsdóttir­ Jensen­ er­ hjúkrunarfræðing­ ur­ og­ forstöðumaður­ Drop­ laugarstaða­ hjúkrunarheimilis­ við­Snorrabraut.­Hún­býr­einnig­ á­ völdum­ ef­ ekki­ földum­ stað­ í­ Vesturbænum­ í­ húsi­ sem­ hafði­ nafnið­ Gamli­ Ólafsdalur,­ var­ síðan­ kennt­ við­ Kaplaskjólsmýri­ en­ tilheyrir­ nú­Einimel.­ Er­ innst­ inni­ í­ horninu­ á­ Einimelnum.­ Heilbrigðis­málin­ ­ eru­ Jórunni­ hugleikin.­Hún­hefur­áhyggjur­af­ því­hvernig­málin­ séu­að­þróast.­ Það­er­mikil­vöntun­á­hjúkrunar­ fræðingum­ og­ það­ þarf­ að­ auka­ faglega­vitund­hjúkrunarfræðinga­ og­metnað­fyrir­faginu.­Hún­segir­ að­auka­þurfi­vigt­hjúkrunarnám­ sins­og­ finna­ leiðir­ til­þess­að­ fá­ hjúkrunarfræðinga­ að­ störfum­ í­ heilbrigðisgeiranum.­ “Ég­ veit­ mörg­ dæmi­ þess­ að­ útskrifaðir­ hjúkrunarfræðingar­ hafa­ sótt­ í­ önnur­ störf.­ Allt­ of­ margir­ hjúkrunar­fræðingar­kjósa­heldur­ að­ starfa­ við­ annað­ en­ hjúkrun.­ Jafnvel­þar­ sem­er­unnið­á­vökt­ um­ ­­unnið­bæði­daga,­helgar­og­ nætur­ en­ eitthvað­ er­ það­ sem­ dreg­ur­ að.­ Eflaust­ betur­ borg­ að­ og­ trúlega­ eru­ ýmis­ önnur­ störf­ betur­ borguð­ en­ að­ starfa­ í­ heilbrigðis­geiranum­ en­ það­ er­ hvergi­ skemmtilegra­ að­ vinna,­ ég­get­vitnað­um­það.­Launin­og­ álagið­kunna­líka­að­draga­fólk­til­ annarra­starfa.”­segir­Jórunn­sem­ spjallar­við­Vesturbæjarblaðið­að­ þessu­sinni. “Nei – ég er ekki gróin Vestur­ bæingur þótt ég búi í horninu á Einimelnum. Ég á mér nokkuð fjöl­ breytta búsetusögu. Ég er fædd í Grundarfirði en fluttist ung með móður minni og bróður suður. Móðir mín er frá Eskifirði og faðir minn frá Siglufirði. Mamma missti foreldra sína ung að árum og fluttist þá til Reykjavíkur hún hefur oft sagt frá fyrstu jólunum sínum eftir að foreldrar hennar dóu en þeim eyddi hún í vinnu á Grund og eru þau jól henni mjög eftirminni­ leg. Áður en foreldrar mínir fluttu til Grundarfjarðar leigðu þau bæði á Fálkagötu og Lynghaga á meðan faðir minn lærði skipasmíði í Slippnum. Skólaganga mín er álíka fjölbreytt og búsetusagan. Ég byrjaði í Kársnesskóla í Kópavogi, var um tíma í Hólabrekkuskóla í Breiðholti og síðan í Álftamýrar­ skóla. Eftir Grunnskólann fór ég í MS ­ Menntaskólann við Sund. Hvernig ég svo endaði í vestur­ bænum er í raun bara tilviljun. Ég og fyrrverandi eiginmaður minn skyldum árið 2010 og ég eignaðist þá íbúð við Selvogsgrunn. Þegar ég kynntist núverandi eigin manni mínum, Herði Ólafssyni lækni ákváðum við að leigja íbúðirnar okkar út og leigðum okkur saman hús út á Seltjarnarnesi. Við vorum varkár og vildum láta reyna á hvernig búskapur okkar gengi áður en við myndum festa okkur sameiginlega eign. Búskapur inn gekk vel og við ákváðum að selja báðar íbúðirnar okkar og finna okkur saman eign. Við vildum vera í göngufæri við miðbæinn en þó ekki alveg í bænum. Nesið var of langt í burtu að okkar mati. Norðurströndin er löng og ég gat ekki hugsað mér að búa þar ytra til frambúðar. Fannst eins og ég væri komin svolítið út úr samfélaginu. Gamli Ólafsdalur varð fyrir valinu Þá hófst leit að nýju húsnæði sem endaði með því að Gamli Ólafs dalurinn við Einimelinn varð fyrir valinu.” Jórunn segir að húsið hafði verið byggt 1932 löngu áður en nærliggjandi svæði hafi verið byggt og því í allt öðrum stíl en umhverfið. “Við vorum búin að leita að húsi í dálítinn tíma og skoða margt. Það var strax eitt­ hvað við þetta hús. Ég man eftir því þegar við komum út í bíl og ég var búin að vera að hugsa hvernig ég ætti eiginlega að orða það að þetta væri húsið og hvernig ég ætti að sannfæra manninn minn um alla þá möguleika sem voru í því. Þarna var komið hús sem hægt var að gera eitthvað með. En áhyggj ur mínar voru algerlega óþarfar, hann hafði fengið sömu góðu tilfinnin­ guna og ég og við litum einfaldlega hvort á annað úti í bíl og vissum að þetta var húsið okkar. Við fórum beint á fasteignasöluna og gerðum tilboð í húsið og feng um það. Við höfum ekki séð eftir því og liðið óskaplega vel hér. Við fórum strax í að endurskipu leggja og breyta og við höfum unnið að ýmsum lagfæringum. Þótt við höfum gert breytingar er gamli andinn í húsinu. Við fundum hann strax. Við opnuðum til dæmis á milli eldhúss og stofu og þurftum því að saga niður vegg. Settum líka hurð út úr borðstofunni og pall þar útaf. Þá kom í ljós að veggirnir voru ofboðslega þykkir og mikið mál að saga þá í sundur. Maður borar heldur ekki auðveldlega í þá. Ekki einu sinni til að hengja upp myndir. Svona vönduðu menn til verka á þessum tíma. Eigum við að segja í gamla daga. En húsið heldur vel utan um mann. Hjónin sem byggðu húsið bjuggu þar alla sína ævi. Talsvert af landi mun hafa fylgt Gamla Ólafsdal sem síðar var byggt á. Stór garður var og er í kringum húsið og mikið af gróðri. Sagan segir að hjónin hafi nýtt garðinn vel. Bæði til ræktunar og úti­ veru á góðviðrisdögum. Rifsberja­ runnarnir eru ótrúlega miklir, ég nýt þess á haustin að sulta með tengdadætrunum og dóttur minni. Við gerum úr þessu skemmti legan dag. Í haust tókum við þrjár full­ ar fötur af rifsberjum og sultuðum úr þeim. Það er ekki keypt sultu­ krukka á okkar heimilum. Við erum að verða búin að vera sjö ár í Gamla Ólafsdal. Nú síðustu tvö árin bara þrjú, ég, maðurinn minn og hundurinn okkar hann Gormur. Börnin eru öll orðin full­ orðin og flogin úr hreiðrinu. Við eigum alveg óskaplega vel gerð og dugleg börn. Ég á tvo stráka fædda ´90 og ´91 og stelpu fædda ´97. Hörður á einn son fæddan ´00. Tvö þau yngri eru erlendis í námi og strákarnir elstu báðir komnir með fjölskyldur, annar með einn lítinn fimm mánaða gaur og hinn á von á einum nú í maí. Já það breytist 4 Vesturbæjarblaðið JANÚAR 2020 Verðum að auka faglegan metnað hjúkrunarfólks - segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Droplaugarstaða Jórunn og Hörður að leggja af stað í göngu. Hún segir þau fara í gönguferð að jafnaði tvisvar í viku. Nesvegur 100 Símar 562-1070, 896-4243 Opið virka daga kl. 10 - 18:30 MIKIÐ ÚRVAL SPENNANDI FISKRÉTTA VERIÐ VELKOMIN FERSKUR FISKUR DAGLEGA Hjúkrunarfræðingar sækja of mikið í önnur störf. Eflaust er eitt og annað sem veldur því. Oft getur verið mikið álag á þeim og launakjörin ekki eins og þeir myndu óska. Umræðan á að mínu mati líka sinn þátt í þessu. Við verðum að ná að auka faglegan metnað fólks sem leggur nám í hjúkrun fyrir sig.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.