Vesturbæjarblaðið - jan. 2020, Blaðsíða 8
8 Vesturbæjarblaðið JANÚAR 2020
Sigurborg Ósk Haralds-dóttir formaður skipu-lags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að Vesturbærinn og
einkum Miðborgin hafi gengið
í gegnum mikla endurnýjun á
undanförnu árum. Framkvæmd-
um sem unnið hafi verið að
sé ekki að öllu lokið. Enn séu
óbyggðir reitir bæði í Vestur-
bænum og á miðsvæðinu en
framkvæmdir séu fyrirhugaðar
og nefnir Steindórsreitinn,
Héðinsreitinn og Vesturbugt
sem dæmi í Vesturbænum. Þá
standi endurbætur á athafna-
svæði KR fyrir dyrum. “Við
erum jákvæð gagnvart þessu
máli og viljum fá betri nýtingu
á svæðið. Þarna er ótrúlegur
fjöldi fermetra sem ekki eru
nýttir undir neitt. Við tökum
kannski ekki eftir því en þarna
mætti nýta svæðið með mun
betri hætti.”
Sigurborg nefnir nokkrar
hótelbyggingar sem unnið er að
í Miðborginni. Marriott hótelið
við Austurhöfnina, hótelbygging
ar við Lækjargötu og Kirkju
stræti, fyrirhugaða hótelbyggingu
Radisson Hotel Group á horni
Skúlagötu og Vitastígs og hótel
á Héðinsreitnum. Hún segir þó
fyrirsjáanlegt að draga muni
úr byggingu hótela enda ekki
æskilegt að of stór hluti borgar
hverfa einkennist af hótelum og
gistihúsum. “Við erum farin að
fá erindi til borgarinnar um að
breyta deiliskipulagi þannig að
breyta megi hótelum í íbúðir.
Ég gæti trúað að þeim erindum
eigi eftir að fjölga á næstunni.
Við erum að sjá fram á meiri
stöðugleika eftir mikla þenslu
í ferðaþjónustunni.”
Stærstu byggingasvæðin
tengjast Borgarlínunni
Sigurborg segir að stærstu
málin í húsnæðisuppbygg
ingu borgarinnar tengjast
fyrirhugaðri borgarlínu. Þar liggi
nokkur svæði undir. “Í raun og
veru ná þau svæði frá Háskóla
num í Reykjavík, tengjast síðan
svæðinu við Háskóla Íslands í
Vesturbænum, BSÍ reitnum og
Landsspítalanum. Síðan liggur
leið þeirra um Lækjartorg og
Hlemm og þaðan eftir Suður
landsbrautinni upp á Ártúnsholt
þar sem miklar framkvæmdir
eru fyrirhugaðar. Þar liggur fyrir
að breyta gömlu iðnaðarsvæði í
íbúðabyggð. Skipulagsvinna við
það er hafin og fyrstu tillögur
sýna að þar verði hægt að
byggja húsnæði fyrir sambæri
legan fjölda íbúa og býr í Grafar
vogi. Þó er Grafarvogur um 400
hektarar að flatarmáli á meðan
Ártúnsholtið er 80 hektarar. Þétt
leikinn er einfaldlega það mikill í
þessu nýja skipulagi.”
Borgarlínan mun tengja
mikilvægustu borgar
hlutana saman
Sigurborg segir að nú sé að
koma í ljós hvað borgalínan komi
til með að tengja mikil vægust
hluta borgarinnar saman. Hún
segir Fossvogsbrúna komna
lengst í því ferli. Hún sé á leið í
alþjóðlega hönnunarsamkeppni.
Þá megi nefna Vogabyggðina,
þverun Sæbrautarinnar og
samgöngumiðstöð sem þar er
fyrirhuguð. Þarna sé einskonar
falin demantur og eitt stærsta
verkefni komandi ára. Þá sé
Sundabrautin komin á dagskrá
og hugmyndir komnar upp
um að byggja hana á lágbrú.
Það feli hins vegar þann ókost
í sér að stór skip komist ekki
undir brúnna og því muni stór
hluti af landi Faxaflóahafna ekki
nýtast verði sú leið farin. Þar
sé verkefni sem þurfi að leysa
vegna þess að óhagkvæmt sé
að flytja hafnarstarfsemina
lengra í burtu vegna mikilvægi
vöruflutninga. “Það er ekki góð
stefna að auka landflutninga með
vörur sem koma til hafnar. Best
er að hafnarstarfsemin sé sem
næst byggðinni.”
Mörg byggingasvæði í
Vesturbænum
En aftur að Vesturbænum.
Sigurborg nefnir Héðinsreitinn.
„Hann er stærsta byggingasvæðið
sem sé í uppbyggingu núna.
Keilugrandinn er líka að verða
fullbyggður. Hægar gengur að
koma framkvæmdum við Vestur
bugtina af stað. Þar hefur gengið
erfiðlega með fjármögnun. En
það væri mikill kostur ef tækist
að koma fyrirhuguðum fram
kvæmdum af stað. Með því væri
hægt að græða sár sem nú er í
borgarmyndinni. Vesturbugtin er
einnig tímamótaverkefni vegna
þess hvernig byggingahugmyn
dirnar eru saman settar. Hluti
húsnæðisins er ætlaður fyrir
félagslegar íbúðir sem fyrirhugað
er að byggja til móts við íbúðir á
almennum markaði á dýrmætu
svæði. Sjónarmiðið að baki því er
að allir eigi rétt til sömu lífsgæða.
Það veldur mér áhyggjum að það
virðist sem bankarnir halda að
sé höndunum þegar kemur að
fjármögnun á verkefnum með
jafn mikla félagslega blöndun og
á Vesturbugtarreitnum. Þessi
félagslega blöndun er hornsteinn
í þeirri stefnu að allir hafi þak
yfir höfuðið.“ Sigurborg segir
að Alliance reiturinn hafi verið
skipulagður og framtíð Alliance
hússins tryggð. „Nú er farið að
huga að byggingu íbúða á Úlfars
fellsreitnum á horni Hagamels
og Kaplaskjólsvegar. Hugmyndir
eru komnar fram um að byggja
tvær íbúðahæðir ofan á versluna
kjarnann og fyrirspurnir til
borgar innar um það verkefni.“
Ferðavenjur eru að
breytast
Sigurborg segir þéttingarverk
efni vera til staðar í öllum
hverfum borgarinnar. „Þétting
byggðar er öflugasta verkfærið
sem sveitarfélög hafa til að
sporna við loftslagsbreytingum.
Sveitarfélögin verða að takast á
við lífsstílsbreytingar og mæta
nýjum þörfum íbúanna. Eitt af
því sem er að breytast er að fólk
fer síður í einkabílnum til og frá
vinnu. Ég tel að sú þróun haldi
áfram. Ungt fólk er að taka bílpróf
síðar á lífsleiðinni en á afmælis
daginn þegar það verður 17 ára.
Í rauninni er það svo að hlutfallið
er komið niður í 72% og hefur það
minnkað mest síðustu 10 árin.
Þetta fólk vill ekki vera háð einka
bílnum heldur hafa valmöguleika
um hvernig það ferðast. Deili
hagkerfið er komið til að vera
í Reykjavík. Það mun einnig ná
til bílvæðingarinnar. Deilibílar
virkar þannig að þú nærð þér í bíl
þegar þú þarft á honum að halda
í gegnum app í símanum. Ég get
einnig nefnt notkun deilihjóla.
Viðbrögðin við opnun deilihjóla
leigu síðastliðið haust voru mun
betri en við þorðum að vona. Og
svo eru einnig komnar leigur fyrir
rafhlaupahjólin. Fólk hefur tekið
þeim gríðarlega vel. Eiginlega
fagnandi. Það var gert ráð fyrir
að hlaða þyrfti þau einu sinni á
sólarhring en svo hefur komið í
ljós að þau þarf að hlaða talsvert
oftar vegna mikillar notkunar.”
Gafst upp við að breyta
pabba
“Við lifum á tímum þegar
breytingar á loftslagi eru að
ágerast. Við sjáum það og
upplifum á hverjum degi. Því
erum við langflest sammála
um að minnka losun kolefnis.
Það eitt og sér mun hafa mikil
áhrif á þróun höfuðborgarinn
ar næstu árin. Bílaborgin sem
var skipulögð upp úr 1960 mun
breytast mikið. Aðferðafræðin
sem bílaborgir byggja á eru hluti
af liðinni tíð, þær kostar mikið
og virka illa. Reykjavík mun því
breytast bæði af þörf og einnig
vegna kynslóðar sem hugsar á
annan veg. Fyrir nokkrum árum
var ég að reyna að breyta pabba
mínum. Ég gafst upp. Í dag er ég
að breyta borginni.”
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs
Reykjavíkurborgar.
- segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags-
og samgönguráðs Reykjavíkurborgar
Mikil uppbygging og
breyttar ferðavenjur
í borginni
Opið virka daga 9 - 18 og helgar 10 - 18.
Eiðistorgi 15
facebook.com/arnaisogkaffi
“Við erum farin að fá erindi til borgarinnar um
að breyta deiliskipulagi þannig að breyta megi
hótelum í íbúðir. Ég gæti trúað að þeim erindum
eigi eftir að fjölga á næstunni. Við erum að sjá
fram á meiri stöðugleika eftir mikla þenslu
í ferðaþjónustunni.”