Nesfréttir - feb. 2020, Blaðsíða 12
12 Nesfrétt ir
U M H V E R F I S H O R N I Ð
Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur hefur fylgst vel með
fuglavarpinu á Seltjarnarnesi síðustu áratugi og kannað útbreiðslu
og þéttleika varpfugla á Nesinu annað hvert ár fyrir umhverfisnefnd.
Í skýrslu Jóhanns Óla sem kom út í lok desember 2019 segir að
kríuvarpið í sumar hafi verið í meðallagi. Fuglum fer fækkandi,
flatamál varpsins dregst saman en þéttist að sama skapi. Í Dal í
Suðurnesi er samdrátturinn mest áberandi og fækkaði hreiðrum
úr 710 í 245 en þar hefur lengi verið eitt stærsta og öflugasta
kríuvarpið á Seltjarnarnesi. Sömu sögu er að segja af öðrum
varpsvæðum í Suðurnesi en þar fækkaði hreiðrum úr 1.235 í 847
milli talninga. Varpið í Snoppu var minna og afmarkaðra og fækkaði
hreiðrum úr 405 í 180. Mikil fjölgun var hins vegar á kríuvarpi í
Gróttu í sumar og fundust 240 hreiður en aðeins 20 árið 2017.
Áhugasamir geta kynnt sér skýrsluna „Varpfuglar á Seltjarnarnesi
árið 2019“ á vefslóðinni shorturl.at/BQSY6 eða á vefsíðu
Seltjarnarnesbæjar.
Hannes Tryggvi Hafstein
Formaður umhverfisnefndar
Kríuvarp á
Seltjarnarnesi 2019
FJÖR OG FRÆÐSLA
Ýmis verkefni og viðburðir hafa verið
í gangi frá því að síðasta blað Nesfrétta
kom út og margt spennandi framundan.
Í janúarmánuði var farið í mjög
ánægjulega og skemmtilega heimsókn
í Grafarvogskirkju. Þar fengum við
upplýsingar og fræðslu um félagsstarf
eldri borgara í kirkjunni, tekið var í
spil og mikið sungið og trallað undir
stjórn söngstjóranna Hilmars Arnar og
Friðriks Vignis. Í lokin var svo boðið upp
á kaffi og krásir. Í tilefni þorra var svo
þorragleði í kirkjunni síðasta þriðjudag
janúarmánaðar. Stundin var vel sótt,
maturinn framúrskarandi góður. Gunnar
Rögnvaldsson frá Hrauni söng gamanlög
og sagði skemmtisögur og Friðrik Vignir
lék á nikkuna.
Næsta ferð er þriðjudaginn 18.
febrúar, en þá verður farið í Þjóð-
menn ingar húsið við Hverfisgötu. Þar
er yfirskrift sýningar Sjónarhorn.
Menningararfur Íslendinga. Þegar fólk
hefur drukkið í sig menninguna verður
gengið yfir Hverfisgötuna á Hótel 101
Reykjavík þar sem boðið verður upp á
kaffi og kruðerí.
Fyrsta fræðslustund Sunnu hjúkrunar-
fræðings var fimmtudaginn 30. janúar.
Umræðuefnið var að megninu til um
mikilvægi hreyfingar eldri borgara.
Stundin var vel sótt og umræður
góðar í kjölfarið. Umræðan var góður
undirbúningur fyrir tilraunaverkefnið
okkar Farsæl Öldrun sem félagsstarfið,
frístund og Grótta eru að setja af stað.
Næsta fræðslustund hjúkrunarfræðings
verður svo þriðjudaginn 25. febrúar
og frestast til kl. 14.30 (í stað 13.30).
Málefnin sem til stendur að ræða
eru svefnraskanir, kvíði, mikilvægi
samskipta og félagsstarf. Hvetjum fólk til
að fjölmenna.
KYNSLÓÐIRNAR
Á undanförnum vikum höfum við
fengið skemmtilegar heimsóknir í
aðstöðuna á Skólabraut. Alla mánudaga
og miðvikudaga koma 6 krakkar úr
frístund Mýrarhúsaskóla. Þau mæta
í handavinnutíma hjá Rögnu sem
leiðbeinir þeim í prjónaskap, dúska og
lyklakippugerð svo eitthvað sé nefnt. Þar
er alltaf mikið spjallað og glatt á hjalla.
Á föstudegi um miðjan janúar
mætti Inga Björg tónmenntakennari
Mýrarhúsaskóla með einn bekkinn sinn í
söngstund hjá eldri borgurum. Fjörið var
svo mikið að þau vildu helst fá að vera
lengur og syngja meira.
Á fimmtudögum eru svokallaðir
“Krílamorgnar” í kirkjunni. Fimmtudaginn
30. janúar fengum við hópinn mæður
og börn í heimsókn í kaffikrókinn á
Skólabraut. Það var mikil gleði og
gaman að fá þessa heimsókn. Allir
undu vel bæði ungir og aldnir og viku
seinna mættu svo 30 leikskólabörn
sem sungu sig inn í hjörtu eldri
borgaranna í salnum á Skólabraut með
fallegum söng, tjáningu og innlifun.
Á næstu dögum mætir svo fyrsti hópur
bingó-spilara úr Mýró á þessu ári og
spila þá ungir og eldri saman í salnum
á Skólabraut. Vonum svo sannarlega að
það verði áframhald á heimsóknum í
þessum dúr.
FARSÆL ÖLDRUN
Tæplega fimmtíu manns mættu
á kynningarfund sem haldinn var í
hátíðarsal Gróttu þriðjudaginn 11.
febrúar þar sem Eva Katrín Frið-
geirsdóttir íþróttafræðingur kynnti
fyrirhugað námskeið sitt í samstarfi
við félagsstarf eldri bæjarbúa,
frístundamiðstöð og Gróttu. Verkefnið
nefnist FARSÆL ÖLDRUN og er byggt
á samspili líkamlegrar, félagslegrar
og andlegrar vellíðunar á efri árum.
Ákveðið var að vara af stað með
verkefnið sem tilraun í 3 mánuði ef
næg þátttaka fengist, en lágmarksfjöldi
er 32 sem skiptist í fjóra hópa. Það er
skemmst frá því að segja að það fylltist
á öll námskeiðin samstundis og færri
komust að en vildu , og því kominn
biðlisti. Fyrsti tími verður þriðjudaginn
18. febrúar.
SAMVERUSTUNDIR
Þriðjudaginn 25. febrúar á Sprengi-
daginn verður Góugleði í safnaðarheimili
kirkjunnar kl. 12.30. Saltkjöt og baunir
á kr. 2.300.- Guðni Ágústsson kemur
í heimsókn og spjallar við viðstadda.
Mikill söngur. Skráningarblöð í kirkjunni,
Skólabraut og Eiðistorgi. Fimmtudaginn
27. febrúar verður Gaman saman í
salnum á Skólabraut kl. 17.30. Notaleg
stund, spjall og samvera. Léttar veitingar.
Skrá ningar blöð á Skólabraut og
Eiðismýri. Verð kr. 2.500.-
FÉLAGS- OG TÓMSTUNDASTARF
ELDRI BÆJARBÚA
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
FALLEGIR LEGSTEINAR
Verið velkomin
Opið: 10-17
alla virka daga
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is