Breiðholtsblaðið - 01.11.2020, Qupperneq 2

Breiðholtsblaðið - 01.11.2020, Qupperneq 2
2 Breiðholtsblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171 Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími 551 1519 • 893 5904 Netfang: thordingimars@gmail.com Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298 Heimasíða: borgarblod.is Net fang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son Um brot: Valur Kristjánsson Prentun: Landsprent ehf. Dreif ing: Póstdreifing ehf. 11. tbl. 27. árgangur Breiðholtsblaðið er dreift frítt í öll hús í Breiðholti NÓVEMBER 2020 D immt er yfir mannlífinu á þessum haustnóttum. Kórónaveiran bítur enn. Fólk flýr undan henni. Margir halda sig heima. Ferðast jafnvel innan húss. Eins og þeir geta. Margvísleg starfsemi er í dróma. Ferðaþjónustan er horfin. Allavega um skeið. Lista- og menningarstarf er í láginni. Margir hafa misst mikið af tekjum. Eða atvinnu sína. S tjórnvöld hafa reynt að koma til móts við fólk eftir mætti. Þau ráða ekki við allt. Ekki þegar samfélagið er heltekið. Flest snýst um að forðast veiruna. Eða bægja henni burt. Ekki er enn ljóst hvernig þeirri baráttu líkur þótt dregið hafi úr umferð hennar öðru sinni á árinu. Landið er enn að mestu lokað. Landsmenn eru nánast átt-haga fjötraðir. Rétt eins og fyrr á árum. Þegar gjaldeyrishöft og fáir farmöguleikar héldu fólki í greipum. Verslanir kaupa inn í meira mæli. Salan verður meiri. Fólk fer ekki utan til að kaupa. Ef það hefur einhverju að eyða. Vandi margra hefur aukist. Hann sést í sókn til hjálparstofnana. Aðrir reyna að þrauka við þröngan kost. Erfitt er að sjá hversu mikið úthald fólk hefur fyrir þessari tilveru. Eins og hún birtist nú. En heldur ró sinni. Vonandi hverfur veiran á braut. Hversu lengi hún verður að það veit enginn enn. Samfélagið sem rís úr þessari dimmu getur breyst. Áherslur geta orðið aðrar. Lífsvenjur fólk verði með öðru móti þegar birtir til. Dimmt á haustnóttum www.borgarblod.is Hafðu lyfin tilbúin þegar þú sækir Pantaðu tiltekt á appotek.is eða í síma 568 0990 Garðs Apótek - í leiðinni Fáðu lyfin send heim með póstinum Pantaðu sendingu á appotek.is Garðs Apótek - um land allt Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut Opið kl. 9-18 virka daga, lokað um helgar Hætt hefur verið við að byggja mislæg gatnamót á mótum Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Byggð verður brú og ljósastýrð vegamót sett upp. Talið er að þessi framkvæmd hafi minna rask í för með sér en mislæg gatnamót með tilheyrandi umferðaslaufum. Með þessari leið er ætlunin að hljóðvist muni batna fyrir nálægar íbúðir í Fella­ hverfi. Breytt útfærsla hafi ennfremur ekki áhrif á fyrirhugaðan Vetrargarð í Breiðholti og bæti samgöngur gangandi og hjólandi. Arnarnesvegur er hluti af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæði­ sins sem sveitarfélögin á svæðinu og Vegagerðin standa í sameiningu að. Stefnt er að því að útboð vegna verksins fari fram á næsta ári. Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að gert er ráð fyrir að Arnarnesvegur fari á brú yfir Breiðholts- braut en mæti götunni í plani á ljósastýrðum gatnamótum. Gatnamótin verða með þessari lausn ekki eins landfrek og inngrip í landslag og jarðrask og efnisflutningar verða mun minni en í öðrum mögulegum lausnum. Þá verður með brúnni til góð leið fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur milli Elliðaárdals, Seljahverfis og efri byggða Kópavogs. Gert er ráð fyrir að hljóðvist verði undir viðmiðu- narmörkum vegna smíði 1,5 metra hás hljóðveggs á brú og rampa við Breiðholtsbraut auk endurbættrar hljóðmanar milli nýrra gatnamóta og undirganga milli Jaðarsels og Suðurfells. Hringtorg við Vatnsendahvarf Gert er ráð fyrir hringtorgi við Vatnsenda- hvarf, einni brú yfir Breiðholtsbraut fyrir akreinar og stíga, og tengingu við Breiðholtsbraut með umferðar ljósum. Núverandi ljósastýrð vegamót við Vatnsenda veg verða felld niður en þó verða þar leyfðar hægribeygjur. Talið er að þessu útfærsla skapi aukið rými við skíðabrekku í Reykjavík miðað við þær lausnir sem samþykktar voru í mati á umhverfisáhrifum og tekur jafnframt minna rými norðan Breiðholtsbrautar. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að munur á þeirri tillögu sem nú liggur fyrir og þeirri sem samþykkt var í matsferlinu sé sá að ekki verði um fullbúin mislæg vegamót að ræða heldur ljósastýrð vegamót. Vetrargarðurinn hafður í huga Þegar hverfisskipulag fyrir Breiðholt var kynnt fyrr í haust bárust margar athugasemdir þar sem var lýst yfir áhyggjum af því að fyrirhuguð lagning Arnarnesvegar myndi skerða Vetrar garðinn sem á að reisa efst í Seljahverfi. Þessi nýja blandaða lausn fyrir gatnamót við Breiðholtsbraut er hagkvæm fyrir garðinn og þá fjölbreyttu starfsemi sem gert er ráð fyrir að verðu þar allan ársins hring. Engin mislæg gatnamót Á myndinni má sjá hvernig Arnarnesvegur mun liggja á milli Kópavogs og Breiðholts með tengingu inn á Breiðholtsbraut. - á mótum Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar Tölvur og gögn ehf. þ e k k i n g o g r e y n s l a T& G PC & Mac Þarabakki 3, Mjódd 109 Reykjavík Sími: 696-3436 www.togg.is • Office 365 þjónusta • Gagnabjörgun og afritun • Umsjón tölvukerfa • Vefsíðugerð og umsjón • Tölvuviðgerðir • Tölvur og jaðarbúnaður

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.