Breiðholtsblaðið - 01.11.2020, Qupperneq 9

Breiðholtsblaðið - 01.11.2020, Qupperneq 9
9BreiðholtsblaðiðNÓVEMBER 2020 Augl‡singasími: 511 1188 Eignaumsjón 20 ára þekking og reynsla! » Gott viðmót » Fagleg þekking » Skilvirkar lausnir » Gagnsæjar upplýsingar » Hlutlaus og fagleg nálgun Suðurlandsbraut 30 108 Reykjavík Sími 585 4800 thjonusta@eignaumsjon.is eignaumsjon.is Hugmyndasöfnun fyrir lýðræðisverkefnið ,,Hverfið mitt'' er hafin og stendur til 20. janúar 2021. Nú eru íbúar beðnir um að koma með hugmyndir að dýrari verkefnum enda hefur fjármagn verið nær tvöfaldað. Þetta er í níunda sinn sem hugmyndasöfnunin fer fram og 787 hugmyndir hafa orðið að veruleika síðan verkefnið hófst. Að þessu sinni stendur hún lengur yfir og er óskað eftir hugmyndum að stærri verkefnum frá íbúum í hverfunum. Verkefninu hefur nú verið breytt þannig að það nær yfir tvö ár. Fyrst kemur hugmyndasöfnun en síðan er farið í íbúakosningar um hugmyndirnar. Með þessu móti gefst tækifæri til að auka samráð við höfunda hugmyndanna og íbúa í hverfunum, bæði hvað varðar hönnun á verkefnum og framkvæmd þeirra. Einnig hefur fjármagn í framkvæmdapottinn verið nánast tvöfaldað og verður að þessu sinni 850 milljónir króna í stað 450 milljóna áður. Hugmyndasöfnun hafin Ýmis verkefni hafa verið á döfinni á undanförnum árum. Þar á meðal nýr körfuboltavöllur í Breiðholti. Hverfið mitt Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur fengið samþykkt að fá 12 gáma til að búa til tvær kennslustofur. Að undanförnu hefur matsalur skólans verið notaður fyrir kennslustofu vegna COVID en með þessari lausn munu nemendur og starfsfólk fá hann aftur í sitt fyrra horf. Áformað er að byggja við skólann og er hafin vinna við undirbúning þess en með þessu er verið að leysa bráðan húsnæðisvanda til bráðabirgða. Farið var að huga að þessum möguleika á liðnu voru og máið tekið upp að nýju nú í haust þegar ljóst var að erfitt yrði að taka á móti öllum nemendum sem óskuðu eftir að komast í verklegt nám. Hinar nýju kennslustofur verða nýttar til kennslu í verklegu námi í rafvirkjun. Gámastofur við FB

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.