Breiðholtsblaðið - 01.11.2020, Blaðsíða 13

Breiðholtsblaðið - 01.11.2020, Blaðsíða 13
13BreiðholtsblaðiðNÓVEMBER 2020 www.borgarblod.is Soroptimistaklúbbur Bakka og Selja og Kvenfélag Seljakirkju stefna að því að lýsa Seljakirkju upp með roðagylltu (appelsínugulu) ljósi dagana 25. nóvember til 10. desember nk. Þetta er gert til þess að vekja athygli á átaki Sameinuðu þjóðanna „Roðagyllum heiminn“. Þessu átaki er ætlað að efla vitundarvakningu gegn kynbundnu ofbeldi. Alþjóðasamtök soroptimista, ásamt ýmsum öðrum kvennasamtökum hér á landi og á alþjóðavísu, hafa gert þetta átak að sínu og taka þátt í því meðal annars með því að lýsa upp opinberar byggingar í roðagylltum lit meðan á því stendur. Það er táknrænt að Roðagylltu dagarnir hefjast á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi og þeim lýkur á sjálfum Mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna, 10. desember, en sá dagur er jafnframt alþjóðlegur dagur Soroptimista. Lýsa Seljakirkju með roðagylltu ljósi Veggspjald sem gert var í tilefni átaks Sameinuðu þjóðanna. Á fordæmalausum tímum eru margar nýjar áskoranir í lífi okkar allra, félagsmiðstöðvarnar eru þar engin undantekning. Við fengum því miður þau skilaboð í byrjun nóvember að við þyrftum í annað skipti á þessu ári að loka dyrum félagsmiðstöðvanna fyrir börn og unglinga á aldri- num 10 til 16 ára. Þetta er eins og gefur að skilja engin óskastaða fyrir starfið okkar en þó nauðsyn- legt í ljósi aðstæðna. Við héldum starfsdag þar sem næstu vikur voru skipulagðar út frá þessum takmörkunum og var niðurstaðan að hafa aftur stafræna félagsmiðstöð. Hvað er starfræn félagsmiðstöð? Í mjög einföl- du máli erum við að bjóða uppá afþreyingu og lifandi spjall fyrir markhópinn okkar í gegnum samfélagsmiðla, heimasíðuna okkar og forrit sem heitir Discord. Við höfum sl. viku boðið uppá bingó þar sem við keyrum vinninga heim að dyrum til sigurvegara, við spilum rafræn borðspil með þeim, tölvuleiki, spjöllum, erum með spurningakeppnir og margt fleira. Stafræna starfið er í stöðugri þróun og þykir okkur ótrúlega vænt um að geta verið í samskiptum við markhópinn áfram þó að það sé í breyttri mynd. Samhliða þessu hafa félagsmiðstöðvarnar verið með útirölt öll kvöld þegar það er venjulega opið í félagsmiðstöðvunum. Við teljum að það sé mikilvægt að vera sjáanleg í hverfinu til að stuðla að öryggi og velferð barna og unglinga í Breiðholti. Stafræn félagsmiðstöð fyrir ungmenni í Breiðholti Margar nýjar áskoranir eru í lífinu í dag. Þar á meðal er notkun andlitsgrímu þar sem fólk kemur saman. Mættir í félagsmiðstöðina Hólasel. Að sjálfsögðu er gríman á sínum stað. Ó s k u m L e i k n i t i l h a m i n g j u m e ð s æ t i í ú r v a l s d e i l d ! ALLTAF FULLT BORÐ AF FERSKUM FISKI OG FISKRÉTTUM Opið alla virka daga kl. 9 – 18:30.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.