Breiðholtsblaðið - 01.11.2020, Qupperneq 14

Breiðholtsblaðið - 01.11.2020, Qupperneq 14
14 Breiðholtsblaðið NÓVEMBER 2020 √ Bókhald og fjármál √ Húsfélagafundir √ MÍNAR SÍÐUR √ Þjónustusaga húss √ Önnur þjónusta www.eignaumsjon.is Húsfélagaþjónusta Leiðandi í hagkvæmni og rekstri húsfélaga Eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir börnin okkar er að tryggja þeim tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu s.s. að ganga í skóla og taka þátt í íþróttum og tómstundum. Með þátttöku í íþróttum og tómstundum þroska börn ekki aðeins með sér líkamlega eiginleika og góðar heilsuvenjur heldur ein- nig félagslega vellíðan. Börn læra að vinna saman og teng- jast í gegnum sameiginleg markmið sem eru til staðar í íþróttum og tómstundum og njóta og hafa gaman á sama tíma. Þessi tengsl og félagslegu færni taka svo börnin með sér út í lífið þegar þau eldast og nýta sem styrkleika. Í verkefninu okkar , ,Frístundir í Breiðholti“ erum við í nánu samstarfi við þjálfara og fullorðna sem vinna með börnum að því að styrkja félagsleg vinatengsl milli barna og fjölskyldna með ólíkan bakgrunn. Markmið okkar í Breiðholti er að styðja alla og veita öllum tækifæri sem búa hér til að finna sinn stað og hlutverk í samfélaginu. Við viljum ná til fólks með fjölbreyttan félagslegan og menningarlegan bakgrunn og upplýsa það um verkefnið ,,Frístundir í Breiðholti“. Í þeim tilgangi leitum við að einstaklingum sem vilja vinna með okkur að því að miðla upplýsingum um verkefnið t.d. til fólks af erlendum uppruna. Hafðu endilega samband ef þú vilt aðstoða eða getur bent á einhvern sem gæti aðstoðað okkur við að kynna íþrótta- og frístundastarf í Breiðholti meðal íbúa með fjölbreyttan bakgrunn. English: One of the most important things we can do for our children is to ensure they have every opportunity to participate in society. In childhood, the “society” that they participate in is i.e. school, church, sport or leisure activities. Through participation in sport and leisure activities children develop not only their physical wellness and good health habits, more importantly their social and emotional well-being. Children learn to work together and connect as people through shared goals that exist in sport and leisure activities, while having fun! Here is the important thing, these connections and the development of these social skills are something children will take with them as they grow, and utilize as strengths. In our project “ Frístundir in Breiðholt” we are working closely with coaches and adults who work with children. Coaches are taking fur- ther steps in supporting togetherness between children and families from diverse backgrounds. Our goal in Breiðholt is to support everyone living here to find his or her place in society. We encourage anyone with a desire to support us in our efforts to reach out. Our goal is to reach out to people of diverse social and cultural backgrounds and inform them of the project. Please feel free to send us a line with information about anyone who might be able to work with us in mediating information about this project. Of if you just want to share or any other ideas you might have regarding how we can support all of our children in participating in sport and leisure activities. Nichole Leigh Mosty Verkefnastjóri / project manager Þjónustumiðstöð Breiðholts nichole.leigh.mosty@reykjavik.is Viltu hjálpa okkur að kynna íþróttir og frístundir? Nichole Leigh Mosty. Heilsueflandi BreiðHolt Í lok október tilkynnti KSÍ að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta væri lokið en ekki var hægt að klára allar umferðir vegna Covid-19 faraldursins. Sérstök reglugerð tók þá gildi og endaði Leiknir í Breiðholti í öðru sæti Lengjudeildarinnar, 1. deildar. Það er því ljóst að Leiknir mun leika í Pepsi Max-deildinni, efstu deild karla, á næsta tímabili. Frábær árangur á sérstöku tímabili en liðið er gríðarlega vel að þessu komið. Leiknisliðið spilaði stórskemmtilegan fótbolta og sýndi mikinn stöðugleika í gegnum tímabilið. Liðsheildin var öflug og margir uppaldir Breiðhyltingar létu ljós sitt skína ásamt aðkomumönnum sem eru orðnir glerharðir Leiknismenn eftir dvöl þeirra hjá félaginu. Leiknismenn skoruðu 50 mörk en aðeins Keflavík skoraði fleiri. Varnarlega var liðið feikilega vel skipulagt og fékk á sig 22 mörk á tímabilinu, fæst mörk allra liða deildarinnar. Mikill hugur er í Leikni að gera vel í deild þeirra bestu á næsta ári og er mikið gleðiefni að geta aftur boðið upp á leiki í efstu deild fótboltans í Breiðholtinu. Það er skemmtilegt og spennandi ár framundan. Leiknir upp í deild þeirra bestu Vefsíðan Fótbolti.net opinberaði lið ársins í Lengjudeildinni en þjálfarar og fyrirliðar sáum valið. Leiknir á fjóra fulltrúa í liði ársins; hollenska markvörðinn Guy Smit sem kom hrikalega öflugur inn í liðið, Bjarka Aðalsteinsson sem var eins og klettur í vörninni, fyrirliðann Sævar Atla Magnússon sem var gríðarlega skæður í sóknarleiknum og svo Vuk Oskar Dimitrijevic sem valinn var efnilegastur í deildinni. Vuk er uppalinn Breiðhyltingur en fyrir tímabilið var hann seldur í FH og svo lánaður aftur á heimaslóðirnar. Vonandi mun Vuk blómstra í búningi FH á næsta tímabili. Á varamennabekknum í liði ársins má svo finna annan Leiknismann en það er varnarmaðurinn Gyrðir Hrafn Guðbrandsson sem átti frábært tímabil. Svo má ekki gleyma því að Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var valinn þjálfari ársins. Sigurður hefur gert framúrskarandi hluti við stjórnvölinn og er einn mest spennandi ungi þjálfari landsins. Besti þjálfarinn og efnilegasti leikmaðurinn frá Leikni

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.