Morgunblaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2020
Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is, Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is,
Auglýsingar Berglind Guðrún Bergmann berglindb@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumyndina tók
Unsplash
Í
slenska ferðasumarið er byrjað af fullum krafti. Í þessu blaði er
Austurland tekið fyrir en á þeim slóðum er að finna endalausa mögu-
leika til að eiga besta sumarfrí sem þú hefur upplifað. Ef Íslendingar
hafa einhvern tímann haft tækifæri til að skoða landið sitt án þess að
verða gjaldþrota þá er það núna. Tilboðin sem hótel og gististaðir
bjóða núna eru einstök. Að fljúga til Egilsstaða og gista á Icelandair hótel
Héraði er góð hugmynd eða þá að taka flug og bíl og geta þannig farið
um allar koppagrundir.
Síðustu ár hef ég oftar
en ekki kosið að fara eitt-
hvað til heitu landanna í
sumarfríinu því það hefur
oft og tíðum verið ódýrara
en að ferðast innanlands.
Svo þekki ég nokkra ein-
staklinga sem myndu frek-
ar láta ísbjörn éta sig en
að sofa í tjaldi. Ég hef
reynt að tala fólk til og
komið með jákvæða
punkta um tjaldútilegur en
hef augljóslega ekki verið
nægilega sannfærandi.
Við höfum þó farið á
nokkur sveitahótel víða um land og það hefur alltaf verið upplifun. Mér
finnst skipta máli að vera búin að taka til lesefni sem ég hef ekki komist í
að lesa í hversdagsleikanum og það er mjög mikilvægt að fá frið frá
tölvupósti og amstri daglegs lífs.
Frí á að snúast um að koma betri til baka, ekki bugaður af álagi og
streitu. Til að það geti gerst þarf fólk að kunna að vera í fríi. Það væri til
dæmis frábært ef samfélagsmiðlar eins og Facebook og Instagram byðu
upp á „automatic replies“ líkt og tölvupóstsforritin.
Á dögunum fór ég í helgarferð til Egilsstaða með tvö af börnunum okk-
ar og var það mikil upplifun. Það að komast loksins í flugvél vakti kátínu
og svo var mikill spenningur fyrir morgunmatnum á hótelinu. Yngri sonur
minn, sem er mikill morgunmatarsérfræðingur, var hrifinn af því að geta
bakað sjálfur sína belgísku vöfflu og farið nokkrar
ferðir án þess að vera skammaður. Ég þurfti þó
að gera athugasemdir við borðsiðina sem höfðu
eitthvað skolast til og þá sagði hann: „Mamma,
ég er bara búinn að vera svo mikið inni vegna
kórónuveirunnar. Ég man ekki lengur hvernig ég á
að haga mér innan um fólk.“
Fyrr í sumar hafði sami drengur ekki nennt
með mér í ferðalag á húsbíl þegar hann komst
að því að það væri líklega ekki nettenging í hús-
bílnum. Hann gaf það líka út að hann nennti alls
ekki eitthvað langt frá Reykjavík og alls ekki til
Egilsstaða. Eftir þessa helgarferð held ég að
hann sé búinn að skipta um skoðun. Hann
muni bara alveg nenna endalaust til Egilsstaða
ef hann getur gist á hótelum, borðað belgískar
vöfflur í morgunmat og baðað sig í Vök Baths.
Gleðilegt ferðasumar!
Þetta ferðasumar
kemur ekki aftur!
Marta María Jónasdóttir
Icelandair hótel Hérað
Þú nýtur sveitakyrrðarinnar til hins
ýtrasta þótt öll þjónusta sé einnig á
staðnum. Þú horfir á spakar kýr
rölta um úti fyrir og þú finnur
hversu andrúmsloftið er við-
kunnanlegt og þjónustan fagleg
og vinaleg. Óteljandi útivistar-
möguleikar heilla þig og hvort
sem þú ferð í fjallgöngu, veiði
eða fuglaskoðun er víst að nátt-
úran og umhverfið er bæði
spennandi og skemmtilegt. Að
loknum góðum degi færð þú þér
hreindýraborgara á glæsilegum veit-
ingastað hótelsins, framreiddan
með öðrum heimagerðum
kræsingum úr hráefni
heimahaganna og á
svölum hótelbarsins
getur þú orðið vitni
að einstöku sólar-
lagi.
https://www.ice-
landairhotels.com/is/
hotel/austurland/
icelandair-hotel-
herad
Hótel Edda
Egilsstaðir
Egilsstaðir eru í miðju Fljóts-
dalshéraði, grösugu og búsældarlegu,
sem geymir margar náttúruperlur:
Snæfell, fjalladrottningu Austurlands,
Lagarfljót með orminum ógurlega,
hinn rómantíska Hallormsstaðaskóg
og Atlavík. Stutt er til Seyðisfjarðar
sem er þekktur fyrir fjölskrúðugt
menningarlíf í einstakri byggð húsa
frá 19. öld.
https://www.icelandairhotels.com/is/
hotel/austurland/egilsstadir
Blábjörg gistiheimili
Blábjörg er með gistiheim-
ili, veitingastað og heilsulind
á Borgarfirði eystri. Gisti-
heimilið býður upp á
breitt úrval af gistingu
frá herbergjum með
sameiginlegri aðstöðu til
íbúða af mismunandi
stærðum. Veitingastað-
urinn okkar, Frystiklefinn,
leggur áherslu á hollt val úr
staðbundnu hráefni. Ef þú
þarft á hvíld og slökun að halda,
þá er Musteri Spa hinn fullkomni
staður fyrir þig. Við bjóðum upp á heita
potta og gufuböð, bæði inni og úti. Hér
getur þú notið þess að slaka á í kyrrð-
inni, njóta fallegs útsýnis yfir fjörðinn
og gert þig kláran fyrir annasaman
ævintýradag.
https://blabjorg.is/
Aldan veitingastaður
Á veitingastað Hótels Öldunnar er ís-
lenskt hráefni í hávegum haft. Matseldin
er undir evrópskum og norrænum áhrifum
og úrval drykkja sérvalið. Í sumar er boðið
upp á girnilega smárétti sem tilvalið er að deila í
góðum félagsskap.
http://hotelaldan.is/veitingastadir-a-seydisfirdi/
Hótel Aldan
Hótel Aldan býður upp á gistingu í þremur sögu-
legum húsum á Seyðisfirði. Hvert herbergi er inn-
réttað með sínum eigin karakter og sjarma. Auk
hótelherbergja bjóðum við upp á skammtímaleigu á
tveimur notalegum íbúðum í gamla hluta bæjarins.
Bjóðum upp á æðisleg sumartilboð í
gistingu á heimasíðunni okkar.
Hundar eru leyfðir í völdum
herbergjum og íbúðunum.
http://hotelaldan.is/
Hallormsstaðaskógur –
tjaldsvæði í Atlavík
og Höfðavík
Hallormsstaðaskógur er
einn stærsti skógur lands-
ins og einn þjóðskóganna.
Skógurinn er mjög vinsæll
til útivistar enda fallegur
staður. Það eru yfir 40 km af
gönguleiðum á korti. Í skóginum er
skemmtilegt trjásafn með yfir 80 mis-
munandi trjátegundum.
Tjaldsvæðin í skóginum eru tvö, í
Atlavík og Höfðavík, bæði í birkiskógi.
Atlavík er innan við þéttbýliskjarnann
á Hallormsstað en Höfðavík utan við
hann (nær Egilsstöðum). Í Atlavík
eru tvö salernishús með heitu og
köldu rennandi vatni. Þar er aðstaða
til uppþvottar, losunar ferðasalerna,
salerni fyrir fatlaða, útigrill, borð og
stólar ásamt leikvelli. Í Höfðavík eru
þrjú salernishús með sturtu. Einnig
er þar rafmagn fyrir húsbíla
og vagna, losun ferðasal-
erna, útigrill ásamt borð-
um og stólum.
https://www.skog-
ur.is/is/thjodskogar/
kort-og-thjonusta/
tjaldsvaedi
Hótel Eyvindará
Hótel Eyvindará er
fjölskyldurekið hótel
rétt við Egilsstaði. Við
bjóðum upp á gistingu af
ýmsum toga. Einstaklings-
og hjónaherbergi ásamt litlum
sumarhúsum. Hjónin Sigurbjörg Inga
og Ófeigur hafa rekið Hótel Eyvind-
ará frá árinu 2007.
https://eyvindara.is/
Fosshótel Austfirðir
Fosshótel Austfirðir er glæsi-
legt þriggja stjörnu hótel á Fá-
skrúðsfirði. Hótelið er í franska
spítalanum en þar er einnig veit-
ingastaður og safn þar sem lífi og
starfi franskra sjómanna eru gerð
skil. Aðgangur að safninu er
ókeypis fyrir hótelgesti.
Starfsemi hótelsins fer
fram í fjórum bygg-
ingum við Hafnar-
götuna sem hafa
verið endurgerðar í
samvinnu við
Minjavernd.
Þekktasta húsið er
bygging franska
spítalans sem var
reist árið 1903 og í
notkun til ársins 1939
eða þar til það var flutt
út á Hafnarnes þar sem það
stóð í eyði í nær 50 ár. Við endur-
uppbyggingu húsanna var lögð áhersla á að end-
urnýta byggingarefni eins og hægt var. Bygging-
arnar hlutu menningarverðlaun Evrópu, Europa
Nostra, á sviði menningararfleifðar vegna þessara
umbreytinga en þetta er jafnframt fyrsta verkefnið
hér á landi sem hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun.
Veitingastaðurinn L’Abri er á hótelinu.
https://www.islandshotel.is/hotels-in-iceland/
fosshotel-eastfjords
Upplifun á Austurlandi
Inni á Ferðavef mbl.is er að finna kort af helstu gististöðum um land allt.
Ef þú ert á leið austur þá ættir þú að kíkja á þessi hótel og veitingastaði.
Icelandair
hótel Hérað.
Hótel Edda Egilsstaðir.
Blábjörg
gistiheimili.
Hótel Aldan.
Hótel
Eyvindará.
Vegahandbókin • Sundaborg 7 • Sími 893 1091
• Uppl. um 3.000 staði
• Uppl. um 1.000 menn
verur og vætti
• Vegakort
• Þéttbýliskort
• Þjóðsögur
• Ítarlegur hálendiskafli
• 24 síðna kortabók
• Vegahandbókar App
• Hljóðbók með
þjóðsögum
• Hljóðbók með
þjóðlögum
o.fl. o.fl.
Hafsjór af fróðleik um perlur Íslands
FULLT VERÐ
4.990-
1.000 kr. afsláttur ef þú
kemur með gömlu bókina.
Bara í bókaverslunum.
Stöðug uppfærsla
í 47 ár