Morgunblaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 2
Grillhanskar Þetta eru mögulega flottustu grillhanskar sem sést hafa. Sérhannaðir af sérfræð- ingunum hjá Rösle til að geta vaðið eld og brennistein. Bókstaflega. Ef þú ert í einhverjum alvöru tilfæringum við grillið borgar sig að vera vel hanskaður. Kokka. 4.950 kr.Þ að er kominn júlí og grillsumarið mikla er varla hálfnað. Heima hjá mér er grillað sem aldrei fyrr og ég á í mjög merkilegu sambandi við grill- ið í garðinum mínum sem mér finnst stórkostlegt. Það er með sérstökum grindum þannig að eldtungurnar komast ekki upp. Fyrir vikið hefur talsvert dregið úr brunaslysum og öll eldamennska er mun friðsælli. Maturinn þarf nefnilega frið á grillinu og þegar eldurinn er ekki að þvælast fyrir þá get ég óáreitt grillað allt milli himins og jarðar. Í uppáhaldi þessa dagana eru grænmeti og ávextir. Ég er reyndar líka búin að vera dugleg að grilla fisk og hef ég þá aðallega verið að grilla skötusel og villtan lax. Grænmeti finnst mér dásamlegt og grillaðir eftirréttir eru sælgæti. Við erum einmitt með gott úrval af þeim í þessu blaði og forsíðumyndin er með því fallegra sem ég hef séð enda fátt girnilegra en grillað pönnukökufjall. Annars varð uppi fótur og fit á heimili mínu um daginn. Eiginmaður minn og dóttir tilkynntu mér að þau væru búin að fá nóg af pylsum þetta sum- arið. Þeim var fúlasta alvara og nú er sumsé búið að banna pylsur heima mér til mikillar skelfingar. Ég veit nefnilega fátt betra en góða grillaða pylsu og ég hef verið að gera nokkuð merkilegar til- raunir með meðlæti í sumar. Tilraunir sem munu væntanlega ekki líta dagsins ljós þar sem mér og mínum pylsum hefur verið úthýst. Eða svo gott sem. Ég ætla samt bara að vera þolinmóð enda veit ég sem víst er að þau munu brotna. Í kringum miðjan júlí munu þau bæði mjálma mjóróma tóni á pylsur og þá verð ég tilbúin. En þar til þá held ég bara áfram að grilla allt hitt... og hef gaman af! Pylsubannið Þóra Kolbrá Sigurðardóttir umsjónarmaður Matarvefs mbl.is Verð frá499kr/stk • Black Garlic • Ítölsk parmesan • Pipar • Roasted Garlic GÓMSÆTAR STEIKARSÓSUR 2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 Útgefandi Árvakur Umsjón Þóra Kobrá Sigurðardóttir Blaðamenn Þóra sigurðardóttir thora@mbl.is, Auglýsingar Jón Kristinn Jónasson jonkr@mbl.is Prentun Landsprent efh. Blaðið er unnið í samvinnu við Hagkaup. Forsíðumyndina tók Kristinn Magnússon  Hafðu steikina alltaf við stofuhita. Þannig verður steikingin jafn- ari og umtalsvert betri.  Hitið grillið vel áður en þið byrjið að grilla. Stærstu mistökin sem fólk gerir er að skella steikinni á um leið og kveikt er á grillinu. Án þess að orðlengja það neitt frekar þá skorar sú tækni ekki hátt.  Ekki stinga gaffli í matinn. Við viljum halda safanum sem lengst inni, hvort sem um ræðir grænmeti eða kjöt. Notaðu heldur töng.  Ekki kremja kjötið. Margir hafa tilhneigingu til að ýta spaðanum niður á steikina og flýta þannig fyrir eldun. Það virkar alls ekki og gerir matinn í raun verri þar sem þrýstingurinn ýtir safanum út.  Hvílið kjötið til að safinn haldist inni. Við eldun herpist kjötið saman í hitanum. Gefið kjötinu tíma til að slaka á eftir eldunina. Ef steikin er skorin strax og hún er tekin af grillinu lekur allur safinn út.  Fylgstu með því hvað er að gerast á grillinu. Það er nákvæmis- íþrótt að grilla og krefst einbeitningar. Fylgstu vel með matnum því ekkert er meira svekkjandi en illa grilluð steik.  Ef þú ert ekki örugg/ur skaltu nota kjöthitamæli. Með slíka græju eru þér allir vegir færir og steikin verður fullkomin.  Vertu með góð áhöld. Það skiptir ótrúlega miklu máli. Góð töng er gulli betri og spaði er líka frábær. Finndu það sem þér finnst þægilegast að nota og haltu þig við það.  Undirbúningurinn skiptir öllu. Sjálf eldamennskan tekur ekki langan tíma en ef undirbúningurinn er góður er þetta svo auðvelt. Þetta kalla kokkar „að preppa“ í alvörueldhúsi þannig að lykilatriði er að vera vel preppaður. 9 gullvægargrillreglur Ferðagrill Ef þú ætlar á annað borð að fá þér ferðagasgrill í útileg- una er allt eins hægt að vanda til verka og fá sér lúxus- ferðagasgrillið frá Char Broil. Það er með TRU-Infrared- hitatækni og innbyggðri eldtunguvörn sem gerir grill- mennskuna afar þægilega. Heimkaup. 29.025 kr. Leðursvunta Boos Blocks er vörumerki sem þarf vart að kynna fyrir neinum þungavigtarmanni í eldhúsinu. Boos stendur fyrir gæði í gegn og þessi leðursvunta er svo flott að margur hefur tekið andköf af aðdáun. Kokka. 19.900 kr. Grillpensill Hér erum við með gríðarlega sniðuga uppfinningu, en sósu- skeiðin er ofan á penslinum, sem gerir flest sem viðkemur grillmennsku umtalsvert auð- veldara. Ótrúlega svöl græja sem kemur að góðum notum. Olís.is. 2.490 kr. Bestu grill- græjurnar Grillspjót. Hver segir að grillspjót þurfi að vera bein? Þessi sjúklega snjöllu grillspjót ættu að vera til á hverju heimili enda fullkomlega rökrétt að hafa þau í laginu eins og diskinn. Kokka. 4 stk. 2.980 kr. Smjörpottur Fullkominn til að pensla hverju sem er á steikina, hvort heldur sem er grillsósu, smjöri eða einhverju öðru. Frá Lodge þannig að gæðin eru gulltryggð. Kokka. 7.900 kr. Ferðagrilltaska Heyrst hefur af fólki sem féll í stafi við að sjá þessa ferðagrilltösku. Hvað er svalara en að ferðast um með ferðagasgrill í sérhannaðri tösku? Heimkaup. 12.895 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.