Morgunblaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020
Tilbúið meðlæti
Beint á grillið
Grillaðar ferskjur
með mascarpone
og brómberja-
kremi
6 ferskjur
3 msk. flórsykur
¼ stk. sítróna, safi
Suðusúkkulaði með kara-
mellu og sjávarsalti
Ferskjur skornar í kringum
steininn en ef þær eru nógu
mjúkar er hægt að skera
þær í helminga og ná stein-
inum út úr þeim, þá er þeim
velt upp úr flórsykri og smá
sítrónusafi kreistur yfir. Grill-
aðar á beinum hita til að
byrja með og fá góðar grillr-
endur í ferskjurnar, þá eru
þær færðar upp á efri
grindina eða til hliðar á
óbeinan hita í um það bil 5
mínútur. Raðað fallega á
disk og kreminu sprautað á
og súkkulaðið rifið yfir.
Mascarpone og
brómberjakrem
250 g mascarpone ostur
1 dl sýrður rjómi
2½ dl þeyttur rjómi
4 msk. flórsykur
1 dl brómber
½ tsk. vanilludropar
Piña colada-eftirréttur
1 stk. ananas
1 dl dökkt room
3 msk. flórsykur
karamellusósa að eigin vali
Ís með kókos og mangó
Ananasinn er flysjaður og skorinn í 1,5 cm þykkar sneiðar. Þá er
kjarninn skorinn úr sneiðunum. Hitað er upp á romminu og syk-
urinn leystur upp í því. Ananasinn er látinn liggja í romminu í að
minnsta kosti tvo tíma en mjög gott að láta hann liggja yfir nótt.
Síðan er hann grillaður í 2-3 mínútur á hvorri hlið, eða þangað til
hann er orðinn mjúkur. Karamellusósan er hituð upp varlega í potti.
Síðast er ísinn settur í kúlum ofan á ananasinn og volg
karamellusósan ofan á.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Grillaður pönnukökuturn
1 kassi pönnukökur
1 krukka Nutella
1 pakki jarðarber
2 ástríðuávextir
litlir sykurpúðar
Pönnukökurnar eru smurðar með Nutella og sykurpúðunum stráð yfir
þær. Þá eru þær settar á grillið á frekar lágum hita þar til þær hitna vel í
gegn.
Jarðarberin eru skorin smátt. Þá er pönnukökunum raðað saman, og
jarðarberin sett á milli líka. Ofan á pönnukökuturninn fer síðan
ástríðuávöxturinn.
Eftirréttir