Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 2

Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 2
Útilegu- maturinn undir- búinn Það eru kannski ekki allir sem átta sig á því en sous vide- græjurnar eru nánast nauðsynlegar nú til dags… eða því sem næst. Flestir sous vide-arar fjárfestu í forláta vakúmvél, eða lofttæmingarvél eins og það kallast á okk- ar ylhýra, til að geta hægeldað eftir kúnst- arinnar reglum. Þar sem vinsældir sous vide hafa dvínað liggja þessar pökk- unargræjur nú inni í skáp ónotaðar enda fáir sem átta sig á því hvað lofttæmingarvél- arnar eru mikil snilld. Marineraðu kjötið þitt og settu það í lofttæmingarpoka, settu meðlætið, sós- urnar og allt sem þú þarft að geyma í slíka poka og útkoman verður upp á tíu. Ef þú vilt fara skref- inu lengra getur þú notað slíka poka til að bragðbæta eða „infjúsa“ áfengi. Með því að lofttæma margfaldar þú geymsluþolið og bragðgæðin halda sér að fullu. Það er í al- vörunni fá ráð sem eru betri en þetta um hvernig er best að undirbúa sig fyrir góða útilegu. Ansi margir réttir í þessu blaði eru eldaðir beint á steypujárni. Við veljum að sjálfsögðu eingöngu það besta og því varð Lodge fyrir valinu. Gamalgróið fjölskyldufyrirtæki sem er virt meðal matgæðinga um heim allann. Gott steypujárn er eilífðareign og við mælum svo sannarlega með því að allir eigi að minnsta kosti eina alvöru steypujárnspönnu. Við notuðum líka diska frá danska fyrir- tækinu RO Collection sem kall- ast Lava Stone og koma þeir einstaklega vel út. Bæði Lodge og RO Collection fást í Kokku á Laugavegi og á Kokka.is. Logde & RO Collection 2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 ÍS LE NSKT 100% NAUTAK JÖ T ALVÖRU BORGARAR ÚR ÍSLENSKU RIBEYE 2x120 g 1.299kr/pk Það geta ekki allir leikið aðalhlutverk í máltíð og oftar en ekki eru það stóru nöfnin sem ber mest á. Stjörnur á borð við hægmeyrnað rib-eye sem búið er að hanga í sérhönnuðum skápum eða Galloway-kjötið hans Bessa bónda í Skagafirði. Þannig stjörnur. En það er oft erfitt að galdra fram stjörnumáltíð án þess að vera með þétta baklínu og hér erum við að tala um bestu leik- arana í aukahlutverki: meðlætið. Vel heppnuð máltíð veltur á ýmsu. Aðallega hvernig stjarnan stendur sig undir álagi á grill- inu, hvort leikstjórinn sé ekki með allt á hreinu og hvort að aukaleikararnir skili ekki sínu full- komlega. Rétt eins og í góðri kvikmynd þarf þetta allt að spila saman og ef vel tekst til er út- koman hin fullkomna máltíð. Áherslan í þessu blaði er á meðlætið öðru fremur og við fengum matreiðslumeistarann og góðvinkonu okkar, Anítu Ösp Ingólfsdóttur, til að galdra fram nokkrar slíkar uppskriftir. Sjálf var ég með á settinu þegar réttirnir voru mynd- aðir og get staðfest að hér erum við í algjörum sérflokki. Munið að meðlætið þarf ekki að vera flókið og hér getur rjómaostur (bragðbættur) skipt sköpum. Við hér á matarvef mbl.is óskum ykkur gleði- legra grillstunda og megi meðlætið vera með ykkur. Ávallt. Besti leikari í auka- hlutverki Þóra Kolbrá Sigurðardóttir Umsjónarmaður Matarvefs mbl.is Útgefandi Árvakur Umsjón Þóra Kolbrá Sigurðardóttir Blaðamenn Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is, Auglýsingar Jón Kristinn Jónsson jonkr@mbl.is Prentun Landsprent efh. Blaðið er unnið í samstarfi við Hagkaup. Forsíðumyndina tók Völundur Snær Völundarson. BBQ-sósan sem mun breyta lífi þínu Til er sú sósa sem þykir svo góð að skammtar af henni eru seldir á fúlgur fjár og heyrst hefur af mönnum keyra lands- hluta á milli til að verða sér út um smá slettu af henni. Sósa þessi kemur frá matreiðslumanninum Völundi Snæ Völundarsyni og er afbrigði af sósu sem gekk manna á milli í Chicago seint á síðustu öld. Það tekur töluverðan tíma að sjóða sósuna en útkoman er vel þess virði. Margar sögur tengjast þessari goð- sagnarkenndu sósu og einhverju sinni á Bahama-eyjum varð allt vitlaust og býflugur reyndu að brjóta sér leið inn í eldhúsið þar sem verið var að sjóða sósuna, svo indæll var ilmurinn. Það hefur þó ekki gerst hér á landi og því öruggt að sjóða hana í íslenskri sveit. Marokkógrillsósa 2 kanilstangir 1 stjörnu-anís, heill 1 tsk. heil kardimommufræ 1 tsk. heilir negulnaglar 1 msk. blandaður heill pipar 1 tsk. múskat 1 tsk. malað kóríander 1 bolli hrísgrjónaedik 1 hvítlauksgeiri, flysjaður og grófhakkaður 1 msk. flysjað og rifið ferskt engifer 1 ½ tsk. hvítlauks-chilisósa 2 ½ bolli hunang ½ bolli sojasósa 1 bolli tómatsósa ½ bolli söxuð fersk flat- blaðasteinselja ¼ bolli ferskur límónusafi Hitaðu pönnu að miðlungshita. Settu kanil, stjörnu-anís, kardimommur, negul, pipar, múskat og kóríander á pönnuna og hitaðu vel í eina mínútu til að rista kryddin. Bættu ediki, hvítlauk, fersku engiferi, hvítlauks-chilisósu, hunangi, sojasósu, tómatsósu, steinselju og límónustafa saman við og láttu suðuna koma upp. Lækkaðu hitann niður í miðlungshita og láttu malla í 20-30 mínútur þar til soðið hefur niður um 2/3. Sósan á þá að hafa karamellukennda áferð. Síaðu gegnum fínt sigti í ílát. Ef þú notar ekki alla sósuna geymist hún í allt að viku í ísskáp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.