Morgunblaðið - 29.08.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.08.2020, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum „Ég held að það sé hollt fyrir okkur að hverfa ekki frá þessu verklagi sem byggir á því að hafa sjálfbærni að leiðarljósi við stjórnun fiskveiða við Ísland.“ 8 29.08.2020 29 | 08 | 2020 Útgefandi Árvakur Umsjón Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Auglýsingar Bjarni Ólafur Guðmundsson daddi@k100.is Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson Prentun Landsprent ehf. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að ástandið í hagkerfi Íslendinga hefur verið betra. Nær það til allra atvinnu- greina, en sem betur fer er ljóst að sjávarútvegurinn hefur oft séð það svartara og hafa afleiðingar kórónu- faraldursins verið mun vægari en á horfðist í fyrstu. Hafa markaðir verið í flökti, en með útsjónarsemi og áræðni hefur tekist að mæta þeirri áskorun. Sumar útgerðir völdu að draga úr veiðum og geyma allt að 25% af afla- marki sínu fram á næsta fiskveiðiár og valið að nýta tímann til þess að koma skipum í slipp. Aðrar hafa þegar full- nýtt sínar veiðiheimildir og hafa stund- að hefðbundið kropp á síðustu túrum ársins. Eitt eiga þó allar útgerðir sameig- inlegt, en það er von um að hið kom- andi fiskveiðiár, sem hefst þriðjudaginn 1. september, verði betra en það sem er að líða. Vonin dugar þó ekki ein þar sem flest bendir til þess að markaðir verði áfram óstöðugir og því ljóst að mikilvægt er að tryggja áfram sveigj- anleika fiskveiðistjórnunarkerfisins sem gerir greininni kleift að takast á við áskoranir morgundagsins. gso@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Afdrifaríkt ár að baki og áskoranir fram undan Samkeppnin um hráefni fer harðnandi og getur slík þróun gert rekstur fiskvinnslufyrirtækja erfiðari. 6 „Í heildina virðist gangurinn í sjáv- arútvegi þó almennt hafa verið betri en á horfðist í fyrstu þegar faraldurinn skall á.“ 22 Áskorunin sem íslenskur sjávarútvegur stendur nú frammi fyrir er annars eðlis en í fjármálakreppunni. 14-15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.