Morgunblaðið - 29.08.2020, Qupperneq 6
Árið hefur verið erfitt á Ítalíu og Spáni
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Þ
að sem af er þessu ári hafa
orðið miklar sviptingar á
mikilvægustu mörkuðum
Fiskkaupa. Fyrirtækinu
hefur þó gengið ágætlega
að aðlagast breyttum aðstæðum og
hjálpar þar hvað íslenskar sjávaraf-
urðir hafa sterkt orðspor fyrir gæði.
Fiskkaup er með fiskvinnslu sína á
Fiskislóð í Reykjavík og gerir út þrjá
báta: Kristrún RE-177 hefur einkum
verið notuð til grálúðuveiða und-
anfarin ár en Jón Ásbjörnsson
RE-777 er línubátur og veiðir einkum
þorsk og annan bolfisk. Loks er Halla
Daníelsdóttir RE-770 sem er að-
allega gerð út á vorin til grá-
sleppuveiða.
Fiskkaup er fjölskyldufyrirtæki
með langa sögu, stofnað formlega ár-
ið 1983 af Jóni Ásbjörnssyni athafna-
manni sem þar á undan hafði rekið
með föður sínum fiskbúð og grá-
sleppuverkun við Reykjavíkurhöfn
frá því um miðja síðustu öld. Er starf-
semin í dag í höndum Ásbjörns Jóns-
sonar framkvæmdastjóra og sonar
hans Ásbjörns Daníels og hafa því
fjórar kynslóðir tekið þátt í uppbygg-
ingu félagsins. „Hjá félaginu starfa
yfir 80 manns, en við höfum ávallt
verið með frábært starfsfólk,“ segir
Ásbjörn.
Allt stopp á Spáni
Léttsaltaður saltfiskur fyrir Spán og
Ítalíu hefur vegið þungt í rekstri
Fiskkaupa en fyrirtækið selur einnig
grálúðu til Japans, Kína og Taívan og
grásleppuhrogn til markaða í Evr-
ópu, s.s. til Frakklands, Þýskalands,
Damerkur og Svíþjóðar.
Ásbjörn segir að vegna kór-
ónuveirufaraldursins hafi orðið tölu-
verðar verðlækkanir á öllum afurð-
um og á köflum orðið samdráttur í
sölu. „Páskarnir eru okkar stærsti
sölutími fyrir léttsaltaðar fisk-
afurðir en þar sáum við t.d. algert
hrun í sölu fyrir páskana,“ segir
hann og telur skýringuna einkum
vera að vegna smitvarna og hruns í
heimsóknum ferðamanna til Spánar
hafi veitingastaðamarkaðurinn þar í
landi nánast orðið að engu. „Veit-
ingastöðum hefur verið lokað, mötu-
neytum í skólum sömuleiðis og stór-
eldhúsum flugfélaganna. Allt er
hreinlega stopp.“
Þá kann að vera að neytendur í
löndum eins og Ítalíu og Spáni reyni
að halda fastar um pyngjuna enda
töluverð óvissa um horfurnar í efna-
hagslífi þjóðanna. Í því sambandi
þarf að hafa það hugfast að léttsalt-
aður fiskur frá Íslandi er hágæða-
vara og dýrari en sumir af þeim
kostum sem neytendum standa til
boða eins og t.d. kjúklingur. Má
samt greina vísbendingar um að
hefðirnar í kringum saltfisk sem
gerður er með gamla laginu séu svo
sterkar að sala á þeirri vöru gefi
ekki svo auðveldlega eftir. Bendir
Ásbjörn á að íslenskur saltfiskur –
bacalao – sé hátíðamatur á spænsk-
um heimilum og ómissandi sem slík-
ur, og hefur sala á þeirri vöru haldist
nokkuð stöðug.
Gæðin verji markaðshlutdeildina
Tíminn á eftir að leiða í ljós hvaða
áhrif kórónuveirukreppan mun hafa
á mikilvægustu markaði fyrir salt-
fisk og léttsaltaðan fisk. Helstu
framleiðslulönd saltfisks eru Ísland,
Noregur og Portúgal og stærstu
kaupendur Spánn, Portúgal, Ítalía
og Brasilía. Portúgalirnir kaupa ís-
lenskan og norskan saltfisk, þurrka
hann og selja bæði innanlands og til
Brasilíu.
Íslenski saltfiskurinn stendur vel
að vígi á Spáni og Ítalíu, þar sem
neytendur eru alla jafna tilbúnir að
borga hærra verð fyrir vöruna, á
meðan norskur og portúgalskur
saltfiskur er ráðandi í Brasilíu og
Sala á léttsöltuðum fiski
hefur dregist saman en
hefðbundinn saltfiskur
heldur stöðu sinni nokk-
uð vel. Verði kórónu-
veirukreppan langvar-
andi má vænta minni
eftirspurnar eftir grá-
sleppuhrognum.
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Harðnandi samkeppni um hráefni
Eflaust verða næstu misseri krefjandi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og
rétt að athuga hvort ekki megi létta undir með greininni með einhverjum
hætti. Spurður hverju hann myndi helst vilja breyta til að bæta rekstrar-
umhverfið segir Ásbjörn að hann hafi áhyggjur af þeirri aukningu sem hefur
orðið í sölu á heilum fiski frá Íslandi til kaupenda sem láta verka fiskinn á lág-
launasvæðum í Evrópu. „Þessi fiskur kemur svo í sölu í samkeppni við íslensk
þorskflök sem send eru fersk út með flugi,“ segir hann.
Ásbjörn segir mikla samkeppni um hráefni innanlands og grunar að ef
settar yrðu reglur sem takmörkuðu sölu á heilum fiski úr landi þá myndi það
ekki hafa teljandi áhrif á markaðsverð. „En ef fram heldur sem horfir gæti
það truflað rekstrarforsendur fiskvinnslufyrirtækja ef það verður sífellt erfið-
ara að tryggja nægilegt magn hráefnis til vinnslu.“
Portúgal þar sem verð er lægra. Ás-
björn segir forskot íslenska salt-
fisksins felast í gæðunum og er t.d.
allur saltfiskur Fiskkaupa línu-
veiddur og fyrir vikið í allt öðrum
gæðaflokki en norska varan.
Það er út af þessum mikla mun í
gæðum að Ásbjörn telur ósennilegt
að önnur framleiðslulönd muni
freista þess í bráð að saxa á mark-
aðshlut íslenskra framleiðenda á
Ítalíu og Spáni því þar leggi neyt-
endur ofuráherslu á gæðin og hafi
góða reynslu af íslensku vörunni.
„Líklega á salan eftir að ganga treg-
lega í Brasilíu enda hefur landið
glímt við efnahagslegar þrengingar
sem hafa bara versnað í kór-
ónuveirufaraldrinum. Hef ég heyrt
sögur um að bæði norskir og portú-
galskir framleiðendur hafi fengið
farma af saltfiski endursenda því að
kaupendur í Brasilíu gátu ekki leyst
vöruna út.“
Kippur í framboði á grálúðu
Ásbjörn hefur meiri áhyggjur af
markaðinum fyrir grásleppuhrogn en
þau hrogn sem Fiskkaup framleiðir
eru að langstærstum hluta seld sem
kavíar. Fram til þessa hefur salan
dregist saman um u.þ.b. þriðjung
miðað við sama tímabil í fyrra. „Það
er viðbúið að ef við erum á leið inn í
kreppu þá muni fólk fara varlega með
peningana. Kavíar er lúxusvara og
ætti neyslan því að fara minnkandi.“
Grálúðumarkaðurinn virðist ætla
að halda sínu striki hvað sölumagn
varðar en verðið hefur lækkað mikið.
Hausarnir og sporðarnir eru seldir til
Kína en Japanirnir kaupa flökin og
nota m.a. í sushi-gerð. „Það sem
hjálpar okkur þar er að grálúðan
okkar er viðurkennd vara og geta
kaupendur stólað á gæðin. Hins veg-
ar spillir það fyrir að í sumar kom
kippur í framboði á grálúðu frá lönd-
um eins og Grænlandi og Rússlandi.
Einnig var aukið framboð frá Íslandi
því í vor fóru allir togarar að veiða
grálúðu vegna tregrar sölu á öðrum
fiskafurðum eins og þorski, usfa og
karfa út af faraldrinum.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
„Það er viðbúið að ef við erum á leið
inn í kreppu þá muni fólk fara varlega
með peningana,“ segir Ásbjörn.
Úr fiskvinnslunni.
Mikill samdráttur
hefur verið í sölu á
léttsöltuðum fiski
á Spáni og Ítalíu.