Morgunblaðið - 29.08.2020, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 MORGUNBLAÐIÐ 13
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
A
flamarki fyrir fiskveiðiárið
2020/2021 hefur verið út-
hlutað af Fiskistofu. Í heild
hefur stofnunin úthlutað
353 þúsund tonnum í
þorskígildum en heildarúthlutunin
nam 372 þúsund þorskígildistonnum
á fiskveiðiárinu sem lýkur 1. sept-
ember. Þá nemur úthlutun í þorski
202 þúsund tonnum og í ýsu 35 þús-
und tonnum.
Flotinn skreppur saman
Að þessu sinni er það skipið Guð-
mundur í Nesi sem fær úthlutað
mestu aflamarki en Sólbergið hlaut
þann heiður við síðustu úthlutun. Sól-
berg fær úthlutað 10.670 þorskígildis-
tonnum sem er 300 tonnum meira en í
fyrra. Guðmundur í Nesi bætti hins
vegar við sig 3.000 tonnum og fær nú
úthlutað 13.714 þorskígildistonn.
Bæði þessi skip skera sig úr þar sem
töluverður munur er á þeirra afla-
marki og næstu skipa. Þetta kemur
fram í bráðabirgðayfirliti sem birt
var á vef Fiskistofu í gær og er tekið
sérstaklega fram að enn eru fáein
skip ófrágengin og getur því úthlutun
til skipa enn breyst lítillega.
Þá vekur töluverða athygli að
stærð fiskiskipaflota Íslendinga virð-
ist dragast verulega saman. Fengu
413 skip úthlutað aflamarki en þau
voru 540 árið 2019 og hefur þeim
þannig fækkað um 127 milli ára eða
um 23,5%. Þar af fækkar krókaafla-
marksbátum um 24,7% úr 316 í 238
og smábátum með aflamark um þriðj-
ung úr 67 í 44. Er þetta mesti sam-
drátturinn, en þetta gerist á sama
tíma og strandveiðibátum fjölgar.
Jafnframt fækkar skipum með afla-
mark um 25 eða því sem nemur
21,7%, úr 115 í 90, og togurum fækk-
ar um einn úr 42 í 41.
Alls eru það 326 útgerðarfyrirtæki
sem fá úthlutað aflamarki en það eru
10 færri en í fyrra. Þá eru fimmtíu
stærstu fyrirtækin með 90,4% af út-
hlutuðu aflamarki og er það minni
háttar hækkun frá 2019. Samtals eru
tíu stærstu útgerðirnar með 52,36%
úthlutaðs aflamarks, en næstu 30 út-
gerðir með 38,04% og er það Brim hf.
sem er með stærstu aflamarks-
hlutdeildina og nemur hún 9,55%.
Þá hefur 62,41% af aflamarkinu
verið úthlutað skipum með heima-
höfn á tíu stöðum. Þar af eru þrjár
stærstu heimahafnirnar Reykjavík
með 11,42%, Grindavík með 10,49%
og Vestmannaeyjar með 10,45%.
Þessar heimahafnir skera sig úr þar
sem samanlagt aflamark skipa úr
þessum höfnum er tvöfalt meira en
næstu hafna á eftir. Má nefna að
Hornafjörður er í fjórða sæti með
4,87% og Akranes er í því fimmta
með 4,52%.
Úthlutað aflamark í upphafi fiskveiðiársins 2020/2021
* Bráðabirgðatölur þar sem úthlutun til nokkurra skipa var ófrágengin 28.8. Heimild: Fiskistofa.
Skip Útgerð Heimahöfn Útgerðarflokkur Samtals þorskígildi, kg
1 Guðmundur í Nesi Útgerðarfélag Reykjavíkur Reykjavík Skuttogari 13.713.785
2 Sólberg Rammi Ólafsfjörður Skuttogari 10.670.410
3 Björgúlfur Samherji Dalvík Skuttogari 8.794.127
4 Björg Samherji Akureyri Skuttogari 8.218.005
5 Málmey FISK Seafood Sauðárkrókur Skuttogari 7.380.935
6 Akurey Brim Akranes Skuttogari 7.269.841
7 Drangey FISK Seafood Sauðárkrókur Skuttogari 7.214.941
8 Björgvin Samherji Dalvík Skuttogari 6.803.931
9 Kaldbakur Útgerðarfélag Akureyringa Akureyri Skuttogari 6.746.732
10 Breki Vinnslustöðin Vestmannaeyjar Skuttogari 6.689.828
11 Helga María Brim Reykjavík Skuttogari 6.599.017
12 Arnar FISK Seafood Skagaströnd Skuttogari 6.286.777
13 Höfrungur III Brim Akranes Skuttogari 6.123.086
14 Vigri Ögurvík Reykjavík Skuttogari 5.828.364
15 Júlíus Geirmundsson Hraðfrystihúsið Gunnvör Ísafjörður Skuttogari 5.711.702
16 Páll Pálsson Hraðfrystihúsið Gunnvör Hnífsdalur Skuttogari 5.334.681
17 Tómas Þorvaldsson Þorbjörn Grindavík Skuttogari 5.288.699
18 Gullver Síldarvinnslan Seyðisfjörður Skuttogari 5.181.527
19 Viðey Brim Reykjavík Skuttogari 5.173.370
20 Hrafn Sveinbjarnarson Þorbjörn Grindavík Skuttogari 4.934.955
21 Örfirisey Brim Reykjavík Skuttogari 4.902.039
22 Ljósafell Loðnuvinnslan Fáskrúðsfjörður Skuttogari 4.839.800
23 Sirrý Jakob Valgeir Bolungarvík Skuttogari 4.579.949
24 Blængur Síldarvinnslan Neskaupstaður Skuttogari 4.456.448
25 Tjaldur KG Fiskverkun Rif Skip með aflamark 4.343.409
26 Þórunn Sveinsdóttir Ós Vestmannaeyjar Skuttogari 4.043.528
27 Jóhanna Gísladóttir Vísir Grindavík Skip með aflamark 3.951.048
28 Steinunn Skinney-Þinganes Hornafjörður Skuttogari 3.918.289
29 Þinganes Skinney-Þinganes Hornafjörður Skip með aflamark 3.918.289
30 Dala-Rafn Ísfélag Vestmannaeyja Vestmannaeyjar Skip með aflamark 3.870.639
Guðmundur í
Nesi slær út
Sólbergið
Fimmtíu útgerðir eru með megnið af úthlutuðu
aflamarki og hefur skipum sem fá úthlutað afla-
mark fækkað um ríflega fimmtung.
1. Brim hf. 9,55%
2. Samherji Ísland ehf. 6,91%
3. FISK Seafood ehf. 6,32%
4. Þorbjörn hf. 5,57%
5. Vísir hf. 4,20%
6. Rammi hf. 4,19%
7. Vinnslustöðin hf. 4,18%
8. Skinney-Þinganes hf. 4,14%
9. Útgerðarfélag Rvk. hf. 3,88%
10. Síldarvinnslan hf. 3,42%
Útgerðirnar
með mesta
aflamarkið