Morgunblaðið - 29.08.2020, Side 15
sínum til að lágmarka snertingu við
hráefnið og samgang á milli starfs-
fólks og viðskiptavina. Hjá LVF
varð úr að skipta tímabundið yfir í
framleiðslu á lausfrystum bitum
enda gaf sá markaður mun minna
eftir. Varði sú breyting í fjórar vik-
ur og byrjaði þá ferskfiskmark-
aðurinn að taka við sér á ný. Jafnt
og þétt eru kaupendur að braggast
og segir Friðrik að undanfarið hafi
eftirspurn vaxið og leitað aftur í
eðlilegt horf. „Á því eru þó
ákveðnar undantekningar, eins og
t.d. á markaði fyrir bæði sprautu-
saltaðan fisk og saltfisk. Þar er allt
stopp. Sjófrysti fiskurinn var líka
lengi að taka við sér en er nú að
mestu kominn til baka.“
„Við klárum okkur“
Sú áskorun sem íslenskur sjávar-
útvegur stendur frammi fyrir í dag
er annars eðlis en í fjármála-
kreppunni fyrir röskum áratug.
Hagkerfi helstu viðskiptaþjóða
hafa orðið fyrir skakkaföllum og
þykir ljóst að efnahagssamdráttur
og mikið atvinnuleysi muni ekki
ganga að fullu til baka á allra næstu
misserum. „Mikið atvinnuleysi þýð-
ir að kaupmáttur neytenda fer
minnkandi og til lengri tíma verð-
um við aldrei sterkari en við-
skiptavinir okkar,“ segir Friðrik og
minnir á að í fjármálakreppunni
hafi krónan gefið meira eftir svo að
dæmið horfði allt öðruvísi við ís-
lenskum útflutningsgreinum þá en í
dag.
En Friðrik er ekki á þeirri skoð-
un að stjórnvöld þurfi að hlaupa
undir bagga með sjávarútveginum
eða létta byrðum af greininni.
„Þjóðarbúið hvílir á þremur meg-
instoðum: ferðaþjónustunni, álver-
unum og sjávarútveginum. Í dag
eru álframleiðendur í miklum
vanda enda álverð lágt, og ferða-
þjónustufyrirtækin í ómögulegri
stöðu. Aðstæðurnar eru krefjandi
fyrir sjávarútveginn en við klárum
okkur og ráðum við þessa tíma-
bundnu erfiðleika. Íslensk sjávar-
útvegsfyrirtæki hafa enda sýnt það
margsinnis í gegnum árin að þau
eru ótrúlega fljót að laga sig að
breyttum aðstæðum.“
Hins vegar væri það ánægjulegt
ef tækist að semja við rússnesk
stjórnvöld um að aflétta innflutn-
ingsbanni á sjávarafurðum sem nú
hefur varað í fimm ár. Eins og les-
endur muna spruttu upp deilur á
milli Evrópu og Rússlands í kjölfar
innrásar Rússa inn á Krímskaga og
leiddi m.a. til þess að ráðamenn í
Kreml lokuðu á innflutning á evr-
ópsku sjávarfangi. Kom ákvörðun
Rússa sérstaklega illa við íslenska
viðskiptahagsmuni en olli öðrum
Evrópuþjóðum hlutfallslega minna
tjóni. „Rússar halda áfram að selja
Evrópu eldsneyti og Þjóðverjar
halda áfram að selja Rússum bif-
reiðar, en íslensk sjávarútvegsfyr-
irtæki misstu marga af sínum mik-
ilvægustu viðskiptavinum.“
AFP
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Loðnubresturinn hefur sýnt vel mikilvægi þess að sjávarútvegsfyrirtæki hafi
nokkuð mikla breidd í framleiðslunni og þar með meiri aðlögunarhæfni.
Í fimm ár hefur Rússland verið lokað
íslenskum seljendum sjávarafurða.
Væri óskandi að þessi verðmæti
markaður opnaðist á ný.
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 MORGUNBLAÐIÐ 15