Bæjarins besta - 02.03.1988, Page 1
I
BÆ[ARINS BESIA
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988 - 5. ÁRGANGUR
9.
Sjónvarpsbingó:
ísfírðingur
fékk Yolvo
í beinni
útsendigu
Svanhildur Sörensen,
símavörður á símstöðinni
á ísafirði, datt heldur bet-
ur í lukkupottinn á mánu-
dagskvöldið. Þá vann hún
hvorki meira né minna en
eitt eintak af Volvo 740
GL í beinni útsendingu í
sjónvarpsbingói Stöðvar 2
og Vogs. Þarna er um að
ræða fyrsta sjónvarps-
bingóvinninginn sem ís-
firðingur fær, að því er
best er vitað.
Svanhildur var í Vest-
mannaeyjum á mánudags-
kvöldið og keypti bingó-
spjald þar. En hvernig
varð henni við?
„Þetta var alveg meir-
iháttar. Ég er ekki farin að
ná þessu ennþá. Ég hugsa
að ég nái þessu ekkert fyrr
en ég fæ lyklana að þessum
bíl.“
Aðspurð um hvort hún
ætli að koma heim á nýja
bílnum, sagði Svanhildur:
„Ég fer nú og tek við hon-
um en ég ætla ekki að eiga
hann. Eg læt bara selja
hann fyrir mig. Þetta er
svona full dýr bíll fyrir
mig.“
Svanhildur sagði að
þetta væri í þriðja skiptið
sem hún spilaði með. Á
mánudaginn hefði hún
keypt tvö spjöld en gefið
annað þeirra. „En þetta er
alveg með ólíkindum. Það
var víst voðalega gaman
að fylgjast með mér þegar
ég var að fá tölurnar,
hverja á fætur annarri, en
ég trúi þessu varla enn.“
Dómarar að störfum. Taliö frá vinstri: Gylfi Knudsen lögfræðingur, Pétur Kr. Hafstein
formaður dómsins, og Garðar Gíslason borgardómari.
Frostamálið:
Dómur kveðinn upp
innan þriggja vikna
Lesendum BB eru eflaust í
fersku minni deilur þær sem
risu í Súðavík um sölu meiri-
hluta virkra hlutabréfa í
Frosta h.f. til Togs h.f.
síðastliðið vor. Spruttu upp
harðar deilur vegna þessa.
Málið fór síðan í bið þegar
hreppsnefnd Súðavíkur-
hrepps ákvað að leita allra
ráða til að hnekkja sölu bréf-
anna sem varð til þess að sal-
an var kærð til sýslumanns-
ins á ísafirði og þar með var
málið orðið að dómsmáli.
Nú fyrir skemmstu fór síð-
an fram aðalflutningur í mál-
inu fyrir aukadómþingi ísa-
fjarðarsýslu. Tók hann tvo
daga. Fyrri daginn fóru fram
skýrslutökur fyrir luktum
dyrum samkvæmt úrskurði
sem var kveðinn upp um það
að ósk lögmanna beggja að-
ila. Seinni daginn fór síðan
fram munnlegur flutningur.
í dómnum sátu þrír dóm-
arar. Formaður dómsins var
Pétur Kr. Hafstein sýslu-
maður, og meðdómendur
voru Garðar Gíslason borg-
ardómari og Gylfi Knudsen
lögfræðingur.
Fyrir hönd stefndu, þ.e.
Frosta h.f. og Togs h.f.,
flutti Jónatan Sveinsson
hæstaréttarlögmaður málið,
en Viðar Már Matthíasson
hæstaréttarlögmaður fyrir
hönd stefnanda, þ.e. hrepps-
nefndar Súðavíkurhrepps.
Eftir að flutningi er lokið
er málið dómtekið og dóm
verður að kveða upp lögum
samkvæmt innan þriggja
vikna frá því að það er dóm-
tekið. Dóms í málinu er því
að vænta innan þriggja
vikna.